15. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2002-2006, haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, fimmtudaginn 15. desember 2005, kl. 14:00.

Mætt: Tryggvi Ingólfsson, formaður, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Jónas Jónsson, Ólafur Eggertsson, Bergur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Sigurbjartur Pálsson og Sigrún Sveinbjarnar-dóttir, sem ritar fundargerð.
Auk þeirra sitja fundinn Valtýr Valtýsson, Sverrir Magnússon, Guðmundur Einarsson og Guðmundur Pétur Guðgeirsson.

1. Formaður setti fund og stjórnaði honum.
Formaður las bréf frá sveitarstjórn Rangárþing ytra, dagsett 7/11 2005, með tilkynningu um breytingu á fulltrúaskipan Rangárþings ytra í Héraðsnefnd Rangæinga. Valtýr Valtýsson hefur fengið leyfi frá sveitarstjórnarstörfum í sveitarstjórn Rangárþings ytra til loka kjörtímabilsins. Í staðinn eru eftirtalin valin af hálfu Rangárþings ytra sem aðal- og varafulltrúar í Héraðsnefnd Rangæinga: Sem aðalmaður; Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Skarði, Þykkvabæ og til vara; Sigrún Ólafsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, Útskálum 5 á Hellu.
Sigurbjartur Pálsson boðinn velkominn á fundinn.

2. Fjárhagsáætlanir:
a) Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Héraðnefndar Rangæinga fyrir árið 2006.
Vísað til fjárhagsnefndar.

b) Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga fyrir árið 2006.
Lögð fram fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 23/11 2005 í 5 liðum.
Vísað til fjárhagsnefndar.

3. Ársreikningur Byggðasafnsins að Skógum:
Ársreikningar fyrir Byggða- og héraðsskjalasafnið að Skógum, ferðaþjónustu og Samgöngusafnið í Skógum fyrir árið 2004 ásamt samstæðureikningi þessara rekstraþátta lagðir fram, ásamt skýrslum safnstjóra og framkvæmdastjóra.

Sverrir Magnússon las skýrslu framkvæmdastjóra.

Guðmundur Pétur Guðgeirsson frá BVT ehf. skýrði ársreikninginn.

Umræður urðu um ársreikninginn og honum síðan vísað til fjárhagsnefndar.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir samstæðu Byggða- og héraðsskjalasafns að Skógum fyrir árið 2006 og greinargerð með henni, dagsett 2/11 2005.
Vísað til fjárhagsnefndar.

Sverrir og Guðmundur Pétur viku af fundi kl. 16:00.


4. Kosið í nefndir:
Allsherjarnefnd: Jónas Jónsson, Bergur Pálsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
Fjárhagsnefnd: Ólafur Eggertsson, Sigurbjartur Pálsson og Lúðvík Bergmann.
Samþykkt samhljóða.

5. Innsend erindi:
a) Lagt fram bréf frá Handverkshúsinu Heklu, dagsett 5/12 2005, með umsókn um að gerður verði samningur um fjárhagslegan stuðning við Handverkshúsið til þriggja ára.
Vísað til fjárhagsnefndar.

b) Lagt fram bréf frá Héraðsbókasafni Rangæinga, dagsett 11/11 2005 með umsókn um styrk.
Vísað til fjárhagsnefndar.

c) Lagt fram bréf frá Samkór Rangæinga, dagsett 16/10 2005 með umsókn um styrk.
Vísað til fjárhagsnefndar.

d) Lagt fram bréf frá Heklusetrinu Leirubakka, dagsett 7/12 2005, með umsókn um styrk og samning um áframhaldandi styrki á komandi árum.
Vísað til fjárhagsnefndar.

e) Lagt fram bréf frá ábúendum Kornvalla, dagsett 31/10 2005, með umsókn um kaup á jörðinni Kornvöllum.
Vísað til allsherjarnefndar.

f) Lagt fram bréf frá hreppsráði Rangárþings ytra, dagsett 12/9 2005 varðandi umfjöllun oddvita Ásahrepps í Goðasteini 2005 um meintar skoðanir sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarstjórn Rangárþings ytra.
Vísað til allsherjarnefndar.

g) Lagt fram bréf frá Lagastoð ehf, dagsett 30/11 2005 fyrir hönd erfingja fyrrum eigenda Ytri-Skóga með tilmælum um að jörðin verði afhent þeim sökum þess að skilyrði fyrir gjöf foreldra þeirra á jörðinni til Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu séu ekki lengur fyrir hendi.
Vísað til allsherjarnefndar.

h) Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2006 fyrir Búfjáreftirlit Rangárvallasýslu ásamt greinargerð.
Vísað til fjárhagsnefndar.

i) Lagt fram bréf frá ábúendum jarðarinnar Ytri-Skóga, dagsett 8/12 2005, með umsókn um heimild til að skuldbreyta láni að upphæð kr. 5.100.000 með veði í jörðinni.
Vísað til fjárhagsnefndar.

j) Lagt fram bréf frá HSK, dagsett 17/11 2005, með umsókn um styrk að upphæð kr. 210 á hvern íbúa.
Vísað til fjárhagsnefndar.

k) Lagt fram bréf frá FSu, dagsett 8/12 2005 með umsókn um að framlög sveitarfélaga til Byggingasjóðs FSu verði hækkuð um 3% miðað við framlög yfirstandandi árs.
Vísað til fjárhagsnefndar.

l) Tillaga að nýrri Fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu:
Lögð fram drög að nýrri Fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu ásamt breytingatillögum sem fram hafa komið frá Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Einnig eru lagðar fram athugasemdir og ábendingar frá nokkrum nytjaréttarhöfum á Landmanna- og Holtamannaafréttum og sýslumanninum á Hvolsvelli.
Vísað til allsherjarnefndar.
Gert fundarhlé og nefndir taka til starfa.

6. Álit nefnda, umræður og afgreiðsla mála:
Álit fjárhagsnefndar á fundi Héraðsnefndar Rangæinga 15. desember 2005:
1. Lagt er til að ársreikningur fyrir Byggðasafnið á Skógum fyrir árið 2004 verði samþykktur.
2. Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir Byggðasafnið á Skógum 2006 verði samþykkt.
3. Lagt er til að fjárhagsáætlun Héraðssjóðs vegna 2006 verði samþykkt.
4. Lagt er til að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga 2006 verði samþykkt.
5. Lagt er til að veita Heklu Handverkshúsi styrk að upphæð kr. 800.000.
6. Lagt er til að veita Héraðsbókasafninu styrk fyrir árið 2006 kr. 1.100.000.
7. Lagt er til að veita Samkór Rangæinga styrk árið 2006 að upphæð kr. 60.000.
8. Lagt er til að vísa styrkbeiðni Heklusetursins Leirubakka til fullskipaðar Héraðsnefndar til umræðu og afgreiðslu.
9. Lagt er til að fjárhagsáætlun Búfjáreftirlits Rangárvallasýslu fyrir árið 2006 verði samþykkt.
10. Lagt er til að erindi ábúenda jarðarinnar Ytri-Skóga um skuldbreytingu verði samþykkt með fyrirvara um uppgreiðslu eldri lána.
11. Lagt er til að tillaga að styrk til HSK árið 2006 sem nemi kr. 210 pr. íbúa verði samþykkt.
12. Lagt er til að ósk um 3% hækkun framlaga í Byggingasjóð FSu verði samþykkt.

Sigurbjartur Pálsson, Ólafur Eggertsson, Lúðvík Bergmann, Guðmundur Einarsson.

Álit fjárhagsnefndar samþykkt samhljóða.

Umsókn frá Heklusetrinu Leirubakka, dagsett 7/12 2005, um styrk vegna uppsetningar á safni og sýningu um Heklu tekin fyrir sérstaklega. Sótt er um styrk að upphæð kr. 7 - 8 mkr. og samning við Héraðsnefnd um áframhaldandi styrki í þrjú ár samtals.
Lagt er til að Héraðsnefnd Rangæinga taki jákvætt í að koma að einhverju leyti að verkefninu, en fari jafnframt fram á að umsækjandi kynni verkefnið og heildarfjármögnun þess fyrir nefndinni. Sömuleiðis er lagt til að möguleg kynning verði á Leirubakka í húsnæði væntanlegs Heklusafns við fyrstu hentugleika.
Samþykkt samhljóða.

Álit allsherjarnefndar á fundi Héraðsnefndar Rangæinga 15. desember 2005:
1. Allsherjarnefnd leggur til að Jónas Jónsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fari yfir tillögu að nýrri fjallskilasamþykkt og framkomnar athugasemdir og leggi fram endanlega tillögu. Formaður Hérðasnefndar starfi með Jónasi og Guðmundi Inga að málinu.
2. Allsherjarnefnd leggur til að orðið verði við beiðni ábúenda á Kornvöllum um sölu jarðarinnar til þeirra. Fengið verði verðmat á jörðinni frá Fannberg ehf.
3. Allsherjarnefnd leggur til að erindi Lagastoðar ehf. vegna Ytri-Skóga verði vísað til samráðsnefndar héraðsnefnda Rangárvalla- og V-Skaftafellsýslna til meðferðar.
4. Allsherjarnefnd leggur til að Héraðsnefnd beini þeim tilmælum til sveitarstjórna að reglur um byggðasmölun verði virtar og vísar til framlagðra ábendinga
búfjáreftirlitsmanns í þessu sambandi.
5. Bréfs Rangárþings ytra 12. september 2005 með ályktun hreppsráðs Rangárþings ytra um annál Ásahrepps í Goðasteini fyrir árið 2004 lagt fyrir. Ályktunin lögð fram til kynningar og tekur allsherjarnefnd undir það að sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu standi vörð um framtíð Goðasteins hér eftir sem hingað til.

Jónas Jónsson vék af fundi allsherjarnefndar við umfjöllun um 5. lið í áliti hennar.

Jónas Jónsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Bergur Pálsson.

Lúðvík Bergmann vék af fundi héraðsnefndarinnar við afgreiðslu á 2. lið í áliti allsherjarnefndar.

Álit allsherjarnefndar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Jónas tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu um 5. lið í áliti allsherjarnefndar og Lúðvík tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu um 2. lið í áliti allsherjarnefndar.

7. Önnur mál:
a) Lagt er til að stærð jarðarinnar Stórólfsvalla verði mæld upp. og Fannberg ehf. falið að annast það verkefni í samráði við formann.
Samþykkt samhljóða.

b) Laun markavarðar: Formanni falið að semja við markavörð sýslunnar um laun og annað endurgjald fyrir störf hans.
Samþykkt samhljóða.

c) Formaður leggur til að Sigurbjartur Pálsson komi inn í samráðsnefnd Héraðsnefnda Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu í stað Valtýs Valtýssonar.
Samþykkt samhljóða.

Tryggvi Ingólfsson formaður kvaddi sér hljóðs og þakkaði Valtý Valtýssyni fyrir góð störf í héraðsnefndinni á liðnum árum. Fundarmenn tóku undir þakkir til Valtýs.


Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 21.00.


Fundarritari: Sigrún Sveinbjarnardóttir.