Fundurinn var haldinn þriðjudaginn 10. september 2013
klukkan 16:15 í fjarfundstofu Tónlistarskólans

Mættir voru Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður, Oddný Steina Valsdóttir, Esther Sigurpálsdóttir, Lárus Bragason, Benedikt Benediktsson boðaði forföll, Heiða Björg Scheving, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Berglind Hákonardóttir, Unnur Óskarsdóttir, Pálína Björk Jónsdóttir, Berglind Bjarnadóttir.
Gestir fundarins voru Ólafur Oddsson íþrótta- heilsu og æskulýðsfulltrúi og Þröstur Sigfússon forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar
Fundargerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir

Dagskrá fundarins: 
1. Samfellustarf Ólafur Oddsson
Ólafur sagði frá því að sest hefði verið niður fyrir skólasetningu til þess að setja saman dagskrá samfellunnar. Degi fyrir skólasetningu voru bæði valblöð fyrir samfelluna og fyrir skólabílana send heim. 
Það hefur komið upp að það vanti fólk í gæslu í íþróttaklefana. Sigurlín sagði frá því að velkomið væri að hafa samband við skólann til þess að fá auka mannskap í gæslu, ef svo ber undir. 
Frjálsar og blak eru stærstu hóparnir og enn er verið að leita að fimleikaþjálfara.
Það hefði verið æskilegt að ganga frá samfelluvalinu í vor, en þá voru þjálfaramál ekki komin á hreint heldur, áhersla verður lögð á að það verði orðið klárt næsta vor. 
Boðið verður upp á leiklist eftir áramót.
Þjálfarar fá mætingarlista sem þeir eiga að fylla út. Foreldrar þurfa að passa uppá að láta vita um veikindi barna sinna eða forföll.


2. Starf félagsmiðstöðvarinnar - Þröstur fer yfir dagskránna
Þröstur sagði frá því að félagsmiðstöðin byggist á því að hvetja börn til að stunda þær tómstundir sem er í boði hjá sveitarfélaginu og er litið á það sem forvarnarstarf.
Félagsmiðstöðin er fyrir nemendur á miðstigi og unglingastigi. 
Opið er 3 daga í viku, mánudag, miðvikudag og fimmtudaga auk fimmtudagskvölda. Verið er að skoða að hafa jafnvel opið líka á mánudagskvöldum. Áhugi er fyrir því að hafa sértækt hópastarf á þriðjudögum, fyrir þá sem ekki eru í neinum tómstundum. 
Markmið og gildi félagsmiðstöðvarinnar verða kynnt og birt á heimasíðu skólans og send í tölvupósti í gegnum Mentor. 
Landsmót Samfés verður haldið á Hvolsvelli fyrstu helgina í október.
Spurst var fyrir um hver sjái um húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, Þröstur sér um það ásamt starfsmönnum Áhaldahússins.
Það vantar starfsmann í félagsmiðstöðina í 40 – 50% starfshlutfall.
Umræður um að gott væri að kynna starfsemi félagsmiðstöðina betur fyrir þeim sem rétt hafa á því að sækja hana, en það eru nemendur frá 5 bekk. 


Þröstur og Ólafur fóru af fundi.


3. Starfið í Leikskólanum Örk
Það eru 86 börn í leikskólanum um áramót verða þau 95 en byrjað er á því að taka inn 12 mánaða börn. 26 starfsmenn á leikskólanum, enn núna vantar tvo starfsmenn.
Herdís Storgaard kom með fyrirlestur á starfsdegi leikskólans sl. föstudag.
Geymsluskúr er kominn á lóðina og þarf að koma upp hillum þar.
Setja þarf nýja leikskólagirðingu í kringum leikskólann og er Anton Kári að skoða það. Gera þarf ráðstafanir vegna sandkassans í leikskólanum, en vandræði hafa verið með ketti í sandkassanum.Verið er að klára starfsáætlun og skóladagatal leikskólans og verður það sent út í lok vikunnar. Gerð var starfsmannakönnun sem kom nokkuð vel út og verður kynnt betur seinna. 
Leikskólinn fékk samþykkta yfirvinnutíma starfsmanna til að sinna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og er vinnan núþegar komin af stað. 
Keypt var 5 barna kerra til þess að fara í gönguferðir með minnstu börnin.


4. Starfið í Hvolsskóla 
Sigurlín sagði frá því að undirbúningur skólastarfsins færi vel af stað. Stundatöflur voru tilbúnar í byrjun júní og núna er bæði vinnurammar og vinnuskýrslur tilbúin til undirritunar. Mönnun skólans er góð og bætt hefur verið við stuðningsfulltrúum.
Uppeldi til ábyrgðar er farið að skila sér vel, en þetta er þriðja árið í innleiðingunni. Stefnt er að starfsmannaferð vegna UTÁ til Boston í vor, eftir skólaslit.
Byrja á með ART, reiðistjórnun en það fer vel með UTÁ – byrjað verður á yngsta stigi.
Útikennslustofan hefur verið færð nær skólanum til þess að auðvelda yngstu börnunum að nota hana. Skólinn hefur sótt um að fá grænfánann aftur í nóvember. Landgræðslunámskeið hefur farið vel af stað. Haldið verður áfram með fræðsluverkefnið í Tumastaðaskógi sem byrjað var með á síðasta skólaári, en í því eru 2., 4., 6., 8. og 10 bekkur.
Allur skólinn fór í fjallgöngur í síðustu viku og er mikill áhugi fyrir því að það verði árlegt og fagnar fræðslunefndin því flotta framtaki.
Innleiðing nýrrar aðalnámskrá kemur til með að taka mikinn tíma af skólastarfinu í vetur. 




5. Starfsmannakönnun maí 2013 niðurstöður, markmið og leiðir.
Sigurlín for yfir starfsmannakönnun sem lögð var fyrir á uppgjördögum sl. vor. Sjálfsmatsskýrslan fyrir skólaárið 2012 – 2013 var tilbúin um miðjan júní. Steinunn  Arnardóttir og Gyða Björgvinsdóttir hætta störfum í sjálfsmatsnefndinni og í staðinn fyrir þær koma Svava Björk Helgadóttir og Ólafur Elí Magnússon. Pálína Björk verður áfram í nefndinni og skólastjórinn starfar með nefndinni.
Í vikunni verður fundur með gömlu og nýju sjálfsmatsnefndinni og skólastjórnendum, þar sem línurnar fyrir veturinn verða lagðar. Sigurlín sagði frá því að núna væri verið að vinna úr niðurstöðum skýrslunnar. Sjálfsmatsskýrslan er aðgengileg öllum á heimasíðu skólans. 


6. Skipulag skólaaksturs
Samfelluskráningu er lokið þetta haustið og þar með er skólaaksturinn kominn á hreint. 104 börn eru í akstri, þ.e. 45% nemenda og skólabílstjórarnir eru 8 talsins. Heimferðum hefur fjölgað um 4 frá síðasta skólaári.


7. Trúnaðarmál


Fundi slitið klukkan 18:25


Guðlaug Ósk Svansdóttir 
Esther Sigurpálsdóttir 
Lárus Bragason
Oddný Steina Valsdóttir
Heiða Björg Scheving
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Berglind Hákonardóttir
Unnur Óskarsdóttir
Pálína Björk Jónsdóttir
Berglind Bjarnadóttir.
Gyða Björgvinsdóttir