F U N D A R G E R Ð


145. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 1. október 2015 kl. 8:10

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1.Ómar Smári Kristinsson, bréf dags. 18.09.15, beiðni um fjárstyrk vegna útgáfu hjólabókar um Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-

2.Hestamannaféalgið Sindri, bréf dags. 18.09.15, beiðni um fjárstyrk.
Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2016.

3.Hertz bílaleiga, samningur.
Samningurinn staðfestur.

4.Siðmennt, bréf dags. 07.09.15, veraldlegar athafnir í Skógasafni.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

5.Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, bætt þjónusta á heimsendum mat.

Samkvæmt reglum Rangárþings eystra er boðið upp á heimsendingu matar alla virka daga í þéttbýli.  Um helgar stendur þjónustuþegum til boða að borða á Kirkjuhvoli þar sem maturinn er framreiddur. Í dreifbýli er hvert tilfelli skoðað með tilliti til vegalengda og fundin farsælasta lausnin fyrir hvern umsækjanda.   Að þessu leyti stendur öllum íbúum sambærileg þjónusta til boða. Varðandi heimsendingu um helgar er sveitarstjóra falið að finna lausn á því.

6.Breytingar varðandi fjárhagsaðstoðarreglur, september 2015.
Byggðarráð samþykkir reglurnar.

7.Relgur um fjárhagsaðstoð Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
Byggðarráð samþykkir reglurnar.

8.Relgur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í aðildarsveitarfélögum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
Byggðarráð samþykkir reglurnar.

9.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, bréf dags. 16.09.15, sumar og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra- og styrktarfélag Klettaskóla. Framlag Rangárþings eystra vegna sumarsins 2015.

Byggðarráð samþykkir umbeðið framlag kr. 93.800,- vegna íbúa sveitarfélagsins sem hafa nýtt sér úrræðið.

10.Verklagsreglur um starfslok  starfsmanna Rangárþings eystra og skólabílstjóra Rangárþings eystra.

Samþykkt samhljóða.

11.Tillaga fulltrúa D-lista um endurbætur á sparkvelli við Hvolsskóla.

Tillagan samþykkt. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að sjá um framkvæmdina.

12.SASS- Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga – kjörbréf o.fl.

Aðalfulltrúar :                                   Varafulltrúar:

Lilja EinarsdóttirÞórir Már Ólafsson
Benedikt BenediktssonÍsólfur Gylfi Pálmason
Birkir Arnar TómassonKristín Þórðardóttir
Christiane L. BahnerGuðmundur Ólafsson

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

1.169. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 04.09.15 Staðfest.
2.144. fundur stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 10.09.15 Staðfest.
3.Aðalfundur Hulu bs. 02.09.15 Staðfest.
4.Stjórnarfundur Hulu bs. 02.09.15 Staðfest.
5.15. fundur stjórnar Bergrisans 15.09.15 Staðfest.
6.27. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 31.08.15 Staðfest.
7.16. fundur menningarnefndar Rangárþings eystra 25.08.15 Staðfest.
8.497. fundur stjórnar SASS 04.09.15  Staðfest.
9.17. fundur félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 16.09.15

Bókun við lið 2.
Byggðarráð Rangárþing eystra samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði laust til umsóknar 100% stöðugildi leikskólaráðgjafa við skólaþjónustudeild Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.  Öflug og fagleg ráðgjöf er enn mikilvægari í ljósi þess að mikill skortur er á fagmenntuðu starfsfólki í leikskólum á öllu þjónustusvæði skólaþjónustunnar.

Bókun við lið 3.
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði í stöðu náms- og starfsráðgjafa í 100% starf og að forstöðumanni skólaþjónustudeildar verði falið að sjá um ráðninguna sem og umsýslu við starfið.


Mál til kynningar:

1.Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 15.09.15, vindmyllur á Íslandi.
2.Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 16.09.15, tímabundin breyting á verkaskriptingu ríkis og sveitarfélaga.
3.Nokkrar athugasemdir vegna starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli.
4.Bréf Ágústar Sigurðssonar dags. 17.09.15, umfang skipulags- og byggingarmála.
5.Velferðarráðuneytið, bréf dags. 04.09.15, umsókn um styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála.
6.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 01.09.15, boð á IX. Umhverfisþing 9. október 2015.
7.Þjóðarsáttmáli um læsi dags. 14.09.15
8.Framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi mótt. 16.09.15
9.Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11.09.15
10.Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. 24.08.15
11.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga, Fljótsdalshérað 8.-9. október 2015
12.Forsætisráðuneytið, bréf dags. 23.09.15, eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnalýsing.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason            Lilja Einarsdóttir


__________________________________________________
Kristín Þórðardóttir            Christiane L. Bahner