14. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 9.00.

Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sátu fundinn Böðvar Bjarnason og Guðni Kristinsson frá slökkviliðinu.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum. Örn ritaði fundargerð.

 1. Yfirlit um rekstur 2007.

  Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur, starfssemi og útköll ársins 2007.


 2. Fjárhagsáætlun 2008.

  Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. 

  Tillaga um breytingu, að ekki verði innheimt hjá aðildarsveitarfélögum vegna afskrifta fasteigna, véla og tækja. Samþykkt samhljóða. Tillaga um breytingu, kaup á stærra tæki, loftpressu, að upphæð 1 miljón króna. 

  Samþykkt samhljóða. 


  Framlögð fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða með framangreindum breytingum. 
  Rekstrargjöld án afskrifta eru áætluð 19.888.500,- kr. á árinu 2008 og skiptast milli aðildarsveitarfélaga í samræmi við fasteignamat.


 3. Önnur mál.

  Rætt um brunavarnareftirlit og brunavarnarmál.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 10:10

Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson 
Böðvar Bjarnason
Guðni Kristinsson