Byggðarráð Rangárþings eystra


F U N D A R G E R Ð


138. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 08:10

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð  og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1. Þjónustusamningur við Markaðsstofu Suðurrlands- framlenging.
Byggðarráð samþykkir að hækka framlagið í kr. 375,- á hvern íbúa.

2. Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi eystra 2015.
Samþykkt samhljóða.
      
Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:

1. 6. fundur jafnréttisnefndar 12.01.15 Fundargerðin staðfest. Skipun á nýjum varamanni:  Bjarki Oddsson skipaður varamaður í stað Eggerts Rúnars Birgissonar sem skipaður hefur verið aðalmaður.
2. 1. fundur markaðs- og atvinnumálanefndar 12.01.15 Staðfest.
3. 1. fundur orku- og veitunefndar 19.01.15 Fundargerðin staðfest og sveitarstjóra falið að ræða við orku- og veitunefnd varðandi athugasemdir við erindisbréf nefndarinnar.

Fundargerðir samstarfs sveitarfélga:

1. 235. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 06.01.15 Staðfest.
2. 39. fundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 22.01.15 Staðfest.

Mál til kynningar:

1. R3 Ráðgjöf, bréf dags. 15.01.15, menning er mikilvæg í ferðaþjónsutu.
2. 489. fundur stjórnar SASS 16.01.15
3. Viðlagatrygging Íslands, bréf dags. 16.01.15, mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá Viðlagatryggingu Íslands.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:54Ísólfur Gylfi Pálmason
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahne