134. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. ágúst 2014 kl. 08:10

Mætt: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Birkir Arnar Tómasson, varamaður Kristínar Þórðardóttur,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri  og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra, fyrri umræða.

Lagðar eru til breytingar á 49. gr.
2. liður  Fagráð Söguseturs:  Þrír aðalmenn og þrír varamenn.
3. liður Fjallskilanefnd Fljótshlíðar:  Einn aðalmaður og einn varamaður sbr. erindisbréf.
4. liður Fjallskilanefnd V-Eyjafjalla.  Tveir aðalmenn og tveir til vara sbr. erindisbréf.
9. liður Markaðs- og atvinnumálanefnd.  Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara sbr. erindisbréf.
10. liður Menningarnefnd.  Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara sbr. erindisbréf.
14. liður Skipulagsnefnd Rangárþings eystra.  Fimm aðalmenn og fimm til vara skv. 3 mgr.  6. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Samþykktunum vísað til síðari umræðu.

2. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 29.07.14, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007.  Um er að ræða leyfi til Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti til samkomuhalds 31. júlí til 4. ágúst 2014.
Staðfest.

3. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 22.08.14, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007.  Um er að ræða hátíðardansleik í tengslum við kjötsúpuhátíðina með hljómsveitinni Á móti Sól í Félagsheimilinu Hvoli 31. ágúst 2014
Staðfest.


4. Samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi eystra og greiðslur fyrir nefndastörf.
Breytingar á 5. gr. að fella út takmörkun sveitarstjórnarmanna á aukafundum sbr. samþykkt síðustu sveitarstjórnar.
Samþykkt með tveim atkvæðum.
Birkir Arnar Tómasson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

5. Erindi Hákons Guðmundssonar f.h. Húskarla ehf. Dags. 22.08.14, beiðni um greiðslufrest á gatnagerðar- og vatnstengigjöldum vegna byggingar íbúða í raðhúsi við Sólbakka 1-9 á Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða.

6. Fyrirspurn fulltrúa D-lista varðandi lagningu ljósleiðara og breytingartillaga við samþykkt um gatnagerðargjöld.

Gatnagerðargjöld. Breytingartillaga:

Breytingar við samþykkt á gatnagerðargjaldi.  Sveitarstjórn getur veitt sérstakan greiðslufrest á gatnagerðar- og tengigjöldum samkvæmt sérstökum greiðslusamningi.  

Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna samhljóða.

Eftirfarandi greinargerð fylgdi tillögunni:

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Hvolsvelli, einkum minna húsnæði eða leiguhúsnæði.  Nú þegar á sveitarfélagið til þó nokkrar lóðir tilbúnar til úthlutunar.  Þá er ljóst að aðgangur að lánsfjármagni er ekki jafn greiður og hann var fyrir „hrun“ og því mikilvægt að koma til móts við húsbyggjendur og þá um leið mynda hvata til framkvæmda.  Því leggjum við framangreinda breytingu til.
Birkir A. Tómasson
Kristín Þórðardóttir

Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista.

Á fundi orku- og veitunefndar Rangárþings eystra þann 31. mars s.l. var eftirfarandi samþykkt:

      „3. Lagning ljósleiðara í Rangárþingi eystra
       Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við RARIK, að lagt verði rör fyrir ljósleiðara 
       um leið og rafmagnsstrengir verði plægðir í jörðu.  Á þessu ári mun RARIK 
  plægja  jarðstreng frá Búðarhóli að Borgareyrum.  Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að lagt verði ídráttarrör fyrir ljósleiðara samhliða jarðstreng RARIK.“

Fundargerð nefndareinnar var staðfest af sveitarstjórn þann 10. apríl s.l., en gera átti hagkvæmnisgreiningu á framkvæmdaliðum fundargerðarinnar.

Nú hefur RARIK þegar lokið vinnu sinni, en engin ídráttarrör fyrir ljósleiðara verið lögð samhliða.  Því er spurt; hefur umrædd hagkvæmnigreining verið gerð, ef já, þá hverjar voru niðurstöður hennar, og ef ekki, hverjar eru ástæður þess ?
Bókun meiri hluta byggðarráðs.
Sveitarstjóri lagði fram svör frá fulltrúum RARIK þar sem fram kemur að öllum fjarskiptafyrirtækjum voru veittar upplýsingar um fyrirhugaðar háspennustrengslagnir RARIK á landinu og þessum fyrirtækjum boðið að leggja ljósleiðara/rör með í fyrirhuguðum útboðum.  Í sumar lagði RARIK háspennustrengi í A-Landeyjar frá Búðarhóli, framhjá Svanavatni og að Borgareyrum/Grenstanga.

Engar óskir komu frá fjarskiptafyrirtækjum um lagnir samhliða RARIK lögn á þessu svæði.  
Ég gerði sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa grein fyrir þessum lögnum nú í vor, en taldi sjálfur ekki ráðlagt að leggja rör samhliða háspennustrengjum.
Fyrir því eru nokkrar ástæður:
Í fyrsta lagi liggur nú þegar ljósleiðarastrengur þarna stóran hluta leiðarinnar og meðan ekki er útséð um hvort megi fara inná hann getur endanleg hönnun ekki farið fram.
Mjög gott er að plægja strengi á þessu svæði og því er sparnaður óverulegur.  Ljósleiðarastrengur á ekki samleið með háspennustrengjum nema hluta leiðarinnar þar sem ólíkar forsendur liggja að baki hönnun þessara kerfa.
Verið er að móta reglur í Innanríkisráðuneytinu varðandi framtíð ljósleiðaralagna á landinu og æskilegt væri að sjá þær reglur.

 Birkir Arnar Tómasson harmar að ekki hafi verið farið eftir samþykktum sveitarstjórnar 10 apríl sl. og raunveruleg hagkvæmnigreining verið framkvæmd.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1. Fundargerð upprekstraraðila á Fljótshlíðarafrétt 22.07.14 Staðfest.
2. Fundargerð fjallskilanefndar Fljótshlíðar 31.07.14 Staðfest.
3. Minnispunktar frá fundi nytjaréttarhafa undir Vestur-Eyjafjöllum 11.08.14 Staðfest.
4. Fundargerð fræðslunefndar Rangárþings eystra 21.08.14 Staðfest.

Fundargerðir samstarfs sveitarfélga:

1. 482. fundur stjórnar SASS 13.08.14

Mál til kynningar:

1. Vegagerðin, bréf dags. 22.07.14, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Forsætisvegar (nr. 2525) af vegaskrá.
2. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 03.07.14, deiliskipulag í Eylandi.
3. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 03.07.14, deiliskipulag í Varmahlíð.
4. Samráðshópur áfallahjálpar í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.
5. Jafnréttisstofa, bréf dags. 14.08.14, skyldur sveitarfélaga skamkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.
6. Vottunarstofan Tún efh., aðalfundarboð.
7. Leikskólinn Örk, umbótaáætlun og athugasemdir vegna skýrslu Námsmatsstofnunar. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:04


Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Birkir Arnar Tómasson