133. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 24. júlí 2014 kl. 08:10


Mætt: Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Kristín Þórðardóttir,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.


Dagskrá:


Erindi til byggðaráðs:

1. Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs til eins árs.
Ísólfur Gylfi Pálmason kjörinn formaður og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, varaformaður.  
Samþykkt með tveim atkvæðum.  KÞ sat hjá.

2. Björgunarsveitin Dagrenning, bréf dags. 02.07.14,  v/ Bleiksárgljúfurs og frágangs á svæðinu. 
Byggðarráð samþykkir að aðstoða við frágang og uppgræðslu við Bleiksárgljúfur.

3. Skipulags- og byggingarfulltrúi, minnisblað varðandi kynningarfund um rotþróarhugbúnað og reglulegar hreinsanir rotþróa í sveitarfélaginu.

Samþykkt að vinna kerfisbundið að hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu.

4. Menningarnefnd, tillaga um útnefningu bæjarlistamanns í sveitarfélaginu.

Byggðarráð fagnar tillögunni og samþykkir hana samhljóða.


5. Umhverfisstofnun, bréf dags. 10.07.14, endurgreiðsla og drög að samningi til sveitarfélaga vegna rafveiða.

Sveitarstjóra falið að vinna að samningi um refaveiðar.


6. Sýslumaðurinn á Hvolselli umsögn vegna leyfis fyrir gististað í flokki 3 í Kirkjulækjarkoti. 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.


7. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli umsögn vegna leyfis fyrir gististað í flokki 1 á Grenstanga í Austur-Landeyjum. 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

 

8. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli umsögn vegna leyfis fyrir gististað í flokki 1 í Hvolstúni 33 b, Hvolsvelli. 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.


9. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli umsögn vegna leyfis fyrir gististað í flokki 2 að Njálsgerði 15, Hvolsvelli. 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.


10. 23. Fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 22. júlí 2014.


SKIPULAGSMÁL


1404011 Eyland – Deiliskipulag landspildu
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,5 ha landspildu. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss, gestahúss og geymslu. Aðkoma að spildunni er um afleggjara af Akureyjarvegi nr.255. 
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 28. maí til 9. júlí 2014. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan samþykkt. 
Staðfest.


1310029 Núpsbakki – Landskipti
Landeigendur Núpsbakka ln. 175933, óska eftir því að tveimur lóðum verði skipt úr jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 26. júní 2014. Um er að ræða spildurnar Núpsbakka 3 og Núpsbakka vegstæði. Einnig er óskað eftir staðfestingu á afmörkun annarra spildna innan marka jarðarinnar. Lögbýlisréttur fylgir áfram Núpsbakka 1 ln.175933. Meðfylgjandi er landskiptagerð dags. 3. júní 2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og afmörkun jarðarinnar. Nefndin fer fram á að aðliggjandi jarðareigendur undirriti uppdrátt til samþykkis á landamerkjum. 
Staðfest.


1407005 Forsæti – Landskipti og samruni spildna
Klara Guðrún Hafsteinsdóttir kt. 090165-5939, óskar eftir því að skipta tveimur spildum úr landinu Forsæti land 199386, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 12. júní 2014. Um er að ræða spildurnar Ný spilda D, sem fær heitið Hrístjörn 52,6 ha. og spilduna Ný spilda C 7,8 ha. Einnig er óskað eftir því að spildan Ný spilda C verði sameinuð jörðinni Forsæti 1 ln. 219212. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samrunann. 
Staðfest.


1406039 Berjanes – Landskipti
Erna Árfells kt.110242-3609, f.h. landeigenda Berjanes ln.163932, óskar eftir að stofna þrjár lóðir úr landi Berjanes ln.163932 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 27. maí 2014. Um er að ræða lóðirnar Lóð A 1667m² fyrir íbúðarhús, Lóð B 1333m²  fyrir fjós og Lóð C 3067m²  fyrir fjárhús. Lögbýlisréttur fylgir áfram Berjanes ln.163932. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Staðfest.


1406037 Miðey – Landskipti
Halldór Guðmundsson kt.130663-2499, óskar eftir að stofna spildu úr jörðinni Miðey ln.163883 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 2. júní 2014. Um er að ræða 9,1 ha landspildu. Lögbýlisréttur fylgir áfram jörðinni Miðey ln. 163883. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Staðfest.


1407001 Ormsvöllur, Dufþaksbraut – Deiliskipulagsbreyting
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ormsvöll og Dufþaksbraut. Breytingin tekur til landnotkunar og breytingar á lóðastærðum og byggingarreitum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Ormsvallar, Dufþaksbrautar. 

Staðfest með tveim atkvæðum.  KÞ situr hjá. Kristín er ekki sannfærð um að sú breyting á landnotkuninni sem kveðið er á um í deiliskipulaginu sé rétt.


1404009 Hallskot lóð 13 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
Vegna ósamræmis við deiliskipulag fól skipulagsnefnd byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Grenndarkynning hefur farið fram og barst ein athugasemd. Athugasemd snýr að staðsetningu húss á lóð, stærð og útliti.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdar að hluta. Nefndin samþykkir veitingu byggingarleyfisins með þeim fyrirvara að sumarhúsið verði byggt innan byggingarreits skv. deiliskipulagi. Húsinu skal komið fyrir þannig innan byggingarreits að það falli sem best að landslagi svæðisins og núverandi byggðar. Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd sem snýr að stærð húss, þar sem nú þegar hafa verið byggð nokkur sumarhús á svæðinu í þessum stærðarflokki. 
Staðfest.


1406038 Húsadalur – Stöðuleyfi fyrir klósettgámum
Brynjólfur Flosason f.h. Stjörnunótt ehf. kt. 601211-0680, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur klósettgámum í Húsadal skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis fyrir tveimur klósettgámum í Húsadal til 1. október 2014
Staðfest.


Fundargerðir Rangárþings eystra 


1. 9. fundur Menningarnefndar Rangárþings eystra, 03.07.14. Staðfest.


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:1. 16. fundur Félagsmálanefndar Rang- og V-Skaftafellssýslu, 23.06.14. Staðfest.
2. 481. fundur stjórnar SASS,02.07.14.


Mál til kynningar:

1. Upplýsingar um Kötlu jarðvang.
2. Kostnaður og uppgjör vegna þjónustukorts Rangárþings og Mýrdal.
3. 817. fundur stjórnar Sambands íslenskrar sveitarfélaga.
4. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, umbótaáætlun móttekin. 
5. Þakkarbréf frá Carsten Hansen, danskur ráðherra.
6. Múlakot í Fljótshlíð, friðlýsing.
7. Boðun XXVIII, landsþings Samband íslenskra sveitarfélaga.
8. Ályktun, 9. fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málaefni norðurslóða. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05


Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir
Kristín Þórðardóttir