132. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 6. júní 2014 kl. 08:10

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, ,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.


Dagskrá:


Erindi til byggðarráðs:


1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, umsögn vegna leyfis fyrir EG verktakta ehf. kt. 491107-0300 gististað í flokki I (heimagisting) með starfsstöð í íbúð að Stóragerði 1a, Hvolsvelli.


Byggðarráð staðfestir umsögnina.


2. Bréf Guðjóns Antonssonar kt. 021144-7119 og Svanborgar E. Óskarsdóttur kt. 090456-2379, beiðni um endurgreiðslu fasteignagjalda vegna endurmats fasteigna á Skeggjastöðum.


Óskað hefur verið eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þessa máls. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:


1. Fundagerð 19. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra 28.05.14 Staðfest.
2. Fundargerð Hvolsskóla vegna knapamerkis 1 og 2  02.06.14 Staðfest.
3. Fundargerð13. fundar Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefndar 05.06.14 Staðfest.


Fundargerðir samstarfs sveitarfélga:


1. 158. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 12.05.14 Staðfest.
2.     7. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 29.04.14 Staðfest.
3. 479. fundur stjórnar SASS 13.05.14 


Bókun frá Kristínu Þórðardóttur varðandi 12. lið er tekið fram að á biðlista eftir hjúkrunarrými í Rangárvallasýslu séu 6 manns og 8 á biðlista eftir hvíldarrými. Ljóst er að misræmis gætir í þeim tölum sem gefnar hafa verið upp nú nýverið af hálfu Kirkjuhvols og þessa. Er afar óheppilegt að slíks misræmis gæti.


Fundargerðin staðfest.


4. Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 27.05.14, ásamt ársskýrslu bókasafnsins 2013. Staðfest.


5. 15. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.    26.05.14, ásamt tölvubréfi Ásgeirs Magnússonar 27.05.14 


Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað og óskað eftir frekari upplýsingum.


6. 156. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 29.04.14 Staðfest.


Mál til kynningar:


1. Minjastofnun Suðurlands, bréf dags. 28.04.14, Skógar undir Eyjafjöllum – deiliskipulagsbreyting.
2. Vegagerðin, bréf dags. 25.04.14, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu á Skúmsstaðavegi (nr. 2547) af vegaskrá.
3. Rauði kross Íslands, bréf dags. 13.05.14, boðun málþings um skýrslu vegna þeirra hópa sem eru félagslega berskjaldaðir.
4. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands til aðalfundar 2014.
5. Vegagerðin, bréf dags. 28.05.14, svar úthlutun úr styrkvegasjóði.
6. Fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16.05.14
7. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið dags. 02.06.14, ákvörðun um að veita auknu fjármagni til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sumarið 2014.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:18


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Guðmundur Ólafsson
Ísólfur Gylfi Pálmason