Fundagerð  menningarnefndar Rangárþings eystra

13. fundur opin fundur menningarnefndar Rangárþings eystra var haldinn í Lilta Salnum Hvolnum, Hvolsvelli, Mánudaginn 23.Mars 2015 kl 20:00.

Hugmyndin á bak við fundin var að ræða við aðila sem annað hvort standa að eða hafa áhuga á að koma að viðburðum í sveitarfélaginu.

Mættir voru:
Arna Þöll Bjarnadóttir
Bjarki Oddsson
Finnur Bjarki Tryggvason
Friðrik Erlingsson
Helga Guðrún Lárusdóttir

Gestir:
Dieter
Dorothee Lubecki
Ingibjörg Erlingsdóttir

Hér að neðan komma punktar sem fram koma á fundinum:

1.Dorothee Lubecki er menningarfulltrúi Suðurlands kynnti stöðu menningaráðs suðurlands, Dorothee varpaði fram þeirri hugmynd að stofna öflugt menningafélag suðurland

2.Bæjarlistamaður hugmyndir að framtíð stöðunnar í sveitarfélaginu
er hægt að búa til starf 
hvað væri hægt að bjóða uppá hátt hlutfall ? er það hægt yfirhöfuð 

3.Ingibjörg Erlings kom með þá tillögu að fá nemendur og/eða kennara frá listaháskólanum í workshop í sveitarfélaginu skaffa þeim húsnæði og fá þau í staðinn til að koma inní skólana og kynna listina fyrir nemendum og þeim sem áhuga hafa á að koma, jafnvel að halda opna sýningu

4.Friðrik Erlingsson kom með tillögu að gerð yrði könnun á elsta stigi, um hvort og þá hvar áhuginn liggur hjá nemendum varðandi listir, Bókmenntir, skrif, leiklist, o.fl. hægt væri að fá nokkuð ítarlegar upplýsingar ef blaði yrði dreyft og allir ættu að skila til kennara, og hugsanlega væri hægt að koma til móts við áhuga nemenda.

5.Húsnæði fyrir ungmenni(ungmennahús) hugmynd frá Ingibjörgu Erlings, um að nýta vestasta braggan sem nú er auglýstur til leigu, þar væri aðstaða til listmálunar, tónlist, lærdómsaðstaða, og aðrar tómstundir og listir

6.Friðrik Erlingsson kom með þá hugmynd, að unglingavinnan yrði með breyttu sniði hugsanlega væri hægt að fá Sigga Hróas, til að taka við börnunum og þau myndu vinna í búningum, og taka á móti gestum, lesa uppúr Njálu, skilmast, „unglingavinnan er að drepa sköpunargáfu barnanna í þeirri mynd sem hún er í dag,“(Friðrik Erlingsson.2015), Er hægt að hafa ákveðið mörg störf í boði fyrir börn á sumrin tengt list, kanski 5 störf í staðinn fyrir að vera í unglingavinnu. Væri hægt að ráða inn einn flokkstjóra til að stjórna listsköpun.

7.Hugmynd um að stofna einhverja grasrótarhreyfingu, sem myndi vera ákveðið utanumhald, fyrir þá sem hafa áhuga á að gera eitthvað í þágu listar á svæðinu.

8.Útisvið sem rætt hefur verið rætt um áður, hugmyndir af hvernig og hvar hægt væri að útfæra hugmyndina, Finnur Bjarki ætlar að vinna betur í útfærslu fyrir næsta fund.

9.Að sveitarfélagið taki það til skoðunar við ákvörðun á útleigu Braggans, að listþenkjandi fólk á svæðinu ættu greiðan aðgang að bragganum, þ.e. ef umsókn kemur inn verði hún skoðuð útfrá því hvort listþenkjandi fólk á svæðinu gæti þá nýtt húsnæðið í samstarfi við leigutaka.

10.Hugmynd vaknaði um að halda samráðsfund með ungmennaráði og íþrótta og æskulýðsnefnd, í tengslum við þau mál sem rædd voru á fundinum, 


Fundi slitið klukkan: 22:30