125. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 31. október 2013 kl. 08:10


Mætt:  Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri,  Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.


Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.


Erindi til byggðarráðs:


1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2013.  
Viðaukinn samþykktur samhljóða.


2. Frumvarp að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2014.


Frumvarpi að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2014, ásamt áætlun til 2017 vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.


3. Tillaga um breytingu á ungmennaráði.  Tillaga er um að Sigurður Anton Pétursson kt. 090699-3429 verði aðalmaður í ungmennaráði í stað Fanneyjar Úlfarsdóttur sem hefur beðist lausnar frá verkefninu.
Tillagan samþykkt samhljóða.


4. Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga fyrir árið 2014.
Afgreiðslu áætlunarinnar frestað.


5. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. árið 2014.
Fjárhagsáætlunin samþykkt.  


6. Umsókn um styrk til að kanna og setja af stað lífdísilframleiðslu fyrstu og annarrar kynslóðar.
Bókun:
Sveitarfélagið mun leggja fram húsnæði og aðstöðu við úrvinnslu gagna.  Það mun við endurskoðun Aðalskipulags, sem nú stendur yfir, leggja sérstaka áherslu á verndun góðs ræktunarlands og samfellu þess og þannig leggja drög að því að það nýtist til framtíðar.  Það mun, í því samhengi, leggja vinnu og kostnað í að meta landgæði í sveitarfélaginu með tilliti til ræktunarkosta og kortleggja það.  Sveitarfélagið á hlut í stórum landsvæðum sem heppilegar eru til tilrauna og framhaldsræktunar.   Jörðin Stórólfsvöllur er eitt þessara svæða, kostajörð bæði hvað varðar landgæði og staðsetningu.  Ytri-Skógar er önnur jörð sem sveitarfélagið á hlut í.  Þar er mikið landsvæði sem hægt er að rækta upp.
Bókunin samþykkt samhljóða.


Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:

1. 2. fundur Orku- og veitunefndar 16.10.13.  Staðfest.


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:

1. 135. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 21.10.13  Staðfest.
2.   35. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 22.10.13 Staðfest. 


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:

1. 2. stjórnarfundur Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
Staðfest.


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:

1. 230. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 10.10.13
2. 470. fundur stjórnar SASS 7.10.13
3. 155. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 01.10.13
4. 156. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 23.10.13

Mál til kynningar:

1. Borgar Ímynd, auglýsingastofa.  Kynningarbæklingur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
2. Minjavörður Suðurlands, bréf dags. 18.09.13 varðandi Hrútafellskot undir Eyjafjöllum Rangárþingi eystra.
3. 76. fundur þjónusturáðs 07.10.13
4. Landsbankinn, breyting á ábyrgð 14.10.13
5. Vegagerðin, bréf dags. 10.10.13, tilkynning um niðurfellingu Lindartúnsvegar (nr. 2527) af vegaskrá.
6. Héraðsskjalasafn Árnesinga, tólvubréf dags. 09.10.13, varðandi samstarfsverkefni í tenglsum við myndaverkfnið og safn Ottós Eyfjörð.
7. Fundargerð 1. verkfundur vegna gatnagerðar í Sólbakka, Hvolsvelli 15.10.13
8. Bréf sveitarstjóra Rangárþings eystra til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ varðandi verðkannanir í verslunum dags. 23.10.13
9. Í þínum sporum, bréf dags. 16.10.13, Dagur gegn einelti 8. nóvember 2013.
10. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 24.10.13, framlag vegna nýbúa 2014.
11. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dags. 23.10.13, 1. fjárhagsleg viðmið og upplýsingar um fjármál sveitarfélaganna, 2. Fjármálastjórn – óskir EFS um upplýsingar. 3. A-hluti samanbuður á ársreikningum 2012.
 

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Kristín Þórðardóttir

Lilja Einarsdóttir

Ísólfur Gylfi Pálmason

Guðmundur Ólafsson