124. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 08:10


Mætt:  Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri,  Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.


Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:


Erindi til byggðarráðs:


1. Lóðir við Sólbakka á Hvolsvelli, tillaga um að auglýsa lóðirnar.
Samþykkt. Þegar hefur ein umsókn borist.


2. Tillaga að gjaldskrá fyrir líkamsrækt og sund.
Samþykkt.


3. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 12.09.13, Múlakot í Fljótshlíð, friðlýsing og styrkur til aðkallandi verkefna.


Bókun byggðarráðs.


Múlakot – friðlýsing


Byggðarráð Rangárþings eystra fagnar því að í undirbúningi eru hugmyndir um friðlýsingu gömlu íbúðar- og veitingahúsa auk annarra húsa á gamla Múlakotsreitnum,en þar stunduðu Lára og Ólafur Túbals veitinga- og búrekstur auk þess sem Ólafur var þjóðkunnur listamaður.Í Múlakoti dvöldu margir þekktir listamenn á fyrri hluta síðustu aldar.  Einnig eru uppi hugmyndir um verndun og endurnýjun á  hinum merka skrúðgarði sem kenndur er við Guðbjörgu Þorleifsdóttur sem var frumkvöðull og aðalræktandi garðsins.  


 Byggðarráð leggur áherslu á það að nauðsynlegt er að eignarhald húsanna og garðsins verði ekki í einkaeigu þannig að opinberir aðilar geta komið að endurnýjun, viðhaldi og endurreisn þessa húsnæðis og skrúðagarðs. Byggðarráð fagnar og mælir með því að umrædd mannvirki og skrúðgarður verði friðlýst.


4. Kvoslækur ehf, bréf dags. 11.09.13, ósk um heimild til að skipuleggja á jörðinni 7 tæplega 5ha jarðarhluta undir íbúðabyggð við hlið lögbýlisins Kvoslækur II.


Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.


5. Tölvupóstur frá Vigfúsi Andréssyni dags. 18.09.13 varðandi innheimtu á fasteignagjöldum. Sveitarstjóri hefur kallað fyrirtækið Motus  og Lögheimtuna til fundar með sveitarstjórn til þess að farar yfir vinnuferla varðandi innheimtumál. 
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:


1. 154. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 18.09.13


Mál til kynningar:


1.  Brunabót, bréf dags. 06.09.13, Ágóðahlutagreiðsla 2013.
2.  Samkeppniseftirlitið, bréf dags. 13.09.13, varðandi erindi Gámaþjónustunnar til Samkeppniseftirlitsins, dags. 01.03.13
3.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 09.09.13, flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar vegna utanvegaaksturs.
4.  Vegagerðin, bréf dags. 12.09.13, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðri-Kvíhólmavegar (nr. 2375) af vegaskrá.
5.  Vegagerðin, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta héraðsvegarins Borgareyrarvegar (nr. 2416) af vegaskrá.
6.  Ásahreppur, bréf dags. 13.09.13, félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
7.  Skaftárhreppur, bréf dags. 23.09.13, , félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
8.  Skaftárhreppur, bréf dags. 12.09.13, endurnýjaðar samþykktir SASS.
9.  Minnispunktar frá kynnigarfundi með Guðmundi Tryggva Ólafssyni, framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands 10.09.13
10. Fundargerð 808. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 13.09.13
11. Umboðsmaður Alþingis, bréf dags. 06.09.13, skýrsla umboðsmanns Alþingis 2012.


      Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.00Guðlaug Ósk Svansdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðmundur Ólafsson