122. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 11. júlí 2013 kl. 10:30

Mætt:  Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri,  Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:

1. Kosning oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar til eins árs.
Haukur G. Kristjánsson kjörinn oddviti og Guðlaug Ósk Svansdóttir, varaoddviti.
Samþykkt samhljóða.

2. Guðrún Markúsdóttir, bréf dags. 18.06.13, beiðni um fjárframlag vegna tónlistarkennslu – Suzuki kennslu.

Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi um hugsanlegar leiðir.

3. Bréf frá íbúum við Túngötu og Hlíðarveg dags. 21.06.13 vegna umgengnismála.

Bréfriturum þökkuð ábendingin og þegar hefur verið brugðist við erindinu.

4. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 19.06.13, umsögn vegna gististaðs í flokki II, að Nýbýlavegi 44, Hvolsvelli.

Guðlaug Ósk Svansdóttir vék af fundi undir þessum lið og tók Lilja Einarsdóttir við stjórn fundarins.
Erindið staðfest.

Guðlaug Ósk Svansdóttir mætir á fundinn að nýju og tekur við stjórn fundarins.

5. Skipulagsstofnun, bréf dags. 13.06.13,  beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur verið sent erindið til afgreiðslu

6. Umhverfisstofnun, bréf dags. 25.06.13, tilnefning fulltrúa í vinnuhóp.

Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi er tilnefndur sem aðalfulltrúi í vinnuhópinn og Guðlaug Ósk Svansdóttir til vara.

7. Skólaþjónusta í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, ósk um afstöðu til hjálagðar hugmyndar frá Ásgeir Magnússyni, sveitarstjóra í Vík. 

Byggðarráð tekur vel í hugmyndirnar og hvetur til þess að unnið verði áfram að endurskipulagningu sameiginlegrar skólaþjónustu í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu þar sem Skólaskrifstofa Suðurlands hættir starfssemi sinni um næstu áramót. 

8. Ályktun byggðaráðs Rangárþings eystra um GSM dreifikerfi í Rangárþingi eystra

Byggðaráð Rangárþings eystra hvetur til þess að GSM dreifikerfi símafyrirtækja verði eflt þannig að samband sé tryggt hvar sem er í byggð.

Í Rangárþingi eystra er vaxandi fjöldi ferðamanna og fyrir hendi er náttúruvá eins og alkunna er. Víða í sveitarfélaginu er GSM samband  það lélegt að símtöl slitna iðulega, eða ekkert samband næst á ákveðnum svæðum.  Þetta er bagalegt nú á tímum, þegar farsíminn er jafn mikið notaður og raun ber vitni og er mikilvægt öryggistæki. Gsm samband telst einnig til búsetuskilyrða nú til dags.

Ályktunin samþykkt samhljóða.

9. Ályktun Byggðráðs vegna skerðingar á þjónustustigi póstþjónustu í Rangárþingi eystra.

Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir þeirri skerðing sem orðið hefur á póstþjónustu  við íbúa sveitarfélagsins. 

Undafarin ár hefur póstþjónustu í sveitarfélaginu hrakað verulega og berst póstur seint og illa. Í dreifbýli hafa póstkassar verið færðir fjær hýbýlum fólks án undanfarandi samþykkis þeirra með tilheyrandi óhagræði  fyrir íbúa.

10. Ársreikningur Kirkjuhvols 2012 lagður fram. 
Ársreikningurinn samþykktur.

11. Ársreikningur  Byggingafulltrúaembættis Rangárþings bs. 2012.
Ársreikningurinn samþykktur.

12. Samkomulag um landbótaáætlun fyrir Almenninga 2013-2017.
Landbótaáætlun fyrir Almenninga 2013-2017 samþykkt samhljóða.

13. Umsögn vegna kaupa á Torfastöðum 1 og 3 af Jarðeignadeild ríkisins.
Byggðarráð mælir með því að Vilmundur R. Ólafsson og Helga Sigurðardóttir fái jarðirnar keyptar enda hafa þau setið jörðina vel.

14. Erindi Tónsmiðju Suðurlands sem vísað var til byggðarráðs á síðasta sveitarstjórnarfundi.

Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi um hugsanlegar leiðir.

15. Drög að nýjum samþykktum sveitarstjórnar, fyrri umræða.
Drögunum vísað til síðari umræðu.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagins

1. Minnispunktar frá fundi um lausagöngu búfjár 10.06.13

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 5. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 24.06.13  Staðfest.
2. Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu 12.06.13 Staðfest.
3. 12. fundur Héraðsnefndar Rangæinga 12.06.13 Staðfest.
4. 227. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 26.06.13
5. Fundur í stjórn Skipulags-og byggingarfulltrúaembættis Rangárþings 01.07.13
Staðfest.

Mál til kynningar:

1.   Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, drög að bréfi dags. 15.06.03, uppsögn á leigusamningi.
2.   Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, bréf 11.06.13, styrkir til atvinnulífs og stefna í atvinnumálum.
3.   Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 07.06.13, úthlutun úr Námsgagnasjóði.
4.   Siglingastofnun, bréf móttekið 27.06.13, tilkynning um stofnun Samgöngustofu.
5.   HJÁ Ingvarsson ehf, 21. Verkfundur Íþróttamiðstöðvar á Hvolsvelli 21.06.13
6.   Fundargerð aðalfundar Strandarvallar 20.05.13, ásamt ársreikningi 2012.
7.   Lögmenn Suðurlandi, afsal vegna Öldubakka 3, Hvolsvelli.
8.   Fundargerð 807. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28.06.13
9.   Sorpstöð Suðurlands, kynningarfundur 21. Ágúst 2013 um mögulegt framtíðarsamstarf SOS og SORPU.
10. Guðni Þorvaldsson f.h. meirihluta ítölunefndar dags. 28.06.13 svar við bréfi Rangárþings eystra til ítölunefndar fyrir Almenninga dags. 24.06.13
11. Landgræðsla ríkisins, bréf dags. 27.06.13, vegna bréfs sveitarstjórnar Rangárþings eystra dags. 24.06.13, um ákvörðun hlutdeildar  býla í ítölu Almenninga.
     
      Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:40

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðmundur Ólafsson