Fundargerð
12. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn 
mánudaginn 7. október 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson.

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1309017 Kvoslækur – Ósk um heimild til skipulagsgerðar
1310016 Ytri-Skógar – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
1310007 Fljótsdalur – Landskipti
1310008 Sólbakki – Ósk um breytingu á deiliskipulagi


BYGGINGAMÁL:
1310009 Ysta-Bæli – Byggingarleyfisumsókn /umsókn um niðurrif
1310010 Smáratún - Viðbygging við íbúðarhús / Breytingar
1310011 Réttarmói 8 -  Byggingarleyfisumsókn
1310012 Fagribakki -  Byggingarleyfisumsókn
1309016 Hallskot lóð 9 - Byggingarleyfisumsókn


ÖNNUR MÁL:
1310013 Vallarbraut 16 – Umsókn um stöðuleyfi
1310014 Stóra-Mörk 2 - Umsókn um stöðuleyfi
1310015 Sögusetrið á Hvolsvelli – Leyfi fyrir skilti
1310017 Drög að gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Rangárþings eystra

SKIPULAGSMÁL

1309017 Kvoslækur – Ósk um heimild til skipulagsgerðar
Eigendur jarðarinnar Kvoslækur í Fljótshlíð óska eftir heimild til að skipuleggja á jörðinni sjö tæplega 5 ha. jarðarhluta undir íbúðabyggð. 
Óskað er eftir því að sveitarstjórn  Rangárþings eystra samþykki þessi áform við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið svo unnt verði að vinna að deiliskipulagi á jörðinni svo fljótt sem verða má.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði íbúðabyggð að Kvoslæk í endurskoðun aðalskipulags sem er í ferli. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa greinargerð með rökstuðningi nefndarinnar fyrir sveitarstjórn skv. umræðum á fundinum. Einnig leggur nefndin til að eigendum jarðarinnar verði veitt heimild til deiliskipulagsgerðar. 

1310016 Ytri-Skógar – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
Lýsingin tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Áformað er að skilgreina svæði fyrir verslun og þjónustu að Ytri-Skógum , til að bæta aðstöðu fyrir ferðaþjónustu á staðnum, m.a. vegna hugmynda um byggingu hótels á svæðinu. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Ytri-Skóga. Nefndin mælist til þess að lýsingin verði kynnt almenningi eins og skipulagslög gera ráð fyrir. 

1310007 Fljótsdalur – Landskipti
Runólfur Runólfsson  kt. 241033-3929, óskar eftir að stofnaðar verði tvær lóðir úr jörðinni Fljótsdalur ln. 164005, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða lóðirnar Fljótsdalur lóð 1, 2.100m² lóð undir farfuglaheimili mhl.02 og Fljótsdalur lóð 2, 1.676m² lóð undir íbúðarhús og geymslu mhl. 17 og 19. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Fljótsdalur ln.164005.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

1310008 Sólbakki – Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Hákon Mar Guðmundsson fh. Húskarla ehf kt. 670505-1700 óskar eftir því að breyting verði gerð á lóðinni Sólbakka 1-9 á Hvolsvelli,sem heimili byggingu 7 íbúða raðhúss í stað 5 íbúða.
Meðfylgjandi eru drög að teikningum frá teiknistofunni Pro-Ark.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. 


BYGGINGAMÁL

1310009 Ysta-Bæli – Byggingarleyfisumsókn /umsókn um niðurrif
Sólveig Svana Tómasdóttir kt. 110545-4799 f.h. erfingja dánarbús Tómasar Ólafs Ingimundarsonar kt. 220719-3599, óskar eftir leyfi til að rífa sumarhús mhl.01 og geymslu mhl.02, á lóðinni Yzta-Bæli lóð 163735. 
Þá óska eigendur jafnframt leyfis ef til kemur að byggja sumarhús á lóðinni síðar meir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir niðurrif bygginganna. Ekki er unt að taka afstöðu til byggingarleyfis fyrir sumarhúsi skv. meðfylgjandi gögnum. Sækja þarf formlega um byggingarleyfi og skila inn fullnægjandi gögnum til byggingarfulltrúa sé óskað eftir leyfi til byggingar sumarhúss á lóðinni. 


1310010 Smáratún - Viðbygging við íbúðarhús / Breytingar
Sigurður Eggertsson kt. 200942-3969, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytinum  á gluggum við íbúðarhúsið í Smáratúni. Landnr. 164062, fastanr. 219-4147,skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform.


1310011 Réttarmói 8 -  Byggingarleyfisumsókn
Svavar Valdimarsson kt. 191250-4869  sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Réttarmói 8 landnr. 208136, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Guðjóni Þórissyni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform. 


1310012 Fagribakki -  Byggingarleyfisumsókn
Guðmundur Svavarsson kt. 2301634489, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Fagrabakki landnr. 218837, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Pró- Ark teiknistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform.


1309016 Hallskot lóð 9 - Byggingarleyfisumsókn
Hilmar Alfreð Alfreðsson kt. 120759-5159, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarbústað á lóðinni, Hallskot lóð 9 landnr. 164103 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mansard teiknistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform. 

ÖNNUR MÁL:

1310013 Vallarbraut 16 – Umsókn um stöðuleyfi
Rangárþing eystra kt.470602-2440  sækir um stöðuleyfi fyrir geymsluskúr við sundlaugina á Hvolsvelli. Geymslan er ætluð fyrir búnað vegna sundkennslu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir geymsluskúrnum til eins árs. 


1310014 Stóra-Mörk 2 - Umsókn um stöðuleyfi
Birna Sigurbjörg Benidiktsdóttir kt. 080660-3409, sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni Stóra-Mörk 2 land 191742 landnr. 191742 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með fyrirvara um leyfi landeiganda, að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsinu til eins árs. 


1310015 Sögusetrið á Hvolsvelli – Leyfi fyrir skilti
Rangárþing eystra kt. 470602-2440, sækir um leyfi til að setja upp skilti við Sögusetrið á Hvolsvelli.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir skiltinu.


1310017 Drög að gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembætti
Rangárþings eystra
Kynning á drögum af nýrri gjaldskrá fyrir embættið. 
Drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembætti 
kynnt fyrir nefndarmönnum. Almennar umræður um gjaldskrá. 


Fundi slitið kl. 11:50


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Elvar Eyvindsson
Kristján Ólafsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson