118. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 08:20

Mætt:  Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:

1. Forvarnabókin, bréf dags. 08.02.13, beiðni um styrk að upphæð                       kr. 75.000,-
Erindinu hafnað.

2. Námsmatsstofnun, bréf dags. 07.02.13, mat á Leikskólanum Örk haustið 2013.
Lagt fram til kynningar.

3. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 07.02.13, auglýsing um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmót UMFÍ og 29. Landsmót UMFÍ 2021.
Lagt fram til kynningar.

4. Tillaga um að keyptur verði bíll sem tengist starfssemi Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, sem notaður verður í tengslum við starfssemi heimilisins og sveitarfélagsins ef þurfa þykir.  Áætlað kaupverð verði ekki hærra en kr. 2.000.000,-

Samþykkt samhljóða að kaupa bíl fyrir Kirkjuhvol.  Samþykktur er viðauki við fjárhagsáætlun Kirkjuhvols vegna þessara kaupa.

5. Tillaga.
Byggðarráð samþykkir að mynda starfshóp vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag m.a. Hamragarða, Þórsmörk o.e.t.v. víðar.
     
      Samþykkt samhljóða að mynda framangreindan starfshóp.  Eftirtaldir      
      verði í starfshópnum: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson og
      Kristín Þórðardóttir. 

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:

1. 464. fundur stjórnar SASS 08.02.13
2. 146. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 15.02.13

Mál til kynningar:

1. Síminn, bréf dags. 06.02.13, við erum á leiðinni til þín.
2. 5. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs 29. janúar 2013.
3. Geosites í Rangárþingi eystra 19. febrúar 2013.
4. Minjastofnun Suðurlands, bréf dags. 07.02.13, aðalskipulagsbreyting í Rangárþingi eystra des. 2012.
5. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 06.02.13, eftirlit með fjölda skóladaga á skólaárinu 2011/2012.
6. HjÁ Ingvarsson ehf., 13. verkfundur Íþróttamiðstöð, tengibygging 08.02.13
7. Velferðarráðuneytið, bréf dags. 12.02.13, reglugerð um uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga til leiguíbúða.
8. XXVII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 15.03.13, dagskrá.
9. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 14.02.13, XXVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 19.02.13, samgönguáætlun 2011-2022, kynningarrit.
11. Bréf Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Rangárþings eystra til Héraðsnefndar Rangæinga: Rannsóknin Ungt fólk (í Rangárvallasýslu) til kynningar fyrir sveitarstjórn Rangárþings eystra.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10

   
Guðlaug Ósk Svansdóttir   
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir    
Guðmundur Ólafsson