116. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 30. nóvember 2012 kl. 08:20

Mætt:  Lilja Einarsdóttir, Elvar Eyvindsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:

1. Betri byggð um allt land, bréf dags. 02.11.12, umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi.
Styrkbeiðni hafnað.

2. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli, dags. 10.211.12, umsögn vegna leyfis fyrir gististað flokknum II í íbúðarhúsi að Hellishólum í Fljótshlíð.
Staðfest.

3. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli, dags. 10.11.12, umsögn vegna endurnýjunar leyfis fyrir gististað í flokknum II að Hellishólum í Fljótshlíð.
Staðfest.

4. Kvennaathvarf, bréf dags. okt. 2012, umsókn um rekstrarstyrk árið 2013.
Samþykkt að veita styrk kr. 100.000,-

5. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 13.11.12, umsókn UMFÍ um IPA styrk.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að skólahúsnæðið í Skógum verði nýtt undir starfssemi lýðháskóla.

6. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 13.11.12, samstarf vegna umsóknar um IPA styrk.
Samþykkt og vísað til bókunar sveitarstjórnar 8. nóvember 2012.

7. SASS, bréf dags. 12.11.12, aukaaðalfundur SASS 14. desember 2012, kjörbréf o.fl.
Sömu fulltrúar tilefndir og sátu aðalfund SASS 2012 19. október sl.  Ágústi Inga Ólafssyni falið að ganga frá kjörbréfum.

8. Héraðssambandið Skarphéðinn, bréf dags. 22.11.12, beiðni um styrk.
Samþykkt að veita styrk kr. 90,- á íbúa sveitarfélagsins.

9. Skipulagsstofnun, bréf dags. 09.11.12, áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í  Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012 og minnisblað frá Skipulagsstofnun.
      Erindinu vísað til skipulags- og bygginganefndar.

10. Aðalfundur Rangárbakka ehf.
      Samþykkt að Guðmundur Ólafsson verði fulltrúi Rangárþings eystra. 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1. Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga dags. 20.11.12, ásamt fjárhagsáætlun 2013 og breytingatillögu á erindisbréfi stjórnar Héraðsbókasafnsins.
        Samþykkt að vísa afgreiðslu fundargerðarinnar til sveitarstjórnar.

2.  8. fundur heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar 21.11.12
     Staðfest.    

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:

1. Fjallabak, fundargerð 06.11.12 Staðfest.
2. Fundur í stjórn Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings 10.11.12 Staðfest.
3. Fundur í stjórn Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings 15.10.12 Staðfest.
4. Fundur í stjórn Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings 22.10.12 Staðfest.
5. Aðalfundur Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings 06.11.12, ásamt ársreikningi 2011. Staðfest.

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:

1. SASS, fundargerð starfshóps 13.11.12
2. 222. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands 13.11.12

Mál til kynningar:

1. HJ Ingvarsson ehf, verkfundur tengibyggingar Íþróttamiðstöðvar 08.11.12
2. Viðlagatrygging Íslands, bréf dags. 09.11.12, ákvörðun um tjónabætur vegna Seljalandsskóla.
3. Tilraunaverkefni um lýðháskóla að Skógum 2013-2015.
4. SASS, bréf dags. 12.11.12, ályktanir ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2012.
5. Félags tónlistarskólakennara, bréf dags. 12.11.12, tilnefningar í fagráð tónlistarskóla, vettvang Félags tónlistarskólakennara um fagleg málefni.
6. Sóknaráætlun landshluta, skapalón fyrir sóknaráætlun landshluta, haustið 2012.
7. Kynning á hugmyndum um stofnun lýðháskóla á Skógum, minnispunktar frá fundi á Skógum 09.11.12
8. Samtök atvinnulífsins, bréf dags. 13.11.12, STARF – ný þjónusta við atvinnuleitendur og fyrirtæki.
9. Félagsþjónusta Rangárvallasýslu bs., bréf dags. 15.11.12, húsnæðisþörf fatlaðra í Rangárþingi eystra.
10. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 16.11.12, áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.
11. Samþykktir Vina Þórsmerkur.
12. Mýrdalshreppur, bréf dags. 05.11.12, embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
13. Sýnataka á hreinsivirkni fráveitu á Hvolsvelli Rangárþingi eystra 2. október 2012.
14. Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 31.10.12, ákvörðun um að leggja niður starfsemi á umdæmisskrifstofunni á Selfossi frá og með næstu áramótum.
15. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, bréf dags. 12.11.12, hreinsivirki fráveitu Hvolsvallar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40

  
Guðlaug Ósk Svansdóttir              
Elvar Eyvindsson
Lilja Einarsdóttir     
Guðmundur Ólafsson