11. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn 
mánudaginn 9. september 2013, kl. 11:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.


Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi . Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Ingibjörg Erlingsdóttir.


Fundargerð ritaði Anton Kári HalldórssonEfnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1303002 Stóra-Mörk - Aðalskipulagsbreyting
1303003 Moldnúpur – Aðalskipulagsbreyting
1303004 Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting
1308030 Rauðaskriður – Deiliskipulag
1308032 Móeiðarhvoll – Deiliskipulag
1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag
1309002 Þórsmörk - Deiliskipulag
1309007 Hvolsvöllur/Miðbær – Endurskoðun deiliskipulags


ÖNNUR MÁL:
1309003 Skeggjastaðir land 4 – Stöðuleyfisumsókn
1309004 Stóra-Mörk lóð – Stöðuleyfisumsókn
1309005 Skeggjastaðir land 21 – Stöðuleyfisumsókn
1305004 Seljalandsfoss – Framlenging á stöðuleyfiSKIPULAGSMÁL


1303002 Stóra-Mörk - Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 14,4 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 


1303003 Moldnúpur - Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 4,7 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 1303004 Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 27 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Vegagerðin gerir athugasemd í umsögn sinni við tillöguna, að ekki séu sýndar tengingar lóðanna við Leirnaveg 243. Vegagerðin telur að um eina tengingu eigi að vera að ræða. Nefndin bendir á að tengingar við Leirnaveg verða útfærðar í deiliskipulagi sem nú er í vinnslu.
Veðurstofan geriri í umsögn sinni athugasemd við staðsetningu frístundasvæðisin með tilliti til flóðhættu vegna hlaupa í Svaðbælisá. Nefndin bendir á að í stórum hluta sveitarfélagsins stafar hætta af jökulhlaupum í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjalla og Mýrdalsjökli. Umrædd aðalskipulagsbreyting tekur aðeins til fimm lóða og engar áætlanir um frekari uppbygingu á svæðinu. Nú þegar hefur verið byggt á einni lóðinni. Gildandi viðbragðsáætlanir skipta miklu máli í þessu samhengi og til staðar er viðvörunarkerfi sem miðlar upplýsingum til íbúa og ferðamanna. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 


1308030 Rauðuskriður – Deiliskipulag
Steinsholt sf. fyrir hönd landeigenda óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar  og leggur fram deiliskipulagslýsingu fyrir tillöguna. Áformað er að byggja upp ferðamannaaðstöðu og að afmarka svæði fyrir frístundabyggð. Einnig er óskað eftir því að gert verði ráð fyrir frístundasvæði í landi Rauðuskriða í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimild til deiliskipulagsgerðar verði veitt og lýsing tillögunnar samþykkt. Nefndin leggur til að frístundasvæði í landi Rauðuskriða verði afmarkað í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra sem nú stendur yfir. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar megingforsendur deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra og einnig verður tillagan í fullu samræmi við endurskoðað aðalskipulag sem nú er í vinnslu. 


1308032 Móeiðarhvoll – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og tveggja gestahúsa/geymslna á lóðinni Móeiðarhvoll 2 lóð ln.164318. 
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra.


1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir Hamragarða – Seljalandsfoss unna af Steinsholti sf. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að koma í veg fyrir átroðning og umhverfisspjöll á svæðinu, bæta þjónustu við ferðamenn og efla atvinnu á svæðinu.  
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt fyrir almenningi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1309002 Þórsmörk - Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir Þórsmörk. Gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir ferðamannastaði á Þórsmerkursvæðinu. Þeir staðir sem um ræðir eru við Gígjökul, í Básum, í Slyppugili, í Langadal, Húsadalur og nágrenni hans, beggja vegna væntanlegrar göngubrúar yfir Markarfljót. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt fyrir almenningi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1309007 Hvolsvöllur/Miðbær – Endurskoðun deiliskipulags
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði endurskoðun deiliskipulags miðbæjarsvæðisins á Hvolsvelli. ÖNNUR MÁL:


1309003 Skeggjastaðir land 4 – Stöðuleyfisumsókn
Ósk María Ólafsdóttir kt. 271268-3949, sækir um stöðuleyfi fyrir rútu sem notuð er sem skjól fyrir hross og verkfærageymsla á lóðinni Skeggjastaðir land 4 ln. 193106, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. 


1309004 Stóra-Mörk lóð – Stöðuleyfisumsókn
Freyja Bergþóra Benediktsdóttir kt. 280653-4709, sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni Stóra-Mörk 2 land 191742, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda að veita stöðuleyfi til eins árs.


1309005 Skeggjastaðir land 21 – Stöðuleyfisumsókn
Guðrún Björg Ólafsdóttir kt. 170455-7899, sækir um stöðuleyfi fyrir gámi sem notaður er sem útigeymsla á lóðinni Skeggjastaðir land 21 ln. 199784, skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. 


1305004 Seljalandsfoss – Framlenging á stöðuleyfi
Heimir Freyr Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir, sækja um framlengingu á stöðuleyfi fyrir veitingavagni að Seljalandsfossi.
Samþykkt að framlengja stöðuleyfi til 31. Janúar 2014.Fundi slitið kl. 12:45