11. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2002-2006, haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, 13. júlí 2004, kl. 14:00.

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Jónas Jónsson, Ólafur Eggertsson, Bergur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Eyjaþóra Einarsdóttir, varamaður Tryggva Ingólfssonar. Auk þeirra sitja fundinn Guðmundur Einarsson, Sverrir Magnússon, Guðmundur Pétur Guðgeirsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Frá Vegagerðinni mæta á fundinn Svanur Bjarnason, Jón Smári Lárusson og Gylfi Júlíusson.

Valtýr Valtýsson setti fund og stjórnaði honum.

1. Kosning í nefndir:
a) Fjárhagsnefnd.
Tilnefndir eru: Guðmundur I. Gunnlaugsson, Ólafur Eggertsson og Lúðvík Bergmann.

b) Allsherjar- og veganefnd.
Tilnefnd eru: Bergur Pálsson, Eyjaþóra Einarsdóttir og Jónas Jónsson.
Samþykkt samhljóða.

Reikningar lagðir fram:
Ársreikningar fyrir Byggða- og héraðsskjalasafnið Skógum, ferðaþjónustu og Samgönguminjasafn Íslands ásamt samstæðureikningi þessara rekstrarþátta lagðir fram.

Guðmundur Pétur Guðgeirsson frá BVT ehf. skýrði ársreikningana.

Skýrsla safnvarðar Byggðasafnsins í Skógum:
Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri flutti skýrslu.

Umræður urðu um reikningana og þeim síðan vísað til fjárhagsnefndar.

Sverrir Magnússon og Guðundur Pétur Guðgeirsson viku af fundi, kl. 15:20.

Ársreikningur Héraðssjóðs Rangæinga lagður fram:
Guðmundur Einarsson skýrði reikninginn.

Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga lagður fram:
Guðmundur Einarsson skýrði reikninginn.

Umræður urðu um reikningana og þeim síðan vísað til fjárhagsnefndar.

Erindi sem borist hafa:

Vegagerðin:
Svanur Bjarnason, Gylfi Júlíusson og Jón Smári Lárusson, fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fundinn, kl 16:00.
Svanur skýrði safnvegaáætlun 2004-2007.
Vísað til allsherjar- og veganefndar.
Fulltrúar Vegagerðarinnar yfirgáfu fundinn kl. 17.00.

Kaup Héraðsnefndar Rangæinga á húseignum Héraðsskólans í Skógum:
Vísað til alsherjarnefndar.

Bygginganefnd íþróttahúss FSu.v/afnota af íþróttahúsi:
Vísað til allsherjarnefndar.

Sýslumaðurinn á Hvolsvelli v/fána:
Vísað til fjárhagsnefndar.

IBM v/fjarfundarbúnaðar:
Vísað til fjárhagsnefndar.

Jón R. Hjálmarsson v/byggingar smáhýsis:
Vísað til alsherjar- og veganefndar.

Fundargerðir 15., 16., 17., 18. og 19. funda byggingarnefndar íþróttahúss FSu.:
Vísað til fjárhagsnefndar.

Fundargerðir 97., 98. og 99. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga, 12/7´04:
Vísað til fjárhagsnefndar.

2. Fundargerðir lagðar fram:
a) Samráðsnefnd Héraðsnefnda Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 19/3´04.
Samþykkt samhljóða.

b) Sameiginlegur fundur Héraðsnefnda Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 30/4´04.
Samþykkt samhljóða.

c) Fundur fulltrúa Héraðsnefnda Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu með erfingjum gefenda jarðarinnar Ytri-Skóga, dagsett 30/4´04.
Til kynningar.

3. Málefni Tónlistarskóla Rangæinga:
Lagt er til að gerður verði ótímabundinn ráðningarsamningur við Lazlo Czenek skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga í samræmi við ákvæði kjarasamnings.
Samþykkt samhljóða.

4. Málefni Skóga:
a. Lagt er til að erindi Jóns R. Hjálmarssonar um heimild fyrir byggingu smáhýsis við sumarbústað í Skógum, sem lagt var fyrir allsherjar- og veganefnd, verði vísað til skipulags- og bygginganefndar Rangárþings eystra til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

b. Lagt er til að Héraðsnefnd Rangæinga mæli með því að Byggðasafnið í Skógum geri tilboð í kaup á húsi Erlu Þorbergsdóttur í Skógum.
Samþykkt samhljóða.

c) Lagt er til að Héraðsnefnd Rangæinga sendi bréf til Vegagerðarinnar með tilmælum um að sem allra fyrst verði hafin gerð nýs aðkomuvegar að safninu í Skógum.
Samþykkt samhljóða.

d) Fundargerð Byggðasafnsins í Skógum, 12/7´04:
Samþykkt samhljóða.

5. Álit nefnda, umræður og afgreiðsla mála:

Fundur í fjárhagsnefnd Héraðsnefndar 13. júlí 2004.
Í nefndinni eru Guðmundur I. Gunnlaugsson, formaður, Ólafur Eggertsson og Lúðvík Bergmann. Að auki sitja fundinn Guðmundur Einarsson frá Fannberg ehf. og Valtýr Valtýsson.

1. Lagt er til að ársreikningur Héraðssjóðs verði samþykktur.
2. Lagt er til að ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga verði samþykktur.
3. Lagt er til að ársreikningur Byggðasafnsins í Skógum verði samþykktur.
4. Beiðni frá Sýslumanninum á Hvolsvelli um að gerður verði sýslufáni ásamt 50 borðfánum til gjafa og notkunar hjá embættinu. Fjárhagsnefnd mælir með því að gerðir verði 100 borðfánar og 5 fánar miðað við 6 m. stöng.
5. Til kynningar: Fundargerð Byggingarnefndar FSu nr. 15. - 19. Guðmundur Ingi kynnti að fjárhagsrammi byggingarinnar hefði staðist í megin dráttum. Byggingin verði afhent fyrir upphaf skólastarfs í haust 2004.
6. Erindi frá IBM um hvort Héraðsnefnd vilji framlengja leigusamning á fjarfundarbúnaði, skila honum eða kaupa búnaðinn. Fjárhagsnefnd nælir með því að búnaðurinn verði leigður áfram til eins árs.
7. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga nr. 97., 98. og 99. með umsögn frá Málflutningsstofunni á Selfossi. Yfirlit unnin af Fannbergi ehf. yfir útreikninga á greiddum launum skólastjórans og reiknuðum launum skv. kjarasamningi miðað við fjölda nemenda í skólanum og forskóla. Yfirlit yfir ekna km. kennara á milli vinnustöðva og umreiknað yfir í klst. fjölda. Samkvæmt bókun í 99. fundargerð 12/7´04, leggur skólanefndin til að gert verði upp við kennara og skólastjóra skv. framlögðum yfirlitum. Tillaga skólanefndar er byggð á áliti lögmanna. Fjárhagsnefnd tekur undir með skólanefnd og mælir með því að skólanefndin fái umboð Héraðsnefndar til að ganga frá við kennara og skólastjóra á þeim nótum sem nefndar hafa verið.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð fjárhagsnefndar samþykkt samhljóða.


Fundur í allsherjar- og veganefnd 13/7´04.
Í nefndinni eru: Jónas Jónsson, formaður, Bergur Pálsson og Eyjaþóra Einarsdóttir. Einnig sat Valýr Valtýsson hluta fundarins.
1. Safnvegir.
Lagt er til að safnvegaáætlun Vegagerðarinnar 2004-2007 verði samþykkt.
2. Kaup Héraðsnefndar á húseignum Héraðsskólans í Skógum.
Fram kom að allar sveitarstjórnir í Rangárvallasýslu séu samþykkar því að fara í viðræður við menntamálaráðuneytið um hugsanleg kaup á húseignunum. Lagt er til að formanni Héraðsnefndar verði falið að vinna áfram að málinu og kalla til oddvita Ásahrepps og Rangárþings eystra til viðræðna við menntamálaráðuneytið.
3. Afnot af íþróttahúsi FSu.
Samþykkt að senda bréf Byggingarnefndar íþróttahúss FSu. dagsett 27/6´04, til sveitarstjórna í Rangárvallasýslu til kynningar.
4. Jón R. Hjálmarsson v/byggingar smáhýsis.
Nefndin lýsir sig andvíga hugmyndinni en vísar afgreiðslu erindisins til fullskipaðrar Héraðsnefndar, 4. lið á dagskrá fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð allsherjar- og veganefndar samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál:
Lagt fram bréf frá SSK, dagsett 29/6´04.
Vísað til haustfundar Héraðsnefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00.

Fundarmenn fóru síðan til sameiginlegs kvöldverðar að fundi loknum.