11. fundur  Heilsu-, íþrótta-  og æskulýðsnefndar  Rangárþings eystra var haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli, miðvikudaginn 2. október 2013 kl. 18.00. Mætt voru Lilja Einarsdóttir, Guðrún Ósk Birgisdóttir, Helgi Jens Hlíðdal, Tinna Erlingsdóttir, Björgvin Daníelsson. Lilja Einarsdóttir stjórnaði fundinum og Ólafur Örn Oddsson ritaði fundagerð.

 

Dagskrá:

 

1.     Málefni Íþróttamiðstöðvar  – Hrafnkell Stefánsson

 

a)     Líkamsræktin er komin á fullt og aðsókn hefur verið ágæt. Hann talaði um það að stundum færi fólk beint upp í líkamsræktina án þess að láta við því þyrfti að koma fyrir einhverskonar hliði við tröppurnar svo að starfsfólk gæti fylgst betur með. Einnig þyrfti að koma upp eftirlitsmyndavélum í líkamsræktinni, en verið er að vinna í því máli.

b)    Nýtingin á húsinu er góð hún og hún er svipuð eins og verið hefur. Á síðasta ári komu 37.000 manns í sund fyrir utan skóla. Í heild voru um 50.000 manns sem sóttu íþróttamiðstöðina.

c)     Rætt var um gæslu í íþrótta-  og samfellustarfi. Starfsmenn sundlaugar sjá um gæslu í íþrótta og sundtímum  en ef um marga klefa er um að ræða er erfitt að manna gæslu.

d)    Áhaldageymsla fyrir sundlaugina er væntanleg á næstu dögum.

e)     Hrafnkell nefndi að það væri gott að fá myndavélar ofan í sundlaugina og vaktturn til að bæta aðstöðu við eftirlit í framtíðinni.  

f)      Rætt var um möguleika hvernig eigi að gera íþróttamiðstöðina líflegri; bikaraskápur, myndir, stólar ofl. var nefnt í því sambandi. Einnig þarf að innrétta forstöðumannaherbergi. Ólafur Örn kannar það fyrir næsta fund og kemur með tillögur fyrir næsta fund.  Hrafnkell yfirgaf fundinn.

2.     Félagsmiðstöðin Tvisturinn, dagskráin í vetur  – Þröstur Freyr Sigfússon.

a)     Þröstur fór yfir stöðu mál og sýndi dagatal fyrir veturinn. Hann hefur aukið opnunartíma fyrir elstu krakkana. Hann talar um áhuga að opna félagsmiðstöðina á mánudagskvöldum og þriðjudögum fyrir  8 – 10. bekki.

b)    Hann  er spenntur að fara með krakkana einu sinni í mánuði  í félagsheimilin sem sveitafélögin eiga og hafa þannig félagsmiðstöðina hreyfanlega og nýta jafnframt félagsheimilin sem sveitafélagið á . Einnig lýsti hann yfir áhuga að hafa félags­miðstöðina opna föstudagskvöld einu sinni í mánuði. 

c)     Það hafa verið að koma 80 - 90 krakkar í félagsmiðstöðina á viku. Þröstur ætlar að kynna félagsmiðstöðina betur fyrir foreldrum og börnum og senda dagskrá fyrir hvern mánuð til foreldra hún verður líka aðgengileg á netinu.

d)    Hann talar um að gott væri að fá eldavél og uppþvottavél. Lilja bað hann búa til lista um það sem vantar.

e)     Þröstur ræddi að það væri gott að hægt væri að leiga út salinn fyrir barnaafmæli. Þresti var falið að finna verð fyrir það.

f)      Farið var yfir húsnæðismál og ljóst að kjallarinn undir tónlistarskóla er ekki nothæfur fyrir félagsmiðstöð. Anton Kári skipulags- og byggingafulltrúi kannaði málið til hlítar. Í raun myndi rými félagsmiðstöðvar ekki aukast nema um örfáa fermetra og alls ekki forsvaranlegt að fara í þær framkvæmdir á þeim forsendum gefnum.

g)     Auglýst verður eftir nýjum starfsmanni til að vinna á kvöldin kona er æskileg. Azfar sem verið hefur í starfinu er að hætta.

h)    Búið er að skipa í Tvistráð.

i)       Ungmennakvöldin 16 - 20 ára, sem ungmennaráð Rangárþings eystra kom með tillögu að á sl. vetri nú möguleg á föstudagskvöldum.  Lilja leggur til að Þröstur komi á fyrsta fund með nýskipuðu ungmennaráði þau vinni skipulagið í samvinnu við hann. Var það samþykkt samhljóða.

Þröstur yfirgaf fundinn.

 

3.     Staða mála í málaflokknum – Ólafur Örn Oddsson, Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra.

a.     Samfellan byrjaði strax og skólinn og fer vel af stað.

b.     Líkamsræktarsalurinn er kominn í notkun Verðskráin í líkamsrækt kynnt.

c.      Heilsuvikan ný af staðin. Hún heppnaðist vel og verða fleiri fyrirlestrar það sem eftir lifir árs.

d.     Landsmót Samfés – Helgina 4. – 6. október verður landsmót Samfés haldið á Hvolsvelli. Alls koma um 400 ungmenni, þau gista í skólanum en halda þing og borða í íþróttahúsinu. Auk þess verða þau með smiðjur víðsvegar um þorpið.

 

4.     Tillaga að tilnefningum ungmenna í ungmennaráð Rangárþings eystra veturinn 2013 - 2014.

 

 

Aðalmenn

Varamenn

Grunnskólanema

 

Pétur Magnús Pétursson

040398-3099

Aron Örn Þrastarson

170998-3249

Gunnlaugur Friðberg Margrétarson

120198-3009

María Ársól Þorvaldsdóttir

240299-2839

 

 

 

Framhaldsskóla-nema

Hrafnhildur Hauksdóttir

040996-2579, 

Bjarki Oddsson

230593-2139

Guðrún Ósk Jóhannsdóttir

170595-3519

Kristþór Hróarsson

260795-2529

 

 

 

Dímon, Íþróttafélag

Sigurður Borgar Ólafsson

230895-2959

Kolbrún Gilsdóttir

191296-2819

 

 

 

KFR, Knattspyrnufélag

Berglind Inga Eggertsdóttir 180998-2929

Lilja Sigurðardóttir

060898-2439

 

 

 

GHR, Golfklúbbur

Jón Sigurðsson

010693-3819

Ekki tiltækur

 

 

 

Ýmir, Björgunarfélag

Harpa Sif Þorsteinsdóttir

010294-3129

Birgir Svanur Björgvinsson

211093-3159

 

 

 

Geysi, Hestamannafélag

Fanney Úlfarsdóttir

020294-3029

Ekki

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

5.     Heilsueflandi grunnskóli. Lilja viðraði hugmynd heilsueflandi grunnskóla.  Formaður fór yfir ráðstefnu sem hún sótti nú á haustdögum til kynningar og var samróma álit nefndarmanna að málefnið væri áhugavert og vert að skoða betur.

 

Fundi slitið. 20:00.

 

 

 

Lilja Einarsdóttir

Guðrún Ósk Birgisdóttir

Helgi Jens Hlíðdal

Tinna Erlingsdóttir

Björgvin Danílesson