11. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í fjarfundastofu í Tónlistarskólanum fimmtudaginn 13. desember 2012 klukkan 17:00.

Mættir voru:  Guðlaug Ósk Svansdóttir, Esther Sigurpálsdóttir, Benedikt Benediktsson,  Oddný Steina Valsdóttir, Lárus Bragason, Heiða Scheving leikskólastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks Hvolsskóla, Unnur Óskarsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans boðaði forföll, Berglind Bjarnardóttir fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla, Ólöf Bjarnadóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans. Gestir fundarins voru Eggert Birgisson kokkur, Ingibjörg Erlingsdóttir  trúnaðarmaður starfsfólks Hvolsskóla og Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri SKS.
Fundagerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir

Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður fræðslunefndar setti fund kl. 17:00

Dagskrá fundarins:

1. Eggert Birgisson yfirmatráður/kokkur segir frá breytingum sem gerðar voru á starfsemi mötuneytanna á báðum skólastigum.
Eggert sagði frá því að í janúar á þessu ári hafi verið  hafist handa við þá vinnu að sami kokkur myndi sjá um matinn fyrir bæði leik- og grunnskóla. Gera þurfti breytingar á eldhúsi leikskólans fyrir samstarfið og kaupa ný tæki. Eggert segir að þetta gangi mjög vel. Sami matur er á báðum stöðum og áherslubreytingarnar eru þær að maturinn er í hollari kantinum og er fiskur 2 viku, rétt eins og Lýðheilsustöð mælir með. Lítið er notast við unnar vörur, 7 vikna matseðill er í gangi þá er sami matur á 7 vikna fresti. Flutningarnir á matnum milli leik- og grunnskóla ganga vel.
Mikil almenn ánægja er með þetta fyrirkomulag og nefndin hrósar Eggerti fyrir góða skipulagningu og góðan mat.

2. Starfið í Hvolsskóla og niðurstöður samræmdu prófanna.
Sigurlín sagði frá því að núna væri námsmat í gangi í Hvolsskóla. Rætt var um veikindaleyfi og mannaráðningar í tengslum við þær.
Sjálfsmatshópurinn hefur haft í nógu að snúast, búið er að leggja fyrir kannanir fyrir eldri nemendur skólans og lokahönd hefur verið lögð á bæði starfsmanna og foreldrakannanir.
Sigurlín fór yfir niðurstöður samræmdu prófanna.
Mennta- og menningamálaráðuneytið sendi bréf til sveitarfélagsins með fyrirspurn varðandi styttingu skólaársins úr 180 dögum í 170 daga og hefur bréfinu verið svarað. Eftir áramótin verður spurt um styttingu skólaársins í könnunum bæði til foreldra og starfsmanna og verða þá teknar ákvarðanir um framhaldið.

3. Stafið í Leikskólanum Örk.
Heiða leikskólastjóri kom með bæði skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans og var farið yfir hvoru tveggja.
Sagt var frá ósk foreldra að breyta fyrirkomulaginu varðandi fundardagana. Mönnun leikskólans er góð og því hefur gengið vel að finna aðra fundartíma.
Sérkennslustjórastaðan er laus og þar að auki vantar í 50% stöðu.
Ákveðið var að fundarmenn fengju að rýna í áætlanirnar og myndu spyrja Heiðu út í á næsta fundi.
Fyrirspurn kom varðandi ung börn á leikskólann. Yfirleitt fá börn yngri en 14 mánaða ekki pláss í leikskólann. Að sinni hefur engin umsókn borist fyrir yngri börn, þrátt fyrir að engin dagmóðir sé í sveitarfélaginu. Dæmi eru þó um að 12 mánaða gömul börn séu tekin inn, ef mönnun og aðstæður leyfa.
Námsmatsstofnun hefur sent bréf varðandi úttekt á leikskólanum og fagnar leikskólastjóri því ef Leikskólinn Örk yrði fyrir valin að þessu sinni.

4. Bréf frá starfsfólki leikskólans og Hvolsskóla um gerð skólastefnu fyrir Rangárþing eystra.
Fræðslunefnd barst bréf frá leikskóla- og grunnskólakennurum þess efnis að þeir óska eftir því að taka þátt í gerð skólastefnu.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni vegna þess hversu áhugasama starfsmenn við höfum í leik- og grunnskólum  og að þeir eru tilbúnir að láta gott af sér leiða til uppbyggingar og vinnu við gerð skólastefnu í sveitarfélaginu okkar.

5. Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands kynnir gerð skólastefnu fyrir sveitarfélög.
Kristín fór yfir mikilvægi þess að skólar hafi skólastefnu. Skólastefnan gerir kröfur til skólastjórnenda, starfsfólks skólanna, sveitarfélaga og samfélagsins alls.
Nefndin leggur til að skólastjórnendur og formaður fræðslunefndar setji saman  stýrihóp og óskar eftir því við sveitarstjórn að stýrihópur fái verkefnisstjóra til að stýra verkefninu.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 19:30.

Guðlaug Ósk Svansdóttir                                                             
Berglind Bjarnadóttir
Benedikt Benediktsson                                                            
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving                                                                            
Pálína Björk Jónsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir                                                               
Esther Sigurpálsdóttir 
Ólöf Bjarnadóttir                                                                           
Lárus Bragason