10. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn 
fimmtudaginn 1. ágúst 2013, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.


Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Hafsteinn Bergmann Gunnarsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.


Fundargerð ritaði Anton Kári HalldórssonEfnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1301019 Fimmvörðuskáli – Deiliskipulag 
1306087 Baldvinsskáli – Deiliskipulag
1304005 Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
1304004 Hrútafellskot – Deiliskipulag
1307021 Ystabælistorfa 1-5 – Deiliskipulag
1307049 Miðey – Deiliskipulag 
1307009 Þórólfsfell - Landskipti


BYGGINGARMÁL:
1304001 Hallskot lóð 1 – Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar
1307050 Hallskot lóð 10 – Byggingarleyfisumsókn 
1307051 Syðsta-Grund – Byggingarleyfisumsókn / umsókn um niðurrif
1307052 Butra - Byggingarleyfisumsókn


ÖNNUR MÁL:
1307053 Íþróttavöllur, Hvolsvelli – Leyfi fyrir útikennslustofu
1307020 Kirkjuhvolsreitur lóðir 1-9 – Lóðarumsókn
1307054 Seljalandsfoss – Fyrispurn vegna veitingatjalds
1307010 Eyvindarholt – Stöðuleyfisumsókn
1306105 Sámsstaðir 1, lóð 4 – Stöðuleyfisumsókn
1307055 Skeggjastaðir land 26 – Stöðuleyfisumsókn
1307056 Íþróttavöllur, Hvolsvelli – Leyfi fyrir skiltiSKIPULAGSMÁL


1301019 Fimmvörðuskáli – Deiliskipulag 
Um er að ræða svæði við Fimmvörðuskála, Fimmvörðuhálsi. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs fjallaskála og salernishúss. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og umhverfisskýrslu fyrir Fimmvörðuskála.
1306087 Baldvinsskáli – Deiliskipulag
Tillagan tekur til endurbyggingar Baldvinsskála, geymslu, skálavarðarhúss og snyrtiaðstöðu á Fimmvörðuhálsi. Um er að ræða tillögu sem var endurauglýst vegna formgalla frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Baldvinsskála.


1304005 Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla sem m.a. tekur til byggingar hótels. 
Um er að ræða tillögu sem var endurauglýst vegna formgalla frá 29. maí 2013, með athugasemdafresti til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla. 


1304004 Hrútafellskot - Deiliskipulag
Tillagan tekur til byggingar frístundarhúss og endurbyggingar núverandi bygginga. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 29. maí 2013, með athugasemdafrest til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu fyrir Hrútafellskot


1307021 Ystabælistorfa 1-5 – Deiliskipulag
Tillagan tekur til bygginga frístundahúsa á lóðunum Ystabælistorfu 1, 2, 3 og 5. Einnig er gert ráð fyrir byggingu hesthúss á lóð nr. 1. Lóðirnar eru 5,4 ha og er aðkoma frá Leirnavegi nr. 243. Tillagan er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem hefur nú þegar verið auglýst. 
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagsbreytingu sem þegar hefur verið auglýst. 


1307049 Miðey – Deiliskipulag 
Steinsholt sf. f.h. Rafnars Rafnarssonar kt. 160768-5689, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir um 8 ha spildu úr jörðinni Miðey. Tillagan mun taka til byggingar tveggja íbúðarhúsa, hesthúss og skemmu. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili deiliskipulagsgerð. Nefndin leggur til að fallið verði frá gerð lýsingar fyrir tillöguna skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur tillögunanr liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 


1307009 Þórólfsfell - Landskipti
Rangárþing eystra kt. 470602-2440 óskar eftir því að stofna lóð undir fjarskiptahús á Þórólfsfelli skv. meðfylgjandi umsókn og uppdrátum.  Lóðin verður stofnuð úr Fljótshlíðarafréttur ln.164079.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að stofnuð verði 400m² lóð undir tækjahús úr Fljótshlíðarafrétt ln. 164079. Nefndin bendir á að um er að ræða viðkvæmt svæði og því ber að gæta fyllstu varkárni í umgengni og takmarka umferð vélknúinna ökutækja eins og kostur er. 


 

BYGGINGARMÁL:


1304001 Hallskot lóð 1 – Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar
Byggingarleyfisumsókn Vals Andersen kt.270847-2699, um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Hallskot lóð 1 ln.164096, var grenndarkynnt fyrir hlutaðeigandi aðilum. Athugasemdir bárust frá JURALIS, Sveini Guðmundssyni f.h. lóðarhafa á lóð nr. 3 að Hallskoti, Aðalbjargar Guðgeirsdóttur. Athugasemdir snúa að staðsetningu og stefnu húss innan lóðar.  Einnig bárust athugasemdir frá öðrum aðilum sem umsóknin var ekki grenndarkynnt fyrir og snéru þær athugasemdir einnig að staðsetningu og stefnu sumarhússins innan lóðarinnar. 
Nefndin tekur tillit til allra athugasemda og samþykkir að byggingin verði staðsett innan byggingarreits og að mænisstefna verði eins og fram kemur í samþykktu deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform fyrir frístundahúsi á lóðinni Hallskot lóð 1 ln. 164096.


1307050 Hallskot lóð 10 – Byggingarleyfisumsókn 
Jörundur Kristjánsson kt.170373-4139, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Hallskot lóð 10 ln.164104 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af  Verkfræðistofu Erlends Birgissonar. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sumarhúsi á lóðinni Hallskot lóð 10 ln.164104 með fyrirvara um að deiliskipulag svæðisins verði tekið til endurskoðunar.


1307051 Syðsta-Grund – Byggingarleyfisumsókn / umsókn um niðurrif
Sigurður Hallgrímsson, f.h. Elíasar Skúla Skúlasonar kt. 160865-3189, sækir um leyfi til að endurbyggja fjós, mhl. 08 og að byggja við það á jörðinni Syðsta-Grund ln.163802 skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Arkþing. Notkun byggingarinnar eftir breytingar verður frístundahús og hesthús. Einnig er sótt um leyfi til að rífa gamla hlöðu mhl. 05. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform. Sækja þarf um undanþágu skv. 1.tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Nefndin samþykkir einnig niðurrif á mhl.05. 


1307052 Butra - Byggingarleyfisumsókn
Ágúst Jensson kt. 020481-5959, sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á lóðinni Butra lóð ln. 219324, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkfræðistofu Erlends Birgissonar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir byggingaráform með fyrirvara um samþykki landeiganda. Sækja þarf um undanþágu skv. 1.tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.


ÖNNUR MÁL:


1307053 Íþróttavöllur, Hvolsvelli – Leyfi fyrir útikennslustofu
Rangárþing eystra kt. 470602-2440, sækir um leyfi til að setja upp útikennslustofu, sunnan við íþróttavöllinn á Hvolsvelli skv. meðfylgjandi uppdráttum. 
Samþykkt. Nefndin bendir að öll umgengni um svæðið verði til fyrirmyndar. 
1307020 Kirkjuhvolsreitur lóðir 1-9 – Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt.670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni nr. 1-9 við ónefnda götu á Kirkjuhvolsreitnum.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslu umsóknarinnar til byggðarráðs. 


1307054 Seljalandsfoss – Leyfi fyrir veitingatjaldi
Kristín Guðbjartsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. kt. 650213-1730, óskar eftir heimild til að setja upp veitingatjald við veitingavagn fyrirtækisins að Seljalandsfossi skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu.


1307010 Eyvindarholt – Stöðuleyfisumsókn
Kjartan Garðarsson kt. 130555-7649, sækir um stöðuleyfi fyrir færanlegu húsi á svokölluðum Langhólma í landi Eyvindarholts skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs með fyrirvara um samþykki landeiganda.


1306105 Sámsstaðir 1, lóð 4 - Stöðuleyfisumsókn
Baldur Gunnlaugsson kt. 050569-3069, sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða aðstöðuhúsi á lóð sinni Sámstaðir 1, lóð 4 ln.203796, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.


1307055 Skeggjastaðir land 26 - Stöðuleyfisumsókn
Jón Bertel Jónsson kt. 211171-3329, sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóð sinni Skeggjastaðir land 26, ln.204223, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.


1307056 Íþróttavöllur, Hvolsvelli – Leyfi fyrir skilti
Ólafur Örn Oddsson f.h. Rangárþings eystra kt. 470602-2440, sækir um leyfi til uppsetningar á skilti við aðkomuna að íþróttavellinu Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi gögnum. 
Samþykkt.Fundi slitið kl. 11:45