10. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í Skógum mánudaginn 19. október 2009, kl. 13:00

Mætt: Eydís Þ. Indriðadóttir, Sigurbjartur Pálsson, Þorgils Torfi Jónsson, Ólafur E. Júlíusson, Ólafur Eggertsson, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

Formaður héraðsnefndar, Elvar Eyvindsson, setti fund:

  1. Málefni eldri borgara:
    Kynnt fundargerð frá fundi sem Örn Þórðarson sveitarstjóri Rangárþings ytra átti með fulltrúum úr stjórn félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Héraðsnefnd fellst á þau sjónarmið, sem koma fram í fundargerðinni, þ.e. að heimila einstaklingum, sem ekki eru skráðir félagar í félagi eldri borgarara í Rangárvallasýslu þátttöku í því tómstundarstarfi, sem kostað er af héraðsnefnd, gegn greiðslu sérstaks námskeiðsgjalds. Þá samþykkti héraðsnefnd að kosta innkaup á vörum sem notaðar eru í föndurkennslu eldri borgara, gegn því að leiðbeinendur innheimti síðan þennan efniskostnað hjá þátttakendum í námskeiðum.


  2. Önnur mál:
    Lagt fram bréf frá landeigendafélagi Almenniga, þar sem kynnt voru þau áform félagsins að byrja að nýta afréttinn til upprekstrar að nýju. Bréfinu var vísað til Gróðurverndar-nefndar Rangárvallasýslu til umfjöllunar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14,00

Elvar Eyvindsson, formaður
Guðmundur Einarsson, fundarritari.