- Visit Hvolsvöllur
- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
1. fundur í skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra
mánudaginn 22. okt. 2012, kl. 9.30, í Hvolnum, Hvolsvelli.
Mætt á fundinn:
Haukur Kristjánsson, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristján Ólafsson, Elvar Eyvindsson.
Guðmundur Ólafsson var ekki mættur, né heldur varamaður hans.
Anton Kári Halldórsson byggingarfulltrúi, Hjálmar Ingvasson byggingafræðingur og frá
Steinsholti sf. Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson
Dagskrá.
Efnisyfirlit:
LANDSKIPTI:
SKIPULAGSMÁL:
001-2012 – Þórunúpur
002-2012 – Stóra-Mörk
003-2012 - Hallskot
BYGGINGARMÁL:
001 -2012 – Sperðill
002 -2012 – Drangshlíð
003 -2012 – Brúnavellir
004 -2012 – Móeiðarhvoll
005 -2012 – Þórunúpur
Haukur Kristjánsson oddviti setti fund og gerði tillögu um Guðlaugu Svansdóttur sem
formanni nefndarinnar og Guðlaug gerði tillögu um Hauk sem varaformann.
Fundarritari þessa fundar er Ásgeir Jónsson Steinsholti sf.
Samþykkt samhljóða.
SKIPULAGSMÁL
001-2012 – Þórunúpur
Ark-þing f.h. Lýsis hf. leggja fram deiliskipulagstillögu sem tekur til um 12 ha svæðis
landnr. 212981 úr landi Þórunúps. Tillagan tekur til tveggja lóða sem hvor um sig er um
6,2 ha. Á hvorri lóð er heimilað að byggja allt að 160 m² frístundahús og 30 m²
geymslu. Aðkoma er frá Vallarkróksvegi, nr. 262 og liggur um land Kotvallar.
Samþykkt að fresta málinu þar til gögn um leyfi landeiganda liggur fyrir vegna
aðkomu að skipulagssvæðinu.
002-2012– Stóra-Mörk
Ragnheiður Brynjólfsdóttir óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir land-
spildur úr landi Stóru-Merkur II. Þá er óskað eftir að svæðið verði skilgreint sem
frístundasvæði í aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Samþykkt að skilgreina nýtt frístundasvæði í landi Stóru-Merkur í aðalskipulagi.
Samþykkt að heimila landeigenda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags skv. 41 gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
003-2012 – Hallskot
Steinsholt óskar eftir heimild til endurskoðunar deiliskipulags fyrir Hallskot í Fljótshlíð,
fyrir hönd landeiganda, en gildandi skipulag er frá 1991. Gert er ráð fyrir að skipulagið
verði uppfært á nákvæmum kortagrunni, byggingarreitir rýmkaðir og byggingarmagn
aukið.
Samþykkt að heimila endurskoðun deiliskipulags.
BYGGINGARMÁL:
001 - 2012 Sperðill Vestur- Landeyjum
Þröstur Ólafsson Sperðli sækir um leyfi til að byggja 132,8 viðbyggingu við núverandi
íbúðarhús að Sperðli í Vestur- Landeyjum samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingaráform eru samþykkt . Sækja þarf um undanþágu skv. 1 tl. ákvæða til
bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er falið að ljúka
málinu.
002 - 2012 Drangshlíð land 19202R
Jón Guðmundsson ehf sækir um leyfi til stækkunar á gistirými og móttöku í gistihúsi við
Drangshlíð um 174,3 m2 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingaráform eru samþykkt . Sækja þarf um undanþágu skv. 1 tl. ákvæða til
bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er falið að ljúka
málinu.
003 - 2012 Brúnavellir í Austur-Landeyjum
Sveinbjörn Benediktsson kt:021144-4529 sækir um stöðuleyfi til byggingar á 31 m²
frístundahúsi við austurhlið íbúðarhúss síns við Brúnavelli samkvæmt meðfylgjandi
teikningum. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna.
Samþykkt að veita stöðleyfi til eins árs.
004 - 2012 Móeiðarhvoll 2
Birkir Arnar Tómasson sækir um leyfi til viðbyggingar og stækkunar á vélageymslu um
56,4 m2 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingaráform eru samþykkt . Sækja þarf um undanþágu skv. 1 tl. ákvæða til
bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er falið að ljúka
málinu.
005 - 2012 Þórunúpur
Sigurður Hallgrímsson arkitekt f.h. Lýsis ehf sækir um leyfi til að byggja 2 heilsárs-
hús 149,7 m2 að stærð í landi Þórunúps samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Ekki
liggur fyrir staðfest deiliskipulag.
Frestað.
ÖNNUR MÁL:
Greint var frá stöðu deiliskipulags við Skóga.
Setja þarf nefndinni erindisbréf. Formanni nefndarinnar falið að vinna drög að því í
samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00
Haukur Guðni Kristjánsson
Elvar Eyvindsson
Kristján Ólafsson
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Gísli Gíslason
Anton Kári Halldórsson
Hjálmar Ingvarsson
Ásgeir Jónsson