1. Fundur haldinn í Jafnréttisnefnd Rangárþings eystra 1. nóvember í Pálsstofu kl 20:00


Mættir voru, Ísólfur Gylfi Pálmason, Ingibjörg Marmundsdóttir, Önundur Björnsson og Ragnhildur Jónsdóttir.
Ísólfur Gylfi setti fundinn

 

Ingibjörg er kosinn formaður og stýrir fundi . Ragnhildur kosinn ritari

Ísólfur vék af fundi

 

Tekið er fyrir fyrsta mál á dagskrá : Jafnréttisáætlun

Jafnréttisnefnd er gert samkvæmt lögum að móta jafnréttisáætlun og skal hún vera tilbúin innan árs frá sveitastjórnarkosningum.
Rætt var um hvernig nefndin skyldi haga sínum störfum og var ákveðið að leita ráða og gagna hjá Jafnréttisstofu. Ingibjörg tók að sér að hafa samband við Jafnréttisstofu.

Fleira er tekið fyrir og fundi slitið kl 20:45

Ingibjörg Marmundsdóttir

Ragnhildur Hrund Jónsdóttir

Önundur Björnsson