1. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2006 til 2010, haldinn í Hvoli á Hvolsvelli miðvikudaginn 5. júlí 2006 kl: 14,00.

Mætt: Unnur Brá Konráðsdóttir, Haukur Kristjánsson, Eydís Indriðadóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Ólafur Eggertsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Kjartan Magnússon og Guðmundur Einarsson.

Aldursforseti héraðsnefndar, Ólafur Eggertsson setti fund og bauð fólk velkomið. Fól hann Guðmundi Einarssyni að rita fundargerð.

1. Kosningar:

Oddviti héraðsnefndar var kjörin Unnur Brá Konráðsdóttir.
Varaoddviti héraðsnefndar var kjörinn Þorgils Torfi Jónsson.
Ritari héraðsnefndar var kjörin Eydís Indriðadóttir.
Skoðunarmenn héraðsnefndar voru kjörnir Björn Guðjónsson og Sveinbjörn Jónsson.

2. Lögð var fram tillaga um að oddvita, varaoddvita og ritara yrði falið að endurskoða hlutverk héraðsnefndar. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Skipan í nefndir og stjórnir:

Byggðasafnið í Skógum.
Í stjórn voru kjörin; Þorgils Torfi Jónsson, Ólafur Eggertsson og Elvar Eyvindsson. Í varastjórn voru kjörin Eydís Indriðadóttir, Haukur Kristjánsson, og Kjartan Magnússon.

Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga.
Formaður var kjörin, Eydís Indriðadóttir, meðstjórnendur voru kjörin, Gísli Stefnánsson og Halldóra Magnúsdóttir.
Varamenn í skólanefnd voru kjörin; Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurbjartur Pálsson og Kjartan Magnússon.

Skoðunarmenn voru kjörnir; Björn Guðjónsson og Sveinbjörn Jónsson.

Ritsjórn Goðasteins.
Formaður var kjörinn, Jón Þórðarson, meðstjórnendur voru kjörin, Magnús Finnbogason og Halldóra Þorvarðardóttir.
Varmenn í ritstjórn voru kjörin; Pálína Jónsdóttir og Unnar þór Böðvarsson.

Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Aðalmaður var kjörinn, Þórir Björn Kolbeinsson.
Til vara er fulltrúi frá Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu.

Fjárhagsráð Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Aðalmaður var kjörinn, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
Til vara er fulltrúi frá Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu.

Skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni.
Aðalmaður var kjörin, Unnur Brá Konráðsdóttir.
Til vara er fulltrúi frá Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hf.
Aðalmaður var kjörinn, Ólafur Eggertsson.
Varamaður var kjörinn, Þorgils Torfi Jónsson.

Skipan í eftirtaldar nefndir var frestað.
Náttúruverndarnefnd, gróðurverndarnefnd, menningarmálanefnd og umferðar- öryggisnefnd.

4. Þóknun héraðsnefndar, annarra nefnda og skoðunarmanna:
Lögð var fram tillaga um að greiða héraðsnefndarmönnum kr. 15.000 fyrir hvern fund og formanni tvöfalt. Greiðsla til annrra nefnda verði kr. 7.500 og til formanna þeirra tvöföld sú fjárhæð. Greiðsla til skoðunarmanna verði kr. 15.000 og akstur verði greiddur samkæmt ríkistaxta.

5. Ráðning starfsmanns v/málefna eldri borgara:
Þrjár umsóknir bárust um starfið. Formanni var falið að ráða starfsmann í samráði við stjórn félags eldri borgara.

6. Innsend erindi:
a) Fasteignafélagið Skógar ehf, umsókn um lóð. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Héraðsnefndar V-Skaftafellssýslu.
b) Nefnd eldri borgara Rangárvallaprófastdæmis, umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 70.000. Samþykkt samhljóða.
c) Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu vegna fjallskilasamþykktar Rangárvalla- sýslu. Lögð var fram tillaga um skipan nefndar til að vinna að þessu máli, nefndina skipi; Kjartan Magnússon, Jens Jóhannsson, Jónas Jónsson og til vara Valtýr Valtýsson. Samþykkt samhljóða.
d) Ásta Halla Ólafsdóttir, umsókn um styrk vegna endurbóta á "Gömlu búðinni". Erindinu hafnað.
e) Árni Valdimarsson, ósk um að kaupa 27 hektara land úr Stórólfsvöllum. Erindinu hafnað.
f) Jón Karl Snorrason, ósk um að kaupa 25-30 hektar land úr Stórólfsvöllum. Erindinu hafnað.

7. Önnur mál:
a) Guðmundir Einarssyni falið að annast áfram um fjárreiður og bókhald fyrir Tónlistarskóla Rangæinga og Héraðsnefnd Rangæina.
b) Fyrirspurn frá Rangárþingi eystra, varðandi land við Eystri-Rangá í eigu héraðsnendar. Guðmundi Einarssyni falið að athuga hvort landið sé í útleigu og hvert markaðsvirði þess sé.

Formanni og fundarritara falið að ganga frá fundargerð fundarins.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Unnur Brá Konráðsdóttir formaður.
Guðmundur Einarsson fundarritari.