1. fundur heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, haldinn miðvikudaginn 8. september 2010, kl.17.00.


Mætt eru; Lilja Einarsdóttir, Lárus Viðar Stefánsson,Benedikt Benediktsson, Helgi Jens Hlíðdal og Guðrún Ósk Birgisdóttir.


Efni fundar;

1. Kosning varaformanns og ritara.

Lilja stakk upp á Lárusi Viðari sem varaformanni, samþykkt samhljóða. Þá stakk hún upp á Guðrúnu Ósk sem ritara, samþykkt samhljóða.

2. Erindisbréf Æskulýðs- og íþróttanefndar.
Yfirfara þarf erindisbréf, nefndarmenn beðnir um að yfirfara það fyrir næsta fund nefndar og skoða hvað þarf að lagfæra, m.t.t breytingu nefndar og aukins hlutverks hennar þ.e, heilsu þáttarins.

3. Samþykkt Rangárþings eystra um ungmennaráð kynnt.
Nefndin yfirfór drög sem að Byggðaráð samþykkti á 95. fundi sínum og hljóða þannig;
Drög að samþykkt um ungmennaráð í Rangárþingi eystra. Samþykkt með breytingu um fjölda fulltrúa. Þeir verði 9, 2 grunnskólanemar, 2 framhaldsskólanemar, einn verði frá KFR, einn frá Dímon og þrír frá sveitarfélagi ásamt formanni æskulýðs- og íþróttanefndar og er sveitarstjóra heimilt að sitja fundi nefndarinnar.
Nefndin leggur til breytingartillögu að samþykktinni; Nefndin verði skipuð 9 manns 2 grunnskólanemum, 2 framhaldsskólanemum, og einum frá hverju eftirtalinna félaga, KFR, Dímon, GHR, Hestamannafélagi,Björgunarsveit.
Nefndin mun senda bréf til íþróttafélaga en mun sjá sjálf um að tilnefna fulltrúa framhaldsskólanemenda.

4. Starfsemi Vinnuskólans- Kynning Ásta Halla Ólafsdóttir.
Ásta Halla skýrði frá starfsemi vinnuskóla sumarsins sem er að líða. Byrjað var á að halda fund með vinnuskólabörnum og aðstandendum þeirra, auk starfsfólks og flokkstjórum og hjúkrunarkonu á vegum sveitarfélags. Þar var yfirfarið hvernig sumrinu yrði háttað vegna öskumengunar og áhrifum hennar á stafsemi vinnuskólans og heilsu vinnuskólabarna og annars starfsfólks hans. Skýrði Ásta Halla í grófum dráttum hvaða framkvæmdir voru unnar svo sem gróðursetning, málun, ruslahreinsun og öskuhreinsun. Hrósaði Ásta börnunum fyrir vel unnin störf. Voru um 40 börn í vinnu í sumar og um það bil 4 flokkstjórar (stöðugildi). Tveir einstaklingar með sérþarfir (þroskahömlun) voru einnig í vinnuskólanum.
Að lokum ítrekaði Ásta mikilvægi þess að geta boðið flokkstjórum betri laun, auglýsa í stöður í tíma (snemma vors) og að huga þurfi að vinnuaðstöðu í Áhaldahúsi.

5. Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins- Kynning Þröstur Freyr Sigfússon.
Þröstur skýrði fundarfólki frá breytingu á húsnæðismálum félagsmiðstöðvar, en félagsmiðstöðin hefur fengið lausa skólastofu við Hvolsskóla til umráða. Yfirfór Þröstur starfssemifélagsmiðstöðvar og breytingar á starfsemi í kjölfar nýs húsnæðis. Mun félagsmiðstöðin fylgja samfellunni í Hvolsskóla að mestu leiti í starfssemi sinni. Óskar Þröstur eftir að fá að opna aftur á kvöldin a.m.k að hafa opið eitt kvöld í viku til að byrja með. Nefndin styður það. Húsnæðisþörf félagsmiðstöðvar rædd, einnig hve mikilvægt væri að geta boðið 16-18 ára ungmennum upp á að geta hist, t.d. í húsnæði félagsmiðstöðvar og farið í biljard, spilað, unnið í smiðjum og þ.h. Rætt um nýtingu á félagsmiðstöð vegna samfellu í íþróttahúsi. Þröstur óskar eftir fjármagni í að kaupa ýmsan nauðsynlegan búnað í nýja húsnæðið einnig langar hann að kaupa lénið tvisturinn.is, velti hann því fyrir sér hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa síma í félagsmiðstöðinni. Nefndin styður þessar óskir hans.
Kynnti Þröstur fyrir nefndinni að krökkunum þætti mjög gaman að fara í félagsheimili sveitafélagsins og gera eitthvað skemmtilegt þar t.d „lana“,halda námskeið og fleira. Skýrði Þröstur frá að samstarfsmaður hans Azfar væri í fæðingarorlofi til októberloka og myndi hann sjá um að manna félagsmiðstöðina ef að þörf krefði í orlofi hans.

6. Samfella í tómstunda og íþróttastarfi- Kynning Lárus Viðar Stefánsson.
Lárus fór yfir stundatöflu samfellunnar og þátttöku barna í henni sem er mjög góð.
Byrjaði samfellan 6. september sl. Skýrði Lárus frá skiptingu tíma og að lagt var upp með að klára yngstu bekkina fyrst til að þau komist sem fyrst heim, svo koll af kolli þau elstu klára daginn. Skýrði Lárus frá að mönnun í samfelluna væri nánast komin. Nefndin lýsir yfir ánægju með skipulag samfellunnar.

7. Samningar Dímonar og KFR við sveitafélagið kynntir nefndinni.

8. Uppbygging leikvalla.
Huga þarf að endurnýjun leiktækja og huga að skipulagi þeirra, hugsanlega hvort að í nýja hverfi (Gilsbakka-Dalsbakka-Hvolstúni-Öldubakka) mætti byggja upp einn góðan leikvöll í stað tveggja sem að fyrir eru. Nefndin samþykkir að taka upp á næsta fundi áframhaldandi umræður um þetta efni, ætla nefndarmenn að fara um og skoða leikvelli þorpsins til að gera sér grein fyrir ástandi þeirra og tillögum að úrbótum. Leggur nefndin til að skoðað verði hve oft þarf að þrífa sparkvöll við skóla.

9. Heilsuefling.
Nefndin leggur til að úrbætur verði gerðar á hinum svokallaða Sólheimahring þ.e. jarðvegur lagaður, en þessi hringur er mikið notaður af hjólreiðafólki og gangandi og skokkandi vegfarendum, einnig væri meiri lýsing t.d. að Lynghaga frábær bót. Gaman væri einnig ef að hægt væri að merkja þessa leið í km.tölu (með stikum) með íþróttamiðstöð sem byrjunarreit.
Ýmislegt fleira rætt en ekki bókað.

10. Önnur mál.
Nefndin leggur til að skoðuð verði þörfin á að ráðinn verði íþrótta og æskulýðsfulltrúi í sveitarfélaginu.

Málefni íþróttamiðstöðvar. Á kveðið að boða forstöðumann hennar á næsta fund, til kynningar á starfssemi hennar.

Fundartími . Nefndin ákveður að halda framvegið fundi sína fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 17.00.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 19.50.