Krakkabarokk á Suðurlandi eru fjölskyldutónleikar þar sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur fjölbreytta tónlist frá barokktímanum í félagi við tónlistarnemendur og kórsöngvara af Suðurlandi.
Nú á laugardagskvöld, 7. september, verður haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð. Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármansson arkitekt og starfsmaður Minjastofnunar Íslands segir frá verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, stjórnar fjöldasöng með gítarleik. Kaffiveitingar verða í boði í garðinum.
Á föstudögum kl 10:00 ætlar bókasafnið á Hvolsvelli að bjóða upp á foreldramorgna. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
10. bekkur í Hvolsskóla verður með sjoppu á Kjötsúpuhátíðinni. En þetta er hluti af fjaröflun þeirra fyrir útskriftarferðinni sem verður farinn í vor. Sjoppan verður opin í tjaldinu á meðan dagskrá er þar. Athugið að á sunnudeginum verður hún í íþróttahúsinu.
Nú má segja að Kjötsúpuhátíðin sé farin af stað því í gærkvöldi buðu þau Eyvindur og Aðalheiður á Stóru-Mörk 1 heim í súpu sem var virkilega vel sótt. Næst á dagskránni eru viðburðir fimmtudagsins en þá eru flestir íbúar langt komnir með að skreyta og gera umhverfið okkar skemmtilegt. Á hátíðardagskránni á laugardag verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta garðinn og best skreyttu götuna.