8. fundur 01. nóvember 2022 kl. 10:00 - 11:45 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Formaður nefndarinna óskar eftir því að bæta við máli nr. 9 á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag - Múlakot 1

2208051

Gerð er tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Múlakoti 1, n.t.t. varðandi flugskýlin sunnan Fljótshlíðarvegar. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir minni sambyggðum húsum með einhalla þaki, allt að 5,5m að hæð í staðin fyrir stærri einingar með allt að 6,5m mænishæð. Hámarksbyggingarmagn breytist ekki.
Tillagan var auglýst frá 14. september sl. með athugasemdarfresti til 26. október sl. Í athugasemd Vegagerðarinnar er óskað eftir því að veghelgunarsvæði sé sýnt á uppdrætti. Búið er að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar á uppfærðum uppdrætti. Engar aðrar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Ósk um byggingu íbúðarhúss á Heylæk 7 - Heylækur

2210048

Jón Þorsteinn Gunnarsson óskar eftir heimild til þess að byggja íbúðarhús að Heylæk 7 L234268skv. meðfylgjandi drögum unnum af Bölta ehf, dags. 18.10.2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni jákvæðri niðurstöðu úr grenndarkynningu. Samþykkt er að grenndarkynna fyrir eigendum Teigs 1, Heylækjar 1 og Heylækjar 3.

3.Landskipti - Deild

2210076

Sveinn Þorgrímsson óskar eftir því að skipta ca 9,3 ha landspildu út úr Deild L163999 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Adam Hoffritz dags. 27.10.2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Deild 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

4.Deiliskipulag - Ytri-Skógar, óveruleg breyting

2210082

Fjallafje ehf óskar eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Ytri-Skógum er varðar lóðinu L163731 sem er undir Hótel Skógafossi. um er að ræða aukningu á heildarbyggingarmagni úr 1500 m2 í 1550 m2 og stækkun á byggingarreit til þess að rúma fyrrgreinda aukningu byggingarmagns.
Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er sannarlega um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem um er að ræða óveruleg frávik frá núverandi hámarksbyggingarmagni og útliti. Hagsmunir nágranna munu að engu leyti skerðast er varðar landnotkun eða útsýni.

5.Deiliskipulag - Hvolsvöllur miðbær, breyting

2210083

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi í miðbæ Hvolsvallar. Heimilt verður að reisa bílakjallara fyrir allt að 30 bíla með aðkomu frá Hlíðarvegi. Byggingarheimildir fyrir Austurveg 8 (Félagsheimilið Hvoll) eru minnkaðar og lóðarstærð minnkuð. Einnig eru gerðar minni háttar breytingar á gangstígum og gönguþverunum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur jafnframt til að sem fyrst verði farið í ítarlegri hönnun á miðbæjartúninu sem fyrst þannig að heildarmynd af svæðinu sé skýr.

6.Deiliskipulag - Rimakot

2210096

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki á lóðinni Rimakot L163918 í Austur Landeyjum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi spennistöð og er heildarbyggingarmagn lóðarinnar allt að 600 m2. Hæð bygginga er allt að 8,0m m.v. gólfkóta.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Miðkriki hesthúsahverfi, breyting

2210097

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd sem óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir Hestamannafélaginu í Miðkrika.

8.Deiliskipulag - Ofanbyggðarvegur, breyting

2210098

Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýjum jarðstrengi, Rimakotslínu 2, á uppdrætti og kafla 2.4 um veitur er bætt við í greinargerð.
Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.

9.Vegamál í Rangárþingi eystra

2210100

Rætt var um ástand vega í sveitarfélaginu. Ákveðið að afla frekari upplýsinga um ástand vega og hefja vinnu við forgangsröðun verkefna.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 81

2210007F

  • 10.1 2210048 Ósk um byggingu íbúðarhúss á Heylæk 7 - Heylækur
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 81 Afgreiðslu frestað og málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem að framkvæmd er ekki í samræmi við skipulag.

Fundi slitið - kl. 11:45.