5. fundur 13. september 2022 kl. 10:00 - 11:52 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Elvar Eyvindsson formaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Heiðbrá Ólafsdóttir varamaður
  • Tómas Birgir Magnússon 2. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Hemla 2 lóð

1804024

Deiliskipulagstillagan nær til um 1,2 ha landspildu Hemlu 2 lóðar L211860 ásamt um 3 ha spildu sunna lóðarinnar úr landi Hemlu 2 L163948. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum. Á B1 er 45 m2 frístundahús sem heimilt er að stækka upp í allt að 80 m2. Á B2 er heimilt að byggja allt að 4 gestahús, hvert um sig allt að 20 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðmundur Úlfar víkur af fundi undir þessum lið. Anton Kári Halldórsson kemur inn á fundinn undir þessum lið sem settur skipulagsfulltrúi í málinu.

2.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947, skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabgyggðarinnar.
Á 99. fundi skipulagsnefndar, þann 3. júní 2021, var ákveðið að fara í vettvangsferð á svæðið. Sú ferð hefur enn ekki verið farin. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í vettvangsferð í næstu viku, sem er vika 38, og aðstæður á svæðinu skoðaðar. Í framhaldi af vattvangsferðinni verða hlutaðeigandi aðilar boðaðir til fundar og endanleg ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu tekin.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi og Guðmundur Úlfar Gíslason kemur aftur inn á fund.

3.Deiliskipulag - Lómatjörn

2112072

Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2.
Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 22. júní 2022, kom fram athugasemd varðandi fjarlægðartakmörk byggingarreits frá tengivegi, sbr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð 90/2013, auk athugasemdar varðandi afmörkun skipulagssvæðisins. Í bréfi dags. 31. ágúst 2022, felst Innviðaráðuneytið á að veita undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum. Einnig er búið að bregðast við athugasemd varðandi afmörkun skipulagssvæðisins í uppfærðri tillögu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Hörðuskáli

2205078

Kristinn Ólafsson óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja ca. 0,25 ha lóð úr landi Hörðuskála L163671 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. apríl 2022. Gert er ráð fyrir einnar hæðar frístundahúsi allt að 100 m2 að stærð. Hámarkshæð frá gólfkóta er 4,2m.
Tillagan var auglýst frá 13. júlí sl. til 24. ágúst sl. Í umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júlí 2022, kemur fram að á innan skipulagssvæðis séu friðlýstar fornminjar. Þær munu vera bæjarhóll þar sem áður stóð bærinn Hörðuskáli, sem fór í eyði rétt eftir 1700. Í uppfærðri tillögu skipulagsins er búið að bregðast við athugasemd Minjastofnunar sbr. uppfærða umsögn MÍ, dags. 26. ágúst 2022. Ekki komu aðrar athugasemdir á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra utan skipulagðra landbúnaðarsvæða

2206069

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd, hefur verið að vinna að samþykkt um fiðurfénað í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykkt um fiðurfénað í Rangárþingi eystra.

6.Samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra

2208028

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd, hefur verið að vinna að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

7.Lausaganga búfjár í Rangárþingi eystra

2208054

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fundur verði haldinn með aðilum frá Vegagerðinni, Lögregluembættinu, Bændasamtökum Íslands, sveitarstjórn, markaðs- og menningarnefnd og skipulags- og umhverfisnefnd, eigi síðar en í lok október 2022.

8.Landskipti - Efri-Hvoll

2208102

Páll B. Guðmundsson óskar eftir því að skipta ca. 2 ha lóð út úr Efra Hvoli L164164, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Landskiptin eru í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra þann 10. febrúar 2022. Hin nýja spilda fær staðfangið Ýrarlundur.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

9.Landskipti - Háimúli

2209007

FF. fasteignir ehf, óskar eftir því að skipta 4 lóðum út úr Háamúla L164013 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 20.08.2022. Um er að ræða lóðirnar Tjörvalundur 28, stærð 15000 m2, Háimúli lóð 7 stærð 8621 m2, Háimúli lóð 8 stærð 12493 m2 og Háimúli lóð 13 stærð 15160 m2. Landskiptin eru unnin í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra, dags. 13. mars 2008.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng hinna nýju spildna.

10.Iðnaðar- og athafnasvæði í Rangárþingi eystra

2209039

Nýtt iðnaðar- og athafnasvæði í Rangárþingi eystra
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnu við framtiðarstaðsetningu athafna- og iðnaðarsvæðis sveitarfélagsins verði haldið áfram. Eins leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að rætt verði við eigendur hesthúsa við Dufþaksbraut varðandi núverandi og framtíðar skipulag svæðisins.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77

2208013F

  • 11.1 2208017 Lómatjörn 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77 F.h. byggingarfulltrúa er byggingaráform samþykkt.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78

2209001F

  • 12.1 2208039 Umsögn vegna starfsleyfis - Martina Holmgren
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Það er hér með staðfest að atvinnurekstur á lóð og húsnæði er í samræmi við skipulag og uppfyllir þannig skilyrði, eins og þau eru sett fram, skv. reglugerð nr. 941/2002.
  • 12.2 2208101 Moldnúpur 163783 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Byggingaráform eru samþykkt.
  • 12.3 2208109 Umsögn vegna rekstrarleyfis - Freya Cafe, Safnavegur 1.
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
  • 12.4 2208121 Umsögn vegna starfsleyfis - Heimaland
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Það er hér með staðfest að atvinnurekstur á lóð og húsnæði er í samræmi við skipulag og uppfyllir þannig skilyrði, eins og þau eru sett fram, skv. reglugerð nr. 941/2002.
  • 12.5 2208120 Umsögn vegna starfsleyfis - Félagsheimilið Njálsbúð
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Það er hér með staðfest að atvinnurekstur á lóð og húsnæði er í samræmi við skipulag og uppfyllir þannig skilyrði, eins og þau eru sett fram, skv. reglugerð nr. 941/2002.
  • 12.6 2208119 Umsögn vegna starfsleyfis - Félagsheimilið Goðaland
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Það er hér með staðfest að atvinnurekstur á lóð og húsnæði er í samræmi við skipulag og uppfyllir þannig skilyrði, eins og þau eru sett fram, skv. reglugerð nr. 941/2002.
  • 12.7 2209001 Umsögn vegna starfsleyfis - Snyrtistofan Ylur
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Það er hér með staðfest að atvinnurekstur á lóð og húsnæði er í samræmi við skipulag og uppfyllir þannig skilyrði, eins og þau eru sett fram, skv. reglugerð nr. 941/2002.
  • 12.8 2209008 Brúnir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Byggingaráform eru samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:52.