188. fundur 30. janúar 2020 kl. 08:15 - 09:45 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Lilja Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Fjármála- og skrifstofustjóri
Dagskrá
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundar til að bæta máli nr. 3 Seljalandsfoss; rekstrarfélag, á dagskrá. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur

2001059

Áhersla ferðarinnar er meðal annars sameiningarmál sveitarfélaga en Danir hafa verið framalega á því sviði á undanförnum árum. Því leggur Byggðarráð til að fulltrúar Rangárþings eystra séu þeir sömu og sitja í verkefnahóp um mat á kostum og göllum sameiningar fimm sveitarfélaga, þau Anton Kári Halldórsson, Lilja Einarsdóttir og Christiane L. Bahner.
Samþykkt samhljóða.

2.Tilboð í ráðgjöf; jafnlaunavottun

2001073

Byggðarráð samþykkir tilboð PWC í innleiðingu og gagnavinnslu vegna jafnlaunavottunar sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að kynna forstöðumönnum tilboðið.
Samþykkt samhljóða.

3.Seljalandsfoss: rekstrarfélag

1709024

Byggðarráð tilnefnir Anton Kára Halldórsson og Lilju Einarsdóttir í vinnuhóp um stofnun sameiginlegs rekstrarfélags, allra landeigenda um svæðið Seljalandsfoss og Hamragarða.
Samþykkt samhljóða.

4.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Hvolsvelli

2001054

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Njálsbúð

2001055

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Heimalandi

2001057

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
Samþykkt samhljóða.

7.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Goðalandi

2001053

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
Samþykkt samhljóða.

8.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Fossbúð

2001056

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Tekið skal fram að samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er dansleikur heimilaður til kl 03:00.
Samþykkt samhljóða.

9.209. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

2001060

Byggðarráð staðfestir fundargerð 209. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Varðandi lið 2 í fundargerð, lýsir Byggðarráð yfir ánægju með endurskoðaðar samþykktir um meðhöndlun úrgangs og sorphirðu og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

10.Katla jarðvangur; 49. fundur stjórnar

1912048

Byggðarráð staðfestir fundargerð 49. fundar stjórnar Kötlu jarðvangs.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð óskar eftir að fulltrúar Kötlu Jarðvangs komi á fund sveitarstjórnar til að fara yfir málefni jarðvangsins.

11.2. fundur verkefnahóps um mat á sameiningu sveitarfélaga

2001065

Fundargerð staðfest.

12.289. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 16.1.20

2001072

Lagt fram til kynningar.

13.552. fundur stjórnar SASS; 13.12.2019

2001066

Lagt fram til kynningar.

14.Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

2001058

Lagt fram til kynningar.

15.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna 2019

1906053

Lagt fram til kynningar.

16.Boðun XXXV. landsþings sambandsins; 26. mars 2020

2001063

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.