Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Snotruholt – Deiliskipulag

Tillagan tekur til 3,3 ha. svæði úr landi Snotru, L163897. Gert verður ráð fyrir allt að fimm gestahúsum til útleigu fyrir ferðamenn. Hvert hús er allt að 70 m2 að stærð með 6,0 m. mænishæð.

Miðeyjarhólmur – Deiliskipulag

Tillagan tekur til jarðarinnar Miðeyjarhólmur, L163884. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á jörðinni og stunda landbúnað. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum , hvort um sig allt að 600 m2 að stærð, þremur frístundarhúsum, hvert um sig 250 m2 og landbúnaðarbyggingum sem eru 5.800 m2 að stærð.

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 14. júní 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 26.júí 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa