35. fundur
26. febrúar 2024 kl. 20:00 - 21:00 í Hvolnum Hvolsvelli
Nefndarmenn
Oddur Helgi Ólafssonformaður
Sigurþór Árni Helgasonvaraformaður
Ólafía Ragnheiður Þórðardóttirritari
Fannar Óli Ólafssonaðalmaður
Björk Friðriksdóttiraðalmaður
Margrét Ósk Guðjónsdóttiraðalmaður
Helga Dögg Ólafsdóttiraðalmaður
Starfsmenn
Ólafur Örn Oddssonembættismaður
Fundargerð ritaði:Ólafur Örn OddssonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
1.Páskaviðburðir - Ungmennaráð
2402280
Páskahelgin verður 28. mars. - 1. apríl 2024. Ungmennaráð hefur undanfarin ár staðið fyrir viðburði sem tengist börnum og ungmennum. Ákveða þarf hvað við gerum þetta árið.
Ungmennaráð mun standa fyrir leikjum í íþróttahúsinu í Dymbilvikunni. Hugmyndin er að bjóða upp á Tarsanleik fyrir 4. bekk og eldri. Hafa hópana tvískipta, 4. - 7. bekkur saman og svo 8. bekkur og eldri.
2.Lýðheilsustefna 2023 drög
2310004
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi og ungmennaráð fara yfir drög að lýðheilsu- og forvarnarstefnu Rangárþings eystra.
Ungmennaráð fagnar að þessi vinna sé komin í gang og mun hvetja ungmenni til þess að svara spurningum tengdri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu á heimasíðu sveitarfélagsins til þess að hafa áhrif á gerð hennar.
3.Ungmennaráð Suðurlands; tilnefning fulltrúa
1910030
Tilnefna þarf fulltrúa í ungmennaráð Suðurlands.
Björk Friðriksdóttir verður fulltrúi ungmennaráðs Rangárþings eystra í Ungmennaráði Suðurlands. Samþykkt með öllum atkvæðum.
4.Ungmennaráð - Önnur mál.
2304007
Önnur mál.
Ungmennaráð telur nauðsynlegt að bæta við gangbrautum í sveitarfélaginu:
T.d þarf koma upp gangbraut milli Bjarkarinnar og Apótekarans.
Gangbraut vantar við gatnamót á Vallarbrautar og Stóragerðis.
Gangbraut þarf líka við leikskólann.
Ljósastaura og lýsingu vantar á göngustíginn á Miðbæjartúnin og telur ráðið mikla þörf á slíku.
Göngustíga þarf líka að laga víðsvegar um þorpið. Ungmennaráð mun óska eftir myndum af göngustígum og það verður tekið fyrir á næsta fundi.