30. fundur
06. febrúar 2023 kl. 18:00 - 19:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
Oddur Helgi Ólafssonformaður
Sigurþór Árni Helgason
Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage
Heimir Árni Erlendsson
Ólafía Ragnheiður Þórðardóttir
Fannar Óli Ólafsson
Björk Friðriksdóttir
Starfsmenn
Ólafur Örn Oddssonembættismaður
Fundargerð ritaði:Ólafur Örn OddssonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
1.Erindisbréf nefnda 2022
2207015
Fara fyrir erindisbréf Ungmennaráðs
Ungmennaráð mun standa fyrir páskaeggja leit. Viðburðurinn verður auglýstur á Instagram síðu ungmennaráðs og Facebook síðu sveitarfélagsins.
2.Leiktæki - ,,Aparólan,
2304006
Fyrir um ári síðan var keypt svokölluð aparóla, leiktækti fyrir börn og unglinga. Leiktækið var keypt eftir að niðurstöður úr Barna- og ungmennaþingi Rangárþings eystra voru skoðaðar. Ekki er ennþá búið að setja róluna upp.
Ungmennaráð skorar á sveitarstjórn að kmoa Aparólunni upp sem fyrst og ungmennaráð leggur til að hún verði sett niður norðan við Hvolsskóla þ.e. á milli yngsta stigs og Gíslahóls. Ungmennaráð telur að þessi staðsetning nýist börnum og ungmennum Rangárþings eystra best, bæði er það nálægð við Hvolsskóla og engar stórar umferðagötur nálægt.
3.The Rift fjallahjólakeppnin 2023
2303031
Þann 22. júli verður yfir 1100 manna hjólakeppni á Hvolsvelli. Óskað er eftir hugmyndum frá ungmennaráði um viðburði tengda keppninnni fyrir börn og ungmenni.
Nefndarmenn ræddu ýmsar hugmyndir og töldu upplagt að hafa þrautahjólabraut á svæðinu og fá BMX brós til að koma. Einnig mætti nýta núverandi félagsmiðstöð undir einhverja starfssemi.
4.Viðburðir ungmennaráðs
2111080
Páskar 2023 Hugmyndir að viðburði á vegum ungmennaráðs tengda páskum 2023.
5.Ungmennaráð - Örnnur mál.
2304007
Önnur mál.
Barnvænt samfélag: Nefndarmenn Ungmennaráðs eru boðaðir á alla fundi Barnvæns samfélags. Þeir fundir eru þó á skóla- og/eða vinnutíma og eiga ekki allir meðlimir ungmennaráðs ekki kost á því að fá frí frá vinnu eða skóla. Óskar Ungmennaráð Rangárþings eystra því eftir því að fundir Barnvæns samfélags séu eftir að skóla og vinnu lýkur.
Erasmus verkefni: Nefndarmenn óskuðu eftir því við Íþrótta og æskulýðsfulltrúa á að skoða möguleika á Erasmus verkefni.
Námskeið fyrir starfsmenn vinnuskólans: Ungmennaráð leggur til og óskar eftir því að starfsmenn vinnuskóla Rangárþings eystra sumarið 2023 fái fjölbreytt námskeið á meðan á vinnutímabili stendur. Þetta geta verið námskeið tengd fjármálalæsi, launaseðli, réttindum, almenn samskipti, fordóma o.fl. Lagt er til að yfirmaður vinnuskólans skipuleggi og festi dagsetningar fyrir námskeið í samræmi við verkstjóra vinnuskólans.
Barnapíunámskeið: Ungmennaráð óskað eftir því að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi skoða möguleika á því að fá Rauðakrossinn til að vera með námskeið í skyndihjálp fyrir barnapíur á svæðinu.