27. fundur 07. nóvember 2022 kl. 17:30 - 18:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sigurþór Árni Helgason
  • Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage
  • Heimir Árni Erlendsson
  • Ólafía Ragnheiður Þórðardóttir
  • Fannar Óli Ólafsson
  • Björk Friðriksdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Barna- og ungmennaþing 2022

2211003

Barna og ungmennaþing verður haldið laugardaginn 19. nóvember. Fara þarf yfir spurningar og undirbúa þingið.
Óli fór yfir skipulag og nefndarmenn rýndu í spurningar. Ákveðið var að hafa þingið tvískipt, eldri og yngri. Yngri hópurinn (1. - 6. bekkur)byrjar kl. 11:00 en eldri hópurinn (7. bekkur og eldri) kl. 14:00.
Óli ætlar að reyna að fá sveitarstjórnarmenn með í verkefnið sem og aðra sem gagnast gætu við framkvæmd þessa þings.
Markmið þessa ungmennaþings verður að fá að heyra raddir ungmenna í Rangárþingi eystra og hvaða áherslur þau vilja sjá í grunnskóla- og félagsmiðstöðvarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum, og umhverfis- og samgöngumálum.

2.Spil og quiz ungmennaráðs

2211004

Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verður Ungmennaráð í samvinnu við Tvistráðið með spila og quiz kvöld í Hvolnum.
Undirbúa þarf það og skipta með sér verkum.
Nefndarmenn skiptu með sér verkum og ákveðið var að hver og einn eigi að semja 6 spuringar, rétt svör og röng og skila til Óla fyrir föstudag. Einnig þarf hver og einn nefndarmaður að útvega vinninga.
Óli var einnig beðinn um að útvega vinninga

3.Heimsókn starfsmanns svetiarfélagsins

2209055

Gestur að þessu sinni verður Árný Lára Karvelsdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi Rangþárþings eystra.
Árný Lára fór yfir sitt fjölbreytta og áhugaverða starf og svaraði spurningum frá nefndarmönnum.

4.Menningardagur - ungmennaráð

2211005

Þann 26. nóvember nk. kl. 14 - 16 verður haldinn menningardagur hér í Rangárþingi eystra. Dagurinn er að mestu skipulagður af pólskum íbúum á öllum aldri en íbúar frá t.d. Portúgal og Búlgaríu koma einnig að undirbúningi.
Nefndarmenn tóku vel í að taka þátt í menningardeginum hér í Rangárþingi eystra og ætla að vera í samstarfi við Arný Láru varðandi frekari útfærslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.