19. fundur 09. nóvember 2020 kl. 01:00 - 21:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sóldís Birta Magnúsdóttir
  • Valgerður Saskia Einarsdóttir
  • Kristrún Ósk Baldursdóttir
  • Sigurþór Árni Helgason
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning í ungmennaráð

2111083

Kjósa þarf formann, varaformann, ritara og fulltrúa Ungmennaráðs Rangárþings eystra í ungmennaráð Suðurlands.
Oddur Helgi Ólafsson var kosinn formaður ungmennaráðs Rangárþings eystra
Vala Saskia varaformaður
Sóldís Birta Magnúsdóttir ritari
Kristrún Ósk Baldursdóttir fulltrúi í Ungmennaráðs Suðurlands.

Erindisbréfið var lagt fyrir og fulltrúum gert grein fyrir sínum skyldum og störfum.

2.Viðburðir ungmennaráðs

2111080

Ungmennaráð fékk styrk frá Lýðheilsusjóð 300.000kr til þess að búa til þess að gera viðburð fyrir ungmenni.
Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að hafa Kahoot spurningarkeppni og hafa viðburðinn í nóvember lok. Notast verður við Zoom fjarfundarbúnað.
Nefndarmenn eru beðnir um að finna til vinninga og ákveðið var að Oddur og Vala stjórni viðburðinum.

Fundi slitið - kl. 21:15.