20. fundur 15. febrúar 2021 kl. 19:00 - 20:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sóldís Birta Magnúsdóttir
  • Valgerður Saskia Einarsdóttir
  • Kristrún Ósk Baldursdóttir
  • Sigurþór Árni Helgason
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Viðburðir ungmennaráðs

2111080

Kahoot spurningarkeppni sem halin var í byrjun desember 2020 gekk mjög vel. Keppnin var í fjarfundarbúnaðinum Zoom og voru yfir 30 fjölskyldur mættar til leiks. Oddur og Vala stjórnuðu keppninni og var mikil ánægja með þennan viðburð. Fólk var spennt að fá svona keppni aftur.

2.Ungmennaráð; Önnur mál.

2109113

Ákveðið var að vera með annað Kahoot í kringum páskana og jafnvel Tarsanleik líka, ef aðstæður í samfélaginu leyfa.

Almenn ánægja með nýja hraðahindrun í Öldubakka þó hún hefði kannski mátt vera hærri.

Ungmennaráð er þakklátt fyrir að sveitarstjórn Rangárþings eystra hafi ráðið svona mörg ungmenni í vinnu sumarið 2020 og eru þau hvött til þessa að gera það aftur sumarið 2021 ef ástandið í þjóðfélagnu verður áfram slæmt vegna covid19.

Fundi slitið - kl. 20:15.