22. fundur 23. september 2021 kl. 06:00 - 21:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Ólafsson formaður
  • Sóldís Birta Magnúsdóttir
  • Valgerður Saskia Einarsdóttir
  • Kristrún Ósk Baldursdóttir
  • Sigurþór Árni Helgason
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð; erindsbréf

2109081

Mikið hefur verið rætt á síðustu fundum um erindisbréfið, bæði aldur og hvernig skipað skuli í það. Ungmennaráð telur þessa útfærslu sem í fylgiskjalinu er, vera sú sem er vænlegust til árangurs og til að sem bestir einstaklingar veljist í ráðið.

2.Barna- og Ungmennaþing 2021

2109112

Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.

3.Heilsueflandi haust 2021- dagskrá

2109104

Gyða Björgvinsdóttir og Ólafur Örn kynntu barna- og ungmennaþingið. Slíkt þing hefur lengi staðið til að halda hér í Rangárþingi eystra og með tilkomu Barnvæns samfélags fékk ungmennaráðið það ,,boost" sem þurfti.

4.Ungmennaráð; Önnur mál.

2109113

1. Landsmót Samfés verður haldið í byrjun Nóv á Hvolsvelli. Það verður haldið í íþróttahúsinu og víðar um sveitarfélagið. Um 300 ungmenni, víðsvegar af að landinum, koma og 60-70 starfsmenn með þeim. Þau gista í Hvolsskóla og verða með smiðjur um allt sveitarfélagið en á sunnudeginum verður Ungmennaþing Samfés. Verið er að leggja lokahönd á skipulagið.

2. Félagsmiðstöðin fékk í dag húsnæði þar sem Njálurefillinn var til þess að vera þar sem að leikskólinn er í þeirra húsnæði núna. Talað um hvað mun gerast við ungmennaráðið ef sameining sveitarfélgana gerist.

Fundi slitið - kl. 21:30.