268. fundur 15. júní 2020 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Lilja Einarsdóttir fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru. Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundarmanna að bæta við þremur málum á dagsrká, lið 7 Ferðamálastefna Rangárþings eystra, 8 Kjörskrá vegna forsetakosninga og auglýsing um framlagningu kjörskrár og 9 Ákvörðun um kjördeildur og kjörstjórnir, einnig að fella af dagskrá lið 23 fundargerð Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Aðrir liðir færast til eftir því. Samþykkt samhljóða.

1.Ársreikningur 2019; seinni umræða

2006020

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góða útkomu ársreiknings 2019 og góð vinnubrögð við áætlanagerð. Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðri niðurstöðu.
Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif faraldursins á rekstur sveitarfélagsins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og áhrifin sem hann mun hafa eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna, lækkun annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda
Sveitarstjórn þakkar PWC fyrir gott samstarf og vönduð vinnubrögð við gerð ársreiknings.
Ársreikningur ársins 2019 samþykktur samhljóða.

2.Kjör oddvita og varaoddvita 2020-2021

2006018

Tillaga er um að Anton Kári Halldórsson verði kjörinn oddviti Rangárþings eystra.

Tillaga er um að Elín Fríða Sigurðardóttir verði kjörin varaoddviti Rangárþings eystra.

Samþykkt með 6 atkvæðum, AKH, EFS, GJV, LE, RB og GHÓ einn situr hjá CLB.
Nýkjörinn oddviti Anton Kári Halldórsson tekur við stjórn fundarins.

3.Kosning í Byggðarráð 2020-2021

2006017

Tillaga er um að eftirfarandi sveitarstjórnarmenn verði kjörnir í byggðarráð Rangárþings eystra.
Anton Kári Halldórsson
Rafn Bergsson
Christiane L. Bahner
Varamenn:
Elín Fríða Sigurðardóttir
Guri Hilstad Ólason
Arnar Gauti Markússon

Samþykkt samhljóða.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi undir lið 4

4.Ráðning og ráðningarsamningur sveitarstjóra

2006025

Á 240. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 11. júní 2018 var eftirfarandi samþykkt. Anton Kári Halldórsson yrði ráðinn sveitarstjóri Rangárþings eystra til tveggja ára. Að þeim tíma liðnum yrði Lilja Einarsdóttir ráðin sveitarstjóri Rangárþings eystra til tveggja ára samkvæmt samstarfssamningi sem framboðin gerðu með sér.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi sem er sambærilegur og samningur fráfarandi sveitarstjóra. Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamning við Lilju Einarsdóttur.
Sveitarstjórn vill þakka Antoni Kára Halldórssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og býður Lilju Einarsdóttur velkomna til starfa.

Samþykkt með 5 atkvæðum, AKH, EFS, GJV, RB og GHÓ einn situr hjá CLB.

Bókun L-lista:
Í dag er ráðinn nýr sveitarstjóri til að stýra daglegum rekstri Rangárþings eystra næstu tvö árin, eins og gert var ráð fyrir í samkomulagi meirihlutalistanna B og D og hefur L-listinn setið hjá við ákvörðun um ráðningu nýs sveitarstjóra. Ástæður fyrir því eru eftirfarandi:
Í fyrsta lagi hefur L-listinn lengi talað fyrir því að sveitarstjórinn eigi ekki að koma úr röðum sveitarstjórnarmanna, heldur ætti hann að vera ráðinn á faglegum forsendum.
Í öðru lagi telur L-listinn það yfirleitt ekki vera í þágu sveitarfélagsins eða íbúa þess að skipta um sveitarstjóra eftir einungis tvö ár og hefur alveg frá upphafi mælt gegn því. Þar að auki er innri stöðugleiki sérstaklega mikilvægur á tímum sem þessum þegar ytri aðstæður einkennast af óvissu.
L-listinn vill þakka Antoni Kára Halldórssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og býður Lilju Einarsdóttur velkomna til starfa.





Lilja Einarsdóttir kemur aftur inn á fund.

5.Skipan í nefndir og stjórnir

2006026

Tillaga er um eftirfarandi breytingar í nefndum og stjórnum byggðasamlaga á vegum Rangárþings eystra:

Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga
Aðalmaður, Lilja Einarsdóttir, varamaður Anton Kári Halldórsson

Almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu
Aðalmaður Lilja Einarsdóttir, varamaður Anton Kári Halldórsson

Stjórn félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu
Guri Hilstad Ólason kemur inn sem varamaður í staðin fyrir Benedikt Benediktsson.

Fræðslunefnd grunn- og leikskóla
Bjarki Oddsson hefur óskað eftir lausn frá nefndarsetu og í hans stað tekur sæti Rafn Bergsson og varamaður í hans stað verður Arnheiður Dögg Einarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

6.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2020

2006019

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar sumarið 2020 skv. 8. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Felldir verði niður reglulegir fundir sveitarstjórnar í júlí og ágúst, næsti fundur sveitarstjórnar verði 10. september 2020. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 31. gr. um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.

7.Ferðamálastefna Rangárþings eystra

1903081

Guðlaug Ósk Svansdóttir mætti til fundar og kynnti innleiðingu ferðamálastefnu sveitarfélagsins og þær aðgerðir sem þegar hafa verið unnar og framundan eru.
Ný heimasíða, sem unnin hefur verið í samvinnu við hagaðila, www.visithvolsvollur.is var að þessu tilefni formlega opnuð. Sveitarstjórn hvetur íbúa og gesti til að kynna sér heimasíðuna og þá fjöldamörgu áfangastaði, þjónustu og afþreyingu sem í boði er víðsvegar um allt sveitarfélagið.
Sveitarstjórn þakkar Guðlaugu fyrir greinargóða kynningu.
Samþykkt samhljóða.

8.Kjörskrá vegna forsetakosninga og auglýsing um framlagningu kjörskrár

2006040

Lögð fram kjörskrá vegna forsetakosninga, ásamt auglýsingu um framlagningu kjörskrár.

Á kjörskrárstofni eru 1.209 kjósendur. Tveir eru látnir og því eru 1.207 á kjörskránni við framlagningu hennar.

Kjörskrá samþykkt og undirrituð.

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá Rangárþings eystra vegna kosninga til Forseta 27. júní 2020, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli fram að kjördegi.

Hvolsvelli, 15. júní 2020
f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri

Samþykkt samhljóða.

9.Ákvörðun um kjördeildir og kjörstjórnir

2006039

Lagt er til að kjördeildir verði tvær í Félagsheimilinu Hvoli fyrir fólk sem býr vestan Markarfljóts og í Félagsheimilinu á Heimalandi fyrir fólk sem býr austan Markarfljóts.
Kjördeild 1 í Félagsheimilinu Hvoli

Aðalmenn:
Guðrún Ósk Birgisdóttir, formaður
Auður Friðgerður Halldórsdóttir
Helgi Jens Hlíðdal

Varamenn:
Arna Þöll Bjarnadóttir
Sigurður Sigurðsson
Ólafur Rúnarsson


Kjördeild 2 í Félagsheimilinu á Heimalandi

Aðalmenn:
Baldur Björnsson, formaður
Katrín Birna Viðarsdóttir
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir

Varamenn:
Guðrún Inga Sveinsdóttir
Berglind Hilmarsdóttir
Ragnar Lárusson

Tillaga um kjörstjórnir samþykkt samhljóða.

10.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2019

2006037

Ársreikningur Kirkjuhvols lagður fram og samþykktur samhljóða.

11.Strandsvæði Rangárþings; Hugmynd að svæðisgarði frá Markarfljóti að Þjórsá

1601067

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína og hvetur ríkið til að ná samkomulagi við landeigendur um eignarhald svæðisins svo unnt sé að halda verkefninu áfram.
Samþykkt samhljóða.

12.Bandalag íslenskra skáta; Sumarstörf á Úlfljótsvatni

2006007

Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.

13.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis, 2019-2020

2006013

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skólavist utan lögheimilis.

14.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu - síðari umræða

2006029

Sveitarstjórn staðfestir samþykktir um meðhöndlun úrgangs.

15.Tæming og skráning rotþróa; Útboðs- og verklýsing

2002060

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

16.Umsögn;Varmahlíð, Nautaklettur ehf; F2 Gistileyfi

2006014

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

17.Umsögn; Gamla fjósið; Tækifærisleyfi

2006031

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

18.Byggðarráð - 192

2005009F

Fundargerð samþykkt í heild.

19.Skipulagsnefnd - 87

2006001F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 87 Tillagan var auglýst frá 20. apríl 2020 með athugasemdafresti til 27. maí 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagið, og að það verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 19.2 2003004 Deiliskipulag; Brú
    Skipulagsnefnd - 87 Tillagan var auglýst frá 20. apríl 2020 með athugasemdafresti til 27. maí 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir deiliskipulagið, og að það verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Magnúsi Torfa Jónssyni verði úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 9. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Gunnarsgerði 9 til Magnúsar Torfa Jónssonar.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð á lóðinni Sóltún L226441 og að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júní til 31. maí 2021. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júní 2020 til 31. maí 2021.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna endurnýjunar á brú við Jökulsá á Sólheimasandi með fyrirvara um leyfi landeigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar á brú við Jökulsá á Sólheimasandi með fyrirvara um leyfi landeigenda.
  • Skipulagsnefnd - 87 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á Ormsvelli. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að breytingin verði afgreitt sem óveruleg skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem að lóðarhafar eru samþykkir breytingunni. Einnig eykur breytingin umferðaröryggi þar sem verið er að fækka vegtengingum við Dufþaksbraut. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagsbreytingin á Ormsvelli verði afgreidd sem óveruleg breyting, án grenndarkynningar, skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 48

2005010F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 48 Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 85% starfsmanna og 74% foreldra voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2020-2021.
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 48 Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti leikskóladagatal 2020-2021 með breytingu í samræmi við umræðu fundarins.
    Gerð var skoðanakönnun meðal foreldra og atvinnurekenda í Rangárþingi eystra varðandi sumarlokanir leikskólans. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu studdi sumarfrí í júlí.
    Aðrar niðurstöður voru ómarktækar vegna dræmrar þátttöku.
    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu skóladagatalsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að leikskólinn sé opinn á milli jóla og nýárs. Sveitarstjóra falið að funda með leikskólastjóra og finna lausn á málinu.
    Samþykkt samhljóða.


  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 48 Vegna Covid hefur vinna við endurskoðun skólastefnu frestast, en tekinn verður upp þráðurinn í haust.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 48 Skólastjóri er að vinna að skýrslu til ráðuneitisins varðandi úrbætur veturinn 2019-2020.
    Lagt fram til kynningar.

21.Katla jarðvangur; 52. fundur stjórnar

2006028

Fundargerð staðfest í heild.

22.Tónlistarskóli Rangæinga; 19. stjórnarfundur

2006004

Fundargerð staðfest í heild.

23.211. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

2006002

Fundargerð lögð fram.

24.293. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 26.5.2020

2006016

Fundargerð staðfest í heild.

25.558. fundur stjórnar SASS; 22.05.2020

2006012

Sveitarstjórn tekur undir bókun SASS varðandi heimavist við FSU.
Stjórn SASS fagnar niðurstöðu mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, um að starfrækt skuli heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu). Mikilvægum áfanga er þannig náð til þess að tryggja að ungmenni á Suðurlandi, sem búa á upptökusvæði skólans, njóti jafnréttis til náms.
Í ljósi þess einbeitta pólitíska vilja sem nú liggur fyrir af hálfu bæði ríkis og sveitarfélaga brýnir stjórn SASS stjórnendur Fjölbrautarskóla Suðurlands til þess að tryggja að undirbúningur hefjist nú þegar svo hægt verði að bjóða upp á heimavistarúrræði við skólann haustið 2020.

Einnig vill sveitarstjórn taka undir bókun SASS varðandi áhrif COVID-19 á fjárhagsstöðu sveitarfélaga:
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af áhrifum COVID-19 faraldursins á fjárhagsstöðu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna og þeim áhrifum á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem ástandið mun hafa vegna versnandi stöðu ríkissjóðs.
Nýleg greining Byggðastofnunar á áhrifum faraldursins á sveitarfélög í landinu sýnir að þau verða mikil. Lausafjárstaða sveitarfélaga mun breytast til hins verra. Tekjur munu dragast saman vegna breytts atvinnustigs með hruni ferðaþjónustunnar og afleiddra atvinnugreina og þannig hafa áhrif á útsvarsstofn sveitarfélaga til lækkunar. Auk þess mun kostnaður við félagsaðstoð aukast. Til viðbótar við framangreint eru mörg sveitarfélög að bregðast við ástandinu með ýmiskonar átaksverkefnum og flýta framkvæmdum með tilheyrandi auknum kostnaði. Allt þetta mun óhjákvæmilega leiða til aukinnar skuldsetningar sveitarfélaganna.
Í fyrrnefndri greiningu Byggðastofnunar kemur jafnframt fram að verði 10% samdráttur í skatttekjum ríkisjóðs gætu tekjur Jöfnunarsjóðs dregist saman um 4-5 milljarða sem hefur veruleg áhrif á rekstur sveitarfélaga í landinu. Sú skerðing til viðbótar við tekjuskerðingu vegna þeirra þátta sem nefndir voru hér að framan hefur umtalsverð áhrif á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og viðbúið er að einhver sveitarfélög munu eiga í erfiðleikum með að halda úti lögbundinni þjónustu.
Ástandið hefur mismikil áhrif á sveitarfélögin. Vafalaust munu fjárhagserfiðleikar einhverra sveitarfélaga kalla á sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins en ríkið þarf einnig að grípa til almennra aðgerða vegna ástandsins þar sem öll sveitarfélög verða fyrir tekjufalli. Að mati stjórnar SASS er vænlegasta almenna aðgerðin að tryggja að ekki verði skerðing á framlögum úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaganna með því að veita viðbótarfjármagni til sjóðsins. Þannig verði tryggt að fyrirsjáanlegar sveiflur í tekjum sjóðsins vegna efnahagsástandsins muni ekki hafa áhrif á framlög til sveitarfélaganna.
Stjórn SASS skorar á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og ríkisstjórnina að um leið og gripið er almennra aðgerða til að styðja sveitarfélögin í landinu er nauðsynlegt að huga vandlega að sértækum aðgerðum fyrir þau sveitarfélög sem verst fara út úr áhrifum COVID-19. Mikilvægt er að gott samtal verði við þau sveitarfélög svo aðgerðirnar skili sem bestum árangri. Með þessum aðgerðum geta sveitarfélögin sinnt sínu afar mikilvæga hlutverki í nærumhverfinu. Samkvæmt skýrslu OECD um svæðabundin áhrif COVID-19 faraldursis munu sveitarstjórnir leika lykilhlutverk í því endurreisnarstarfi sem mun þurfa að eiga sér stað á næstu misserum. Það er því gríðarlega mikilvægt að sveitarfélögin hafi til þess fjárhagslega burði og þar eru framlög Jöfnunarsjóðs mikilvægur þáttur. Þau
framlög mega ekki skerðast eigi sveitarfélögin að geta rækt hlutverk sitt í endurreisninni og haldið úti nauðsynlegri þjónustu fyrir íbúa.

Fundargerð staðfest í heild.

26.Bergrisinn; 17. fundur stjórnar; 3.06.2020

2006035

Sveitarstjórn staðfestir lið nr. 4 fundargerð: Verklagsreglur vegna stuðningsfjölskyldna og Reglur NPA.
Fundargerð staðfest í heild.

27.6. fundur stjórnar Skógasafns

2006001

Fundargerð lögð fram.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga; 884. fundur stjórnar

2006009

Fundargerð lögð fram.

29.Sunnlenskur samráðsfundur; Minnisblað

2004044

Fundargerð lögð fram.

30.Rangárhöllin; fundargerð 27. apríl

2006033

Fundargerð lögð fram til kynningar.

31.Rangárbakkar; fundargerð 27. apríl

2006034

Fundargerð lögð fram til kynningar.

32.Ungt fólk 2020; fyrirlestrar og niðurstöður

2006015

Lagt fram til kynningar.

33.Til allra sveitarstjórna; greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

2006010

Lagt fram til kynningar.

34.Veiðifélag eystri Rangár; Aðalfundarboð

2006008

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

35.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2020

2006024

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

36.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

37.SÍS; Átak í fráveituframkvæmdum

2006036

Lagt fram til kynningar.
Næsti fundur byggðarráðs er ákveðinn 2. júlí kl 8.15.

Fundi slitið.