266. fundur 30. apríl 2020 kl. 10:00 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldinn í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð: https://us02web.zoom.us/j/88595337534 Lilja Einarsdóttir fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.

1.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Sveitarstjóri fer yfir stöðuna í sveitarfélaginu vegan Covid-19. Talsverðar breytingar eru á aðgerðaráætlun vegan tilslakana sem gerðar verða þann 4. maí. Þar er helst um að ræða að skólahald grunn- og leikskóla mun færast í hefðbundið horf. Enn verða þó ákveðnar takmarkanir fyrir kennara og foreldra í tengslum við skólahald í gildi. Opnað verður á heimsóknir á Kirkjuhvol með ströngum skilyrðum. Afgreiðslur skrifstofu og áhaldahúss verða áfram lokaðar, en boðið verður upp á að almenningur geti pantað viðtal.
Ljóst er að barátta okkar við veiruna hefur gengið vel. Mikilvægt er þó að við öll sem eitt höldum henni áfram þar til hún er yfirstaðin. Við munum halda áfram að fylgja fyrirmælum yfirvalda og halda uppi öflugum sóttvörnum eins lengi og þurfa þykir. Sveitarstjórn ítrekar þakkir sínar til starfsfólks og almennings um hversu vel hefur gengið í þessari baráttu. Sveitarstjórn óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars.
Samþykkt samhljóða.

2.Markaðsátak Rangárþings eystra í ferðaþjónustu

2004069

Ein af viðspyrnuaðgerðum sveitarstjórnar í kjölfar Covid-19, er markaðsátak á sviði ferðaþjónustu og uppbygging ferðamannastaða. Lögð eru fram fyrstu drög að áætlun þar um. Grunnur að þeirri vinnu er í ferðamálastefnu Rangárþings eystra sem nú þegar hefur verið samþykkt og verður gefin út opinberlega á næstu dögum. Um fjölbreyttar aðgerðir á sviði markaðsmála og uppbyggingar innan ferðaþjónustunnar er að ræða. Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í verkefnið.
Samþykkt samhljóða.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020

2004068

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárfestingaviðauka 1, að upphæð 48.000.000 kr.

4.Yfirkjörstjórn; skipan nefndarmanna

2004065

Tillaga sveitarstjórnar í yfirkjörstjórn:

Aðalmenn:
Ágúst Kristjánsson, formaður
Gróa Hermannsdóttir
Pétur Halldórsson

Varamenn:
Björk Guðnadóttir
Brynjólfur Bjarnason
Kristín Aradóttir

Samþykkt samhljóða

5.Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu 2020

2004062

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til verkefnisins að sömu upphæð og undanfarin ár. Styrkurinn verði 300.000 kr.
Samþykkt samhljóða.

6.Trúnaðarmál

2004035

7.Endurnýjun á samningi; KFR

1907100

Lagður fram til staðfestingar nýr þjónustusamningur milli Rangárþings eystra og Knattspyrnufélags Rangæinga.
Samþykkt samhljóða.

8.Umsögn;Stjörnunótt ehf; F4 fjallaskálar

2004059

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða

9.Umsögn; Gamla Fjósið; F2 veitingastofa

2004060

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Smaþykkt samhljóða.

10.43. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 7.4.2020

2004058

Fundargerð staðfest.

11.292. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 22.4.2020

2004061

Fundargerð staðfest.

12.Tónlistarskóli Rangæinga; 17. stjórnarfundur

2004049

Fundargerð staðfest.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga; 881. fundur stjórnar

2004063

Sveitarstjórn tekur undir bókun við 11. lið áætlun um hugsanlegt tekjufall sveitarfélaga 2020
Sem hljóðar svo:
Ljóst er að mikilvægi nærþjónustunnar sem sveitarfélögin veita hefur sjaldan verið meiri en nú. Með vísan til þeirrar vinnu sem sambandið hefur lagt í greiningu á stöðunni og til minnisblaðs Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til
fjármála- og efnahagsráðherra, telur sambandið mikilvægt að ríkissjóður komi að málum með fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna á landinu öllu.
Við þessar aðstæður er mikilvægt að sveitarfélögin hafi nægan fjárhagslegan styrk og svigrúm til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og uppbyggingu og tryggja framlög til skólahalds, velferðarþjónustu, íþrótta- og menningarstarfsemi svo fátt eitt sé nefnt.
Gangi þau áhrif eftir sem lýst hefur verið verður rekstur sveitarfélaganna þungur
um langan tíma og verður ekki leystur með lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna.

Fundargerð staðfest í heild.

14.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lagt fram til kynningar.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga; Umsögn um aðgerðarpakka tvö

2004064

Lagt fram til kynningar.

16.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna 2020

1906053

Lagt fram til kynningar.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður skv. venjubundinni fundaáæltun, fimmtudaginn 14. mai.

Fundi slitið - kl. 12:15.