246. fundur 10. janúar 2019 kl. 12:00 - 15:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Benedikt Benediktsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.HSU; Breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflutninga

1901039

Sveitarstjórn Rangárþings eystra harmar þær breytingar sem boðaðar hafa verið á fyrirkomulagi sjúkraflutnngar í Rangárvallasýslu. Til að standa vörð um öryggi íbúa og gesta sýslunnar er mikilvægt að viðbragðstími sjúkraflutninga sé eins stuttur og kostur er. Íbúa og ferðamannafjöldi hefur aukist til muna á undanförnum árum og eins hefur skv. upplýsingum frá HSU útköllum sjúkrabíla fjölgað umtalsvert. Því getur sveitarstjórn ekki unað því að dregið sé úr þjónustu í stað þess að bæta í. Fundur sveitarstjórnar með forstjóra HSU verður haldinn 15. janúar 2019. Sveitarstjóra falið að koma spurningum til forstjóra HSU samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt samhljóða

2.Áskorun til Veitna

1901040

Talsvert hefur borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafa verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. Ástæða þess er m.a. að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum.
Sveitarstjóra falið að fá fund með forsvarsmönnum Veitna vegna málefna hitaveitu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.

3.Ósk um að Fljótshlíðarveg verði breytt í aðalbraut

1901031

Sveitarstjórn tekur jákvætt í þá ósk að Fljótshlíðarvegi verði breytt í aðalbraut. Erindinu vísað til samgöngu- og umferðarnefndar.
Einnig beinir sveitarstjórn því til nefndarinnar að skoða aðra vegi í sveitarfélaginu sem ættu að fá skilgreiningu sem aðalvegir.
Samþykkt samhljóða

4.Styrkbeiðni; Jazz undir fjöllum 2019

1901018

Sveitarstjórn vísar erindinu til Menningarnefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um skólavist í grunnskóla utan lögheimilis

1901028

Sveitarstjórn samþykkir skólavistina.

6.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga tekur til starfa; óskað eftir athugasemdum

1901017

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir að svo stöddu.

7.Tillaga L-lista um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum sveitarfélagsins

1901015

L-listinn leggur til að stefnt verði að styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.
Þar sem starfsmenn sveitarfélagsins starfa í ólíkum einingum með mismunandi vinnufyrirkomulagi, þá er lagt til að forstöðumenn stofnanna sveitarfélagsins verði beðnir um að leggja fram tillögur að mögulegum útfærslum fyrir lok þessa mánaðar. Einnig er lagt til að skipað verði í starfshóp úr röðum sveitarstjórnarmanna sem mun hafa yfirumsjón með verkefnið.

Greinargerð:
Vinnutengd veikindi, kulnun í starfi, o.þ.h. hafa verið áberandi í íslensku atvinnulífi jafnt og kröfur um jafnrétti kynjanna. Stytting vinnuviku getur haft áhrif á bæði.
Stytting vinnuvikunnar dregur úr andlegu og líkamlegu álagi og gerir launamönnum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum og sinna eigin erindum og heimilisstörfum. Þannig geta karlar tekið meiri þátt í heimilisstörfum sem geti stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku kvenna og dregið úr því að konur sæki í hlutastörf. Erlendar rannsóknir sem byggja á reynslu Frakka og Svía hafa staðfest þetta. Þannig hefur stytting vinnuvikunnar bein áhrif á jafnrétti kynjanna.
Hérlendis hafa verið gerðar tilraunir um styttingu vinnviku og hefur það gefið mjög góða raun. Þar hefur jafnvel komið fram að starfsánægja er meiri, veikindadögum fækkar sem og stuttum fjarvistum úr vinnu vegna persónulegra erinda, og framleiðni aukist.
Bókun meirihluta sveitarstjórnar: Stytting vinnuviku er góð leið að mati meirihluta Rangárþings eystra til að minnka fjarveru starfsmanna úr vinnu vegna veikinda eða persónulegra erinda. Mikilvægt er að ígrunda vel framkvæmd styttingar vinnuviku og einnig að leita til annarra sveitarfélaga sem hafa gert tilraunir með styttingu vinnuviku áður en útfærsla styttingu er ákveðin. Þar sem sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa afskipti af starfsmannamálum stofnanna sveitarfélagsins teljum við að kjörnir fulltrúar eigi ekki að sitja í starfshópi um slíkt verkefni. Starfsmannamál eru alfarið í höndum sveitarstjóra og forstöðumanna stofnanna.

Þar sem mikill meirihluti starfsmanna sveitarfélagsins eru konur teljum við að jafnréttislegur ávinningur muni verða takmarkaður ef farið verður af stað með tilraunarverkefni í einni stofnun og er okkar áhersla fyrst og fremst á heilsufarslegan ávinning. Til þess að jafna stöðu kynjanna þarf að stytta vinnuviku allra eins og rannsóknir hafa sýnt.
Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra leggur því til að erindi L- listans verði hafnað en að sveitarstjóra ásamt forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins verður falið að hefja undirbúningsvinnu fyrir styttingu vinnuviku einnig er Velferðarnefnd falið að fjalla um erindið.

Samþykkt með 6 atkvæðum AKH, EFS, BB, GHÓ, RB og GV, 1 situr hjá CLB.

Bókun fulltrúa L - lista
Ég sit hjá þar sem ég er ekki sammála öllu því sem fram kemur í bókuninni en ég er vissulega sammála því að fela megi Velferðarnefnd að fjalla um erindið og fagna því að erindið sé komið í farveg.



8.Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd

1901032

Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra sem fulltrúa í vatnasvæðanefnd f.h. Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða

9.Óskað eftir tilnefningum í nefndir

1901026

Héraðsnefnd óskar eftir tilnefningu fulltrúa í Öldungaráð og Náttúru- og gróðurverndarnefnd

Tillaga er um að tilnefna Benediktu Steingrímsdóttur sem aðalfulltrúa og Svavar Ólafsson sem varafulltrúa í öldungaráð. Tillaga er um að tilnefna Kristinn Jónsson sem aðalfulltrúa og Berg Pálsson sem varafulltrúa í náttúru- og gróðurverndarnefnd.
Samþykkt samhljóða.

10.Kosning fulltrúa í Húsnefnd Fossbúðar

1901027

Sveitarstjórn tilnefnir Guðmund Viðarsson, Benedikt Benediktsson og Christiane L. Bahner sem fulltrúa Rangárþings eystra í húsnefnd Fossbúðar.
Tilnefndir varamenn eru Elín Fríða Sigurðardóttir, Rafn Bergsson og Guðmundur Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi

11.Uppsögn ítölu á Almenningum

1901035

Með vísan til 29. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. segir stjórn félags landeigenda á Almenningum hér með upp ítölu þeirri sem verið hefur í gildi sl. 4 ár í kjölfar úrskurðar yfirítölunefndar frá 1. apríl 2015.
Tillaga er um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu erindisins. Sveitarstjóra falið að vera í samráði við hlutaðeigandi aðila varðandi málið.
Guðmundur Viðarsson kemur aftur inn á fund

12.Tilraunaverkefni um lengdan opnunartíma sundlaugarinnar á Hvolsvelli

1901038

Á 243. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að hefja tilraunaverkefni um lengdan opnunartíma í íþróttamiðstöðinni um helgar. Opnunartíminn var lengdur úr því að vera frá kl. 10:00 - 15:00 yfir í að vera frá kl. 10:00 - 17:00 frá og með 20. október til 31. desember 2018.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki áframhald á tilraunarverkefninu þar til sumaropnun íþróttamiðstöðvar tekur gildi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að verkefnið verði vel kynnt og haldið utan um aðsóknartölur.
Samþykkt samhljóða.

13.Umsögn; Miðkriki II gistileyfi

1901041

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

14.Umsókn um tækifærisleyfi; Þorrablót í Goðalandi

1901020

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

15.Umsókn um tækifærisleyfi; Þorrablót í Gunnarshólma

1901019

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

16.Skipulagsnefnd; 65. fundur

1812043

SKIPULAGSMÁL:

1.
1309001
Hamragarðar/Seljalandsfoss ? Deiliskipulag
2.
1603062
Hamragarðar/Seljalandsfoss ? Aðalskipulagsbreyting
3.
1501040
Guðnastaðir/Skækill ? Aðalskipulagsbreyting
4.
1805006
Eyvindarholt ? Aðalskipulagsbreyting
5.
1805007
Ráðagerði ? Aðalskipulagsbreyting
6.
1811039
Húsadalur/Langidalur ? Umsókn um framkvæmdarleyfi
7.
1812044
Miðskáli 2-3 ? Landskipti
8.
1901001
Efri-Úlfsstaðir - Landskipti
9.
1805040
Bergþórshvoll ? Krafa um stöðvun óleyfisframkvæmdar
10.
1811043
Heimavöllur hestsins
11.
1901005
Fíflholtssuðurhjáleiga 1b ? Umsókn um nafnabreytingu
12.
1802046
Fornhagi - Deiliskipulag
13.
1901006
Fornhagi ? Aðalskipulagsbreyting
14.
1811011
Markarfljót ? Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
15.
1901010
Útskák - Aðalskipulagsbreyting

SKIPULAGSMÁL:

1.
1309001
Hamragarðar/Seljalandsfoss ? Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerðar á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við tillöguna í bréfi dags. 9. desember 2018. Brugðist hefur verið við athugasemdunum og óverulegar breytingar gerðar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



2.
1603062
Hamragarðar/Seljalandsfoss ? Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við tillöguna í bréfi dags. 6. desember 2018. Brugðist hefur verið við athugasemdunum og óverulegar breytingar gerðar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.
1501040
Guðnastaðir/Skækill - Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 verði breytt þannig að spilda úr landbúnaðarlandi (L) Skækils/Guðnastaða í Landeyjum verði flugbraut/lendingarstaður (FB). Um er að ræða eina flugbraut 80 x 1100m á túni. Fyrirhuguð er aðstaða til einkaflugs, þjónustu við ferðamenn, útsýnisflug ofl.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum ásamt ábúendum í næsta nágrenni fyrirhugaðs flugvallar. Afgreiðslu erindisins frestað.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

4.
1805006
Eyvindarholt ? Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Langhólma, samtals um 36,2 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 14 frístundalóðum á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.
1805007
Ráðagerði ? Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Ráðagerði, samtals um 16,8 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 8 frístundalóðum á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


6.
1811039
Húsadalur/Langidalur ? Umsókn um framkvæmdarleyfi
RARIK óskar eftir framkvæmdarleyfi til lagningu háspennustrengs 11kV frá Húsadal yfir í Langadal og þaðan að Básum. Einnig er óskað eftir leyfi til uppsetningar á spennistöðvum og öðrum tengdum búnaði.
Þar sem umrædd framkvæmd er innan þjóðlendu þarf samþykki forsætisráðuneytisins við veitingu framkvæmdarleyfis og liggur það fyrir (dags. 5. júní 2018). Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis.

7.
1812044
Miðskáli 2-3 ? Landskipti
Sveinbjörn Jónsson kt: 120163-2059 óskar eftir því að skipta tæplega 7 ha spildu út úr jörðinni Miðskáli 2-3 L172700 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 16.12.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Miðskáli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni.

8.
1901001
Efri-Úlfsstaðir ? Landskipti
Vegagerðin óskar eftir því að skipta rúmlega 1 ha spildu út úr Efri-Úlfsstöðum undir nýtt vegsvæði skv. uppdrætti unnum af Vegagerðinni, dags. 16.11.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái nafnið Efri-Úlfsstaðir vegsvæði 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni.

9.
1805040
Bergþórshvoll ? Krafa um stöðvun óleyfisframkvæmdar
Til kynningar er úrskurður Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna kæru Benediktu Haukdal og Rúnólfs Maack, þinglýstra eigenda jarðarinnar Bergþórshvols í V-Landeyjum, um þá ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Rangþárþings eystra frá 9. október 2018 að stöðva ekki efnistöku án framkvæmdarleyfis í landi Bergþórshvols.

10.
1811043
Heimavöllur hestsins
Til kynningar er erindi frá Bjarka Rúnari Arnarsyni um hugmynd að vettvangi þar sem fólki gefst færi á að hitta íslenska hestinn á heimavelli, fræðast um uppruna hans og sögu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna og upplýsinga hjá umsóknaraðila.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1. október 2019. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna málið nánar með málsaðilum.

11.
1901005
Fíflholtssuðurhjáleiga 1B ? Umsókn um nafnabreytingu
Sigurbjörg Ágústa Ólafsdóttir óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni Fíflholtssuðurhjáleigu 1B, L218455. Eftir breytingu mun lóðin bera nafnið Hlíð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir heitið á lóðinni.

12.
1802046
Fornhagi ? Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan nær til 13 ha svæðis úr jörðinni Fornhagi, þar af eru 6,3 ha tjaldsvæði og 6,7 ha fyrir gistihús. Einnig eru skilgreindar lóðir undir sölusvæði og almenna útivist.
Frestað í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar.


13.
1901006
Fornhagi ? Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangþarþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til 13 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779, þar af eru 6,3 ha tjaldsvæði og 6,7 ha fyrir gistihús. Einnig eru skilgreindar lóðir undir sölusvæði og almenna útivist.
Frestað í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar.

14.
1811011
Markarfljót ? Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Gerð hefur verið tillaga að friðlýsingu svæðis sem nær yfir vatnasvið Markarfljóts, út frá aðferðafræði sem faghópur 1 í 2. áfanga rammaáætlunar notaði til að afmarka svæði. Annars vegar vegna vatnsaflsvirkjana og hins vegar vegna jarðhitavirkjana.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við friðlýsingarmörk eins og þau eru skilgreind. Nefndin telur jákvætt að friðlýsa það svæði sem tilheyrir hálendi og Markarfljótsgljúfri niður að Húsadal. Hins vegar gerir nefndin verulegar athugasemdir við friðlýsingarmörk niður árfarveg Markarfljóts. Nefndin geri einnig verulegar athugasemdir við skort á samráði við sveitarfélagið og landeigendur þess lands sem fyrirhuguð friðlýsing nær til. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að veita umsögn skv. umræðum á fundi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.


15.
1901010
Útskák - Aðalskipulagsbreyting
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða stækkun á núverandi frístundabyggð (F-353, Hellishólar) úr 10,0 ha í 13,7 ha, eða um 3,7 ha. Stækkunin er einkum til norðurs allt að Goðalandi/Hlíðarbóli. Auk þess er um 0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha úr landi Kirkjulækjarkots.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki saman lýsingu á aðalskipulagsbreytingunni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tekin verði saman lýsing á aðalskipulagsbreytingunni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir 65. fund skipulagsnefndar í heild sinni.

17.35. fundur HÍÆ nefndar

1901030

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 35. fundar Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur nefndarinnar varðandi umferðarmál við íþróttasvæði og félagsmiðstöð. Umfjöllun vísað til samgöngu- og umferðarnefndar og óskað eftir tillögu að aðgerðum sem hægt er að ráðast í strax.
Hafin er vinna á vegum sveitarfélagsins við deiliskipulag á skóla- og íþróttasvæði. Í þeirri vinnu verður horft mikið til umferðaröryggis aðkomuleiða innan skipulagssvæðisins.
Samþykkt samhljóða.

18.62. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

1901025

19.58. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

1901023

Sveitarstjórn Rangárþings eystra staðfestir fyrir sitt leyti kaup á iðnaðarhúsnæði að Dynskálum 49 undir nýja slökkvistöð á Hellu og veitir vilyrði fyrir ábyrgð á lánum vegna fjárfestingarinnar. Jafnframt heimilar sveitarstjórn Rangárþings eystra fyrir sitt leyti vinnu við undirbúning verðkönnunar eða útboðs vegna innréttingar slökkvistöðvarinnar í framhaldinu.

20.274. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 07.01.2019

1901036

Sveitarstjórn staðfestir 274. fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

21.Stjórnarfundur nr. 866

1901029

Sveitarstjórn staðfestir 866. fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

22.540. fundur stjórnar SASS; 7.12.2018

1901021

Sveitarstjórn staðfestir 540. fund stjórnar SASS.

23.541. fundur stjórnar SASS; 27.12.2018

1901022

Sveitarstjórn staðfestir 541. fund stjórnar SASS.

24.Ísland 2020; Atvinnuhættir og menning

1901033

25.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna

1901016

26.Aukavinna sveitarstjórnarmanna 2018; Rafn Bergsson

1901024

Fundi slitið - kl. 15:00.