264. fundur 08. apríl 2020 kl. 10:00 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldin í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð:
https://zoom.us/j/867148615?pwd=NXVqMGJkckovODBENE5JdjFvell5dz09
Lilja Einarsdóttir fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundarmanna að bæta við tveimur málum á dagsrká, lið 6 fundargerð Skipulagsnefndar nr. 84 og og lið 9 Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020. Aðrir liðir færast til eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála í sveitarfélaginu vegna Covid-19.
Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til íbúa Rangárþings eystra fyrir þolinmæði og æðruleysi á þessum óvissu tímum. Sveitarstjórn hvetur almenning til að fara áfram í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna, sóttvarna- og landlæknis og halda sig heima um páskana. Mikilvægt er að við leggjum öll allt okkar að mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.
Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur 2019; frestun á skilum

2004022

Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum COVID-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Öllum sveitarstjórnum er heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:

Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmda­stjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.
Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur nauðsynlegt að nýta sér þann frest sem veittur er um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

3.Frestun á leigugreiðslum; atvinnuhúsnæði

2004023

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að þau fyritæki og einstaklingar sem leigja húsnæði af sveitarfélaginu til reksturs einhversskonar ferðaþjónustu, geti óskað eftir eftirfarandi frestun á leigugreiðslum. Gjalddagar sem vera áttu 1. apríl, 1. maí og 1. júní frestist um allt að 7 mánuði eða til 1. desember. Ljóst er að mikil óvissa ríkir um nánustu framtíð ferðaþjónustu hér hjá okkur í Rangárþingi eystra, sem og Íslandi öllu, því er gripið til þessara aðgerðar til að mæta óvæntu tekjutapi þessara aðila. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð í júní 2020 m.t.t. aðstæðna sem uppi verða þá.
Samþykkt samhljóða.

4.Skólaþjónusta Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu; Menntadagur

2003061

Sveitarstjórn fagnar hugmyndinni um Menntadag en beinir því til skólastjórnenda að skipuleggja skóladagatöl næst komandi vetrar með það í huga að starfsfólk geti nýtt sér daginn 12. ágúst nk.
Samþykkt samhljóða.

5.291. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 23.3.20

2004019

Fundargerð staðfest.

6.Skipulagsnefnd - 84

2003004F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
    skipulagsfulltrúa falið að fá fund með Landmótum og sveitarstjórn.
  • 6.2 2003004 Deiliskipulag; Brú
    Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og nafnið á nýju spildunni.
  • Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna skipulagslýsingu og að hún verði send til umsagnar hjá umsagnaraðilum ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.RR-ráðgjöf; Gagnabeiðni; Sveitarfélagið Suðurland

2004018

Lagt fram til kynningar.

8.Spá um atvinnuleysi í Rangárþingi eystra; apríl 2020

2004020

Fjármálastjór er að skoða áhrif atvinnuleysis á reksturs sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

9.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Lagt fram til kynningar.
Næsti fundur sveitarstjórnar hefur verið ákveðinn miðvikudaginn 22. apríl, kl 10:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.

Fundi slitið - kl. 12:15.