263. fundur 02. apríl 2020 kl. 10:00 - 11:53 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldin í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð: https://zoom.us/j/889791779
Lilja Einarsdóttir fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundarmanna að bæta við fimm málum á dagsrká, lið 2 Consello; útboð á tryggingum 2020. lið 8 lið 9 lið og lið 15 Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila. Aðrir liðir færast til eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála í sveitarfélaginu v. Covid-19. Engar breytingar hafa orðið á rekstri stofnana sveitarfélagsins frá síðustu endurskoðun áætlunar og því ekki þörf á að samþykkja breytingar á henni.

Sveitarstjórn ítrekar þakkir sínar til starfsmanna og íbúa, um hversu vel hefur gengið í þessu verkefni. Mikilvægt er að við höldum áfram ötulli vinnu okkar í þessari baráttu.

2.Consello; útboð á tryggingum 2020

2003026

Opnun tilboða fór fram kl 13 mánudaginn 30. mars í fjarfundi, í ljósi aðstæðna vegna COVID-19.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sjóvá 17.771.012.-
TM 13.679.365.-
Vís 11.727.625.-

Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði að tilboði VÍS á grundvelli tilboðs þeirra.
Samþykkt samhljóða.

3.Unicef á Íslandi; Barnvæn samfélög

2003063

Sveitarstjórn þakka kærlega fyrir erindið. Um er að ræða metnaðarfullt verkefni og lýsir sveitarstjórn yfir áhuga sínum á þátttöku. Sveitarstjóra falið sækja um þátttöku og hefja innleiðingu að barnvænu sveitarfélagi í Rangárþingi eystra.
Samþykkt samhljóða.

4.Skólaþjónusta Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu; Menntadagur

2003061

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og felur sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni Skólaþjónustunnar.
Samþykkt samhljóða.

5.SASS; Hamingjulestin

2003064

Sveitarstjórn fagnar tilkomu verkefnisins og hefur mikla trú á því að það verði sveitarfélögum á Suðurlandi til heilla. Sveitarstjórn tilnefnir markaðs- og kynningarfulltrúa sem sinn hamingjuráðherra og tengilið sveitarfélagsins vegan verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.

6.SASS; hjólaleiðir á Suðurlandi

2003065

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Sveitarfélagið vinnur nú að heildar endurskoðun aðlskipulags og því tilvalið að rýna hjólaleiðir í sveitarfélaginu í tengslum við þá vinnu. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla saman markaðs- og kynningarfulltrúa ásamt samgöngu- og umferðarnefnd og heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd til að fjalla um spurningar sem óskað er eftir svörum við í erindinu og senda til sveitarstjórnar í framhaldinu.
Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um lausn frá störfum í sveitarstjórn

2003067

Benedikt Benediktsson hefur óskað eftir lausn frá störfum í sveitastjórn og nefnda á vegum sveitafélagsins, vegna anna í starfi, á grunni 23. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra og 30.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 frá og með 01. apríl 2020
og út kjörtímabilið.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Benedikt lausn frá störfum og þakkar kærlega fyrir hans störf undanfarin ár í þágu sveitarfélagsins.
Jafnframt býður sveitarstjórn Guri Hilstad Ólason velkomna til starfa sem aðalfulltrúa í sveitarstjórn og óskar henni velfarnaðar í störfum.

Samþykkt samhljóða.

8.Kjör varaoddvita

2004006

Tillaga að Rafn Bergsson verði varaoddviti Rangárþings eystra frá 1. apríl 2020 til 15. Júní 2020 í stað Benedikts Benediktssonar.
Samþykkt samhljóða.

9.Kosning í Byggðarráð

2004007

Tillaga að Lilja Einarsdóttir verði aðalmaður í byggðarráði frá 1. apríl 2020 til 15. Júní 2020 og varaformaður í stað Benedikts Benediktssonar.
Tillaga að Rafn Bergsson verði varamaður í byggðarráði frá 1. apríl 2020 til 15. Júní 2020 í stað Lilju Einarsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

10.Breyting á nefndarskipan

2004008

Tillaga að Rafn Bergsson verði aðalmaður í Hulu bs. í stað Benedikts Benediktssonar, og Guri Hilstad Olason varamaður í stað Rafns Bergssonar.
Tillaga að Rafn Bergsson verði aðalmaður í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. í stað Benediktssonar og Lilja Einarsdóttir varamaður.
Tillaga að Guri Hilstad Olason verði aðalmaður í húsnefnd Fossbúðar í stað Benedikts Benediktssonar
Tillaga að Guri Hilstd Olason verði varamaður í héraðsnefnd Rangárvallasýslu í stað Benedikts Benediktssonar.
Samþykkt samhljóða.

11.Samgöngu- og umferðarnefnd - 13

2003005F

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fá fund með lögreglu varðandi framkvæmd þess að breyta hámarkshraða í íbúðahverfum á Hvolsvelli úr 50 km í 30 km/klst.

Sveitarstjórn staðfestir 13. fundargerð samgöngu- og umferðarnefndar í heild sinni.
  • 11.1 2003057 Umferðaröryggi í þéttbýli
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 13 Farið yfir minnisblað skipulagsfulltrúa varðandi aðgerðir til aukins umferðaröryggis á Hvolsvelli. Nefndin þakkar fyrir minnisblaðið, en þar koma fram margar góðar ábendingar. Lagt er til að nefndarmenn skoði nærumhverfi sitt og komi ábendingum á framfæri.
    Nefndin bendir að auki á eftirfarandi.

    Gera þarf heildarskipulag fyrir skilti og yfirborðsmerkingar á skóla- og leikskólalóð.
    Yfirfara þarf merkingar varðandi botngötur.
    Yfirfara götuheitaskilti þ.e. staðsetningu þeirra.
    Yfirfara þarf staðsetningu annarra skilta. Mörg hver illa staðsett.
    Kanna með merkingar sem vísa á dvalrheimilið Kirkjuhvol. Talsvert borið á því að fólk lendi í vandræðum með að finna það.
    Merkja vel aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.
    Yfirfara þarf biðskyldumerkingar víðsvegar, ákveða hvort biðskylda gildi, eða hægri réttur.


    Bókun fundar Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman heildstæðan lista yfir forgangsverkefni sem hægt er að ráðast í sem allra fyrst.
  • 11.2 2003056 Forgangsverkefni í Vegagerð 2020
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 13 Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þrýstingur verði settur á eftirfarandi verkefni tengd vegagerð á næstu misserum.

    Hefla og rykbinda alla ómalbikaða tengivegi víðsvegar í sveitarfélaginu.
    Margir malarvegir eru nú þegar tilbúnir fyrir lagningu slitlags. Gera þarf átak í að koma slitlagi á þá vegi.
    Átak í betrumbótum á vegamótum við þjóðveg 1.
    Vegagerð í miðbæ Hvolsvallar skv. deiliskipulagi sem er að ljúka ferli.
    Breikkun vegaxla á þjóðvegi 1 í gegnum sveitarfélagið.
    Framkvæmdir við breytingar á vegstæðum við Fíflholtshverfið og Borgareyrar.
    Gera átak í lagningu reið- og hjólreiðastíga.
    Átak í uppbyggingu vega á og við ferðamannastaði.
    Gagngerar endurbætur á yfirborði þjóðvegar 1 í sveitarfélaginu.
    Hringtorg á gatnamót Hlíðarvegar, Nýbýlavegar og Ormsvallar.

    Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, formanni samgöngu- og umferðarnefndar og skipulagsfulltrúa að funda með Vegagerðinni sem allra fyrst og þrýsta á að umræddar framkvæmdir verði að veruleika svo skjótt sem verða má.
  • 11.3 2003055 Umsókn í styrkvegasjóð 2020
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 13 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar. Nefndin leggur til að sótt verði um meðal annars vegna viðhalds og framkvæmda við eftirfarandi vegkafla.

    Vegakafli frá Krossi að Hallgeirsey.
    Vegakafli frá Sléttabóli að Kanastöðum.
    Vegakafli frá Þverárbotnum í Krók.
    Vegurinn inn á Almenninga úr Þórsmörk
    Aðgengi að Gluggafossi.
    Aðgengi að Þorsteinslundi.
    Aðgengi að Rútshelli.
    Aðgengi að Nauthúsagili.
    Aðgengi að Krappa.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar og felur sveitarstjóri að sækja um styrk til framkvæmdanna í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
  • 11.4 1806022 Umferðaröryggisáætlun; Rangárþing eystra
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 13 Guðmundur Úlfar, skipulagsfulltrúi fer yfir fyrirkomulag vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem unnin verður í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra. Vinna við áætlunina er á fyrstu stigum og er stefnt að því að ljúka henni sem fyrst.
  • 11.5 1905079 Öldubakki; Lokun fyrir gegnumstreymi umferðar
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 13 Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði könnun meðal íbúa Hvolstúns, Öldubakka, Gilsbakka, Dalsbakka og Sólbakka hvort loka eigi eður ei gegnumstreymi um Öldubakka. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að framkvæma könnunina. Sveitarstjórn leggur til að könnunin taki bæði til lokunar, opnunar eða annarra valkosta sem auka umferðaröryggi.

12.203. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands; 24.3.2020

2003066

Lagt fram til kynningar.

13.5. fundur verkefnahóps um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi

2003059

Lagt fram til kynningar.

14.6. fundur verkefnahóps um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi

2003060

Lagt fram til kynningar.

15.7. fundur verkefnahóps um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi

2003062

Lagt fram til kynningar.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 880. fundur stjórnar

2003068

Lagt fram til kynningar.

17.Fjármál sveitarfélaga; Almennt eftirlit með því að fjármál og fjálmálastjórnun sé í samræmi við lög

2003069

18.Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Næsti fundur sveitarstjórnar hefur verið ákveðinn miðvikudaginn 8. apríl, kl 10:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.

Fundi slitið - kl. 11:53.