261. fundur 19. mars 2020 kl. 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
 • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
 • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
 • Lilja Einarsdóttir oddviti
 • Rafn Bergsson aðalmaður
 • Guri Hilstad Ólason varamaður
 • Arnar Gauti Markússon varamaður
Starfsmenn
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundur sveitarstjórnar er haldin í fjarfundi, með fjarfundarforritinu Zoom á eftirfarandi slóð: https://zoom.us/j/955576004
Fundarstjóri setur fund og leitar eftir athugasemdnum við fundarboð, sem engin eru.
Fundarstjóri óskar eftir að bæta tveimur málum á dagsrá fundar. Liður 1. Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga og liður 2. Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19
Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt samhljóða.

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins hefur Alþingi samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020
Á grundvelli þessa samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
Einnig samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarrásð og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.
Samþykkt samhljóða.

2.Aðgerðaráætlun; Heimsfaraldur inflúensu; COVID-19

2003042

Aðgerðaráætlun, útgáfa 2 samþykkt samhljóða.

3.Götulýsing; Yfirtaka Rangárþings eystra

1906099

Uppsetning og rekstur götuljósa var áður hluti af reglulegri starfsemi dreifiveitna, en skv. raforkulögum nr. 65/2003 fellur götulýsing hvorki undir einkaleyfisstarfsemi dreififyrirtækja né kemur inn í tekjuheimildir þeirra. Götulýsingarkerfin á orkuveitusvæði RARIK hafa þó fram til þessa verið bókfærð hjá dreifiveitunni, en sveitarfélögin hafa greitt stofnkostnað og rekstur þeirra.

Fyrir liggur samningur um afhendingu götulýsingarkerfis RARIK til eignar Rangárþingi eystra. Með samningnum mun sveitarfélagið yfirtaka og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er frá og með 1. apríl 2020.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Einnig er sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að fyrirkomulagi varðandi umsjón og viðhald kerfisins.
Samþykkt samhljóða.

4.Fyrirækjasamningur milli HSU og Rangárþings eystra

2002065

Uppsögn samnings móttekin. Sveitarstjórn þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á því að fá aðra aðila til að sinna þeim hlutverkum sem samningur náði til.
Samþykkt samhljóða.

5.Húsnæði fyrir Njálurefilinn

2003045

Aðstandendur Refilshópsins óska eftir því við sveitarstjórn taki til skoðunar að leigja rými í LAVA til uppsetningar og sýningar á Reflinum, þegar vinnu við hann er lokið. Með erindi hópsins fylgja hönnunargögn og kostnaðaráætlun.
Sveitarstjórn þakkar kærlega fyrir erindið. Að mati sveitarstjórnar er hugmyndin að staðsetningu Refilsins góð. Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu og heim allann vegna heimsfaraldurs COVID-19 telur sveitarstjórn ekki tímabært að taka ákvörðun um að leggja í slík verkefni á þessari stundu.
Erindinu frestað.

6.Tæming og skráning rotþróa; Útboðs- og verklýsing

2002060

Tillaga er um að tæming rotþróa í Rangárþingi eystra verði boðin út í samvinnu við Rangárþing ytra, samkvæmt þeim útboðsgögnum sem liggja fyrir, með tilboðsfresti til 23. apríl nk.
Samþykkt samhljóða.

7.Vísinda- rannsóknarsjóður Suðurlands; Ósk um styrk

2003009

Sveitarstjórn samþykkir að vera áfram styrktaraðili Vísindasjóðsins, með árlegu framlagi að upphæð 40.000 kr. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept

2003032

Lagt fram til kynningar.

9.Landsþings sambandsins; frestað

2003035

Lagt fram til kynningar.

10.Niðurstaða örútboðs á raforkukaupum

2003036

Rangárþingi eystra hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr.21075 RS raforka sveitarfélög.

Rangárþing eystra hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

Samþykkt samhljóða.

11.Snjómokstur; fyrirspurn frá félagi sumarhúsaeiganda í landi Hallskots

2003044

Rangárþing eystra kemur að snjómokstri í dreyfbýli á héraðs- og tengivegum í samvinnu og umsjón Vegagerðar. Það fyrirkomulag tekur ekki til snjómoksturs á sumarbústaðsvæðum, enda engin þar með skráð lögheimili.
Rangárþing eystra sér ekki fært að verða við beiðni félagsins um aðkomu að snjómokstri og er því henni hafnað.
Samþykkt samhljóða.

12.Byggðarráð - 189

2002007F

Fundargerð samþykkt í heild.

13.Byggðarráð - 190

2003002F

Fundargerð samþykkt í heild.
 • Byggðarráð - 190 Viðbragðsáætlun fyrir Rangárþing eystra á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sveitarfélagsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu/COVID-19.
  Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008, lög um sóttvarnir nr. 19/1997 og Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu/COVID-19. Notast var við fyrirmynd af viðbragðsáætlun Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Einnig er stuðst við sniðmát að viðbragðsáætlun fyrir stjórnarráðið sem gert var í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis
  Viðbragðsáætlun samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð - 190 Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi hefur verið unnin aðgerðaráætlun fyrir Rangaþing eystra. Byggðarráð þakkar forsvarsmönnum stofnana fyrir óeigingjarna og vandaða vinnu og skjót viðbrögð við endurskipulagningu starfsemi sinna stofnana með það að leiðarljósi að tryggja órofinn rekstur á neyðarstigi almannavarna. Aðgerðaráætlunin á stoð í viðgragðsáætlun Rangárþings eystra við COVID-19 og er gefin út sem leiðbeiningar fyrir starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins en við þær þjóðfélagsaðstæður sem við búum nú við er mikilvægt að allir séu vel upplýstir. Nú skiptir höfuðmáli að við sem samfélag leggjumst öll á eitt til að hefta útbreiðslu smits af völdum COVID-19 og vernda okkar viðkvæmustu einstaklinga. Byggðarráð biðlar til íbúa að kynna sér áætlunina og fylgjast vel með á heimasíðu Rangárþings eystra þar sem áætlunin verður endurskoðuð ört með tilliti til síbreytilegra aðstðæðna og ráðlegginga frá Landlæknisembættinu, Almannavörnum og yfirvöldum.
  Aðgerðaráætlun Rangárþings eystra vegna COVID-19 samþykkt samhljóða

14.Tónlistarskóli Rangæinga; 16. stjórnarfundur

2003017

Bókun sveitarstjórnar vegna liðar 2 í fundargerð stjórnar.
Tekin fyrir beiðni frá stjórn Tónlistarskóla Rangæinga bs. vegan uppgjörs ársins 2019 varðandi kostnað við starfslok fyrrverandi skólastjóra. Óskað er eftir viðbótarframlagi frá Rangárþingi eystra fyrir sínum hlut að upphæð 5.249.883 kr. Fjárhæðin kemur til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.

15.Bergrisinn; 13. fundur stjórnar; 17.02.2020

2003031

Fundargerð samþykkt í heild.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 879. fundur stjórnar

2003030

Fundargerð lögð fram.

17.290. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 18.2.20

2003033

Fundargerð lögð fram.

18.Öldungaráð Rangárvallasýslu; Fundargerð 1. fundar

2003038

Fundargerð lögð fram.

19.Ungmennafélagið Þórsmörk; Þakkarbréf

2003008

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

20.Landssamtök landeigenda á Íslandi; Aðalfundarboð

2003010

Fundinum hefur verið frestað, lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Umsókn um styrk í Landbótasjóð 2020

22.Félag húsbílaeigenda; Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa

Næsti fundur sveitarstjórnar hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 26. mars, kl 12:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.

Fundi slitið.