258. fundur 12. desember 2019 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Benedikt Benediktsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2019-2022

1811004

Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2020-2023
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.040 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.951 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 110 m.kr. Veltufé frá rekstri 198 m.kr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð 60 m. kr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um kr. 60 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið................171 mkr.
Afborgun lána.......................................55,1 mkr.
Tekin ný langtímalán...................................0 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....1.020 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok........................2.213 mkr.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2020; gjaldskrár

1909091

Gjaldskrá félagsheimila 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir fráveitugjald 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir fjallaskála í Rangárþingi eystra 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá leikskóla 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir Skógaveitu 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir kattahald á Hvolsvelli 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð 2020 - Samþykkt samhljóða
Reglur og gjaldskrá fyrir Skólaskjól 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá vatnsveitu Rangárþings eystra 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2020 - Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2020 - Samþykkt samhljóða
Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2020 - Samþykkt samhljóða
Álagningareglur Rangárþings eystra 2020 - Samþykkt samhljóða

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1910028

Sveitarstjórn fellir úr gildi, áður samþykkta viðauka, frá sveitarstjórnarfundi 10. október 2019 vegan ágalla.
Samþykktir eru nú viðaukar upp á kr. 11.727.000 kr og á móti er hagnaður ársins 2019 lækkaður. Samþykkt samhljóða.

4.Ósk um tímabundið leyfi frá störfum í sveitastjórn

1912032

Sveitstjórn samþykkir að verða við beiðni Benedikts um lausn frá störfum skv. 23. gr. samþykktar um stjórn Rangárþings eystra. Sveitarstjórn býður Guri Hilstad Ólason velkomna sem aðalmann í sveitarstjórn í fjarveru Benedikts.
Samþykkt samhljóða.

5.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra

1806024

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Eflu í gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

6.Umboð til undirritunar lóðaleigusamninga

1911074

Tillaga er um að Guðmundi Úlfari Gíslasyni, skipulags- og byggingarfulltrúa verði veitt fullt umboð til að undirrita lóðaleigusamninga f.h. sveitarfélagsins og eftir atvikum aðra samninga sem varða afnot af lóðum og lendum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

7.Gámavöllur á Hvolsvelli

1912026

Á vordögum 2019 óskaði stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu eftir afstöðu allra aðildarsveitarfélaga um hvernig þjónustu við gámasvæði verði háttað til framtíðar. Unnið hefur verið að málinu og liggja nú fyrir upplýsingar um kostnað.
Hallarekstur vegna sorpmála í Rangárþingi eystra árið 2018 var um 30.000.000 kr og útlit fyrir svipað árið 2019. Stór hluti þess hallareksturs kemur til vegna kostnaðar við gámasvæði á Hvolsvelli. Fyrirsjáanlegt er, vegna lélegrar flokkunar að hækkun urðunarkostnaðar rangt flokkaðs sorps af gámasvæðinu verði rúmar 6.000.000 kr árið 2020 að öllu óbreyttu.
Erfiðlega hefur gengið að fá notendur til að flokka rétt í gámana og veldur það gríðarlegum kostnaði við rekstur svæðisins þar sem að stór hluti þess úrgangs fer til urðunar en ekki til endurvinnslu sem er bæði mun ódýrari og umhverfisvænni kostur. Einnig hefur borið talsvert á því að atvinnurekendur hafa verið að nýta gámavöllinn.
Á grundvelli þessa viðvarandi háa kostnaðar auk umhverfissjónarmiða samþykkir sveitarstjórn að breyta þjónustustigi á gámasvæðinu á Hvolsvelli í svo kallaða grenndarstöð, þar sem verður tekið við heimilissorpi, pappa, plasti, gleri og áli líkt og á öðrum grenndarstöðvum innan svæðis Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Móttaka á öðrum úrgangi sem og úrgangi atvinnurekenda mun eftir sem áður fara fram á Strönd. Mikilvægt er að opnunartími og þjónusta á Strönd verði bætt til muna samhliða þessari breytingu.
Samþykkt samhljóða.

8.Trúnaðarmál

1903080

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

9.Styrkumsókn vegna sérverkefnis á sviði umhverfismála

1912002

Sveitarstjórn fagnar frumkvæði Hótels Fljótshlíðar í umhverfismálum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir nánari kynningu á verkefninu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

10.Consello; útboð á tryggingum 2019

1911064

Sveitarstjórn samþykkir tilboð Consello í ráðgjöf varðandi greiningu og útboð / verðkönnun á tryggingum sveitarfélagsins.

11.TRS; Hýsingar- og rekstrarþjónustusamningur

1912003

Sveitarstjórn samþykkir uppfærðan og endurbættan hýsingar- og rekstrarþjónustusamning við TRS. Samningurinn tryggir sveitarfélaginu öruggari og betri þjónustu.

12.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis 2019-2020

1912018

Sveitarstjórn samþykkir skólavist utan lögheimilis fyrir árið 2019 -2020.

13.Umsögn; Tækifærisleyfi í Hvoli fyrir áramótadansleik

1912012

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Þar sem um áramótadansleik er að ræða veitir sveitarstjórn heimild fyrir dansleiknum til kl. 05:00, 1. janúar 2020.
Sveitarstjórn áréttar að 18 ára aldurstakmark, eins og fram kemur í umsókninni, sé virt.

14.Byggðarráð - 187

1911009F

Sveitarstjórn staðfestir 187. fund byggðarráðs Rangárþings eystra.

15.Skipulagsnefnd - 78

1911003F

Sveitarstjórn staðfestir 78. fund skipulagsnefndar Rangárþings eystra.
  • Skipulagsnefnd - 78 Tillagan var auglýst 16. október sl. með athugasemdarfresti til 27. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar er mælt með því, vegna umferðaröryggis, að fyrirhugað hringtorg verði um 45 m að ytra þvermáli og hannað í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar. Í leiðbeiningum Vegagerðarinnar um hönnun hringtorga er gert ráð fyrir að lítil hringtorg í þéttbýli geti verið með heildarþvermál frá 22-32m og umferðarmagni 15.000-20.000 ökutæki/sólarhring. Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhugað hringtorg er með 25m heildarþvermál og samræmist því reglum Vegagerðarinnar um hönnun hringtorga í þéttbýli. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að aðkoma frá Akureyjarvegi er ekki um Strandarveg (2516-01) heldur um veginn að lögbýlinu Dægru. Búið er að leiðrétta það á skipulagsuppdrætti. Í umsögn Veðurstofun Íslands kemur fram að mögulegt er að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns, ef um gos í norðurhluta Eyjafjallajökuls sé að ræða. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skipulagssvæðið er á náttúruminjaskrá (Tjarnir og tjarnarnes nr 719) vegna gróðurfars, dýralífs og fuglavarps. Skipulagsnefnd telur ekki líklegt að tillagan hafi mikil áhrif á dýralíf og fuglavarp þar sem byggingar innan fyrirhugaðs deiliskipulags eru það nálægt núverandi byggingum á Steinmóðarbæ. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að við suðurjaðar skipulagssvæðisins liggi áberandi garður sem hafi varðveislugildi og beri að varðveita. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Minjastofnunar. Í umsögn Veðurstofun Íslands kemur fram að mögulegt er að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns, ef um gos í vesturhluta Kötlu sé að ræða. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi á Steinmóðarbæ 4 og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofun Íslands kemur fram að mögulegt er að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns, ef um gos í vesturhluta Kötlu sé að ræða. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofun Íslands kemur fram að mögulegt er að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns, ef um gos í vesturhluta Kötlu sé að ræða. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu tillögunnar á 75. fundi nefndarinnar vegna athugasemda varðandi áætlaðan gestafjölda, fyrirkomulag sorphirðu og fráveitu. Búið er að uppfæra greinargerð þar sem áætlaður heildarfjöldi gesta kemur fram. Eins hefur verið brugðist við öðrum athugasemdum nefndarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt nágrönnum að Svanavatni, Dalsseli og Bjarkarlandi. Ein athugasemd kom fram hjá eigendum Bjarkarlands og var hún í fjórum liðum. 1. Staðsetning mun valda ónæði og líklega ágangi á Bjarkarlandi. 2. Staðsetning takmarkar framtíðarmögluleika á nýtingu jarðarinnar vegna nálægðar við jarðamörk. Búast má við verulegum áhrifum á ásýnd eignar bankans og skuggavarp umn aukast. 3. Staðsetning umdeildra gestahúsa mun að öllum líkindum takmarka sölumöguleika jarðarinnar og þar með rýra verðmæti jarðar bankans. 4. Umdeild gestahús byrgja útsýni frá jörð bankans enda er gert ráð fyrir allt að fimm metra mænishæð.
    Skipulagsnefnd bendir á að fyrirhuguð uppbygging á Borgareyrum er hófstillt, byggingar eru nálægt Hólmabæjarvegi og eru a.m.k. 25m frá landamerkjum. Girt er í landamerkjum og ekki er líklegt að ágangur verði af ferðafólki yfir þá girðingu. Nýjar byggingar í landi Borgareyra munu alltaf breyta ásýnd en fráleitt er að 5m háar byggingar, sem eru í rúmlega 1,1 km fjarlægð frá núverandi byggingum á Bjarkarlandi, byrgi útsýni frá Bjarkarlandi eða hafi áhrif á skuggavarp. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að bregðast frekar við þessum athugasemdum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Borgareyrum verði samþykkt og afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 78 Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. Bókun fundar Benedikt Benediktsson víkur af fundi við þessum dagskrárlið.
    Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði afgreidd sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.
    Benedikt Benediktsson kemur aftur inn á fund eftir afgreiðslu ofangreinds dagskrárliðar.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. desember 2019 til 30. nóvember 2020. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. desember 2019 til 30. nóvember 2020.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna í málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

16.Skipulagsnefnd - 79

1911011F

Sveitarstjórn staðfestir 79. fund skipulagsnefndar Rangárþings eystra.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að tillagan samræmist illa kafla 2.1.1 í Landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er þétt byggð í næsta nágrenni og aðkoma og tengingar við veitukerfi góðar. Ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að rökstyðja þurfi sérstaklega af hverju vikið sé frá stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins um landbúnaðarland. Skipulagsnefnd bendir á að á svæðinu er nú þegar þétt byggð óháð búrekstri og verið er að stækka það svæði. Svæðið í kring er að hluta til skilgreint sem íbúðarbyggð og frístundabyggð. Breytingin víkur því að litlu leyti frá stefnu í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 25. september 2019 með athugasemdafresti til 6. nóvember 2019. Einnig var tillagan send til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að færa þurfi staðsetningu og útlínur fornminja, sem liggja meðfram aðkomuvegi og ná suður fyrir áætlaðan byggingarreit, inn á deiliskipulagsuppdrátt. Þar sem að fornminjar liggja mjög þétt austan við fyrirhugaðan aðkomuveg auk þess að vera mjög nálægt fyrirhugðuðm byggingarreit þá þurfi að taka tillit til þeirra við framkæmdir við vegslóðann svo og við aðrar framkvæmdir innan svæðis s.s. lagnir og trjáplöntun. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Minjastofnunar og hefur verið brugðist við þeim á skipulagsuppdrætti. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á mögulega flóðahættu við gos í sunnanverðum Eyjafjallajökli með flóðahættu um 0,2-0,5m af kyrrstæðu vatni. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfar þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að leitast skuli við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar og leggur áherslu á að náttúrulegri ásýnd árbakkans verði viðhaldið. Einnig bendir Umhverfisstofnun á að fyrirhugaður aðkomuvegur sé ekki skilgreindur sem þjóðvegur í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd bendir á að vinna er í gangi við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem brugðist verður við fyrrgreindri athugasemd. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að af öryggisráðstöfun þá er vegtengingunni hafnað eins og hún er sýnd á skipulagsuppdrætti. Farið er fram á að hún verði færð fjær brú í austurátt eða um ca 110m. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar og fer fram á að tekið verði tillit til athugasemda umsagnaraðila. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
  • 16.3 1908007 Deiliskipulag - Sopi
    Skipulagsnefnd - 79 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 25. september 2019 með athugasemdafresti til 6. nóvember 2019. Einnig var tillagan send til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfar þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að í norðaustur jaðri svæðisins sé garðlag sem er að hluta innan skipulagssvæðisins. Búið er að færa staðsetningu og útlínur garðlagsins inn á deiliskipulagsuppdrátt. Búið er að óska eftir undanþágu fra 4. mgr. 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem um er að ræða staðsetningu á íbúðarhúsi í minna en 100m fjarlægð frá stofnvegi. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að fyrrgreind undanþága frá fjarlægðartakmörkunum verði veitt og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um að undanþága frá fjarlægðartakmörkunum verði veitt, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi grein fyrir vatnsöflun og hvernig fráveitumálum verði háttað. Búið er að gera grein fyrir því í greinargerð breytingarinnar. Skipulagsstofnun bendir einnig á að skipulagsáformin séu ekki í samræmi við stefnu aðalskipulags um landbúnaðarland. Skipulagsnefnd bendir á að mjög lítill hluti landbúnaðarlands er undir í viðkomandi skipulagstillögu og mun starfsemin sem tillagan byggir á eingöngu styrkja stoðir undir atvinnuuppbyggingu á jaðarsvæði sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að fá þurfi fornleifafræðing til að uppfæra fyrirliggjandi fornleifaskráningu á svæðinu og skrá inn á uppdrætti. Að auki þurfi að gera húsakönnun og húsaskráningu þeirra húsa sem eru innan skipulagssvæðis. Búið er að gera grein fyrir viðbrögðum við umsögn Minjastofnunar í greinargerð breytingarinnar og verður gerð frekari grein fyrir skráningu fornminja í deiliskipulagi. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að staðbundin aftakaúrkoma getur valdið vandkvæðum ef ekki er gætt að því að ofanvatn komist í jarðveginn eða í fráveitukerfið. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gerð verði ítarleg grein fyrir ofanvatnslausnum við deiliskipulagsgerð. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi betri grein fyrir tengslum við Landsskipulagsstefnu. Gerð er grein fyrir samræmi við Landsskipulagsstefnu í greinargerð breytingarinnar auk þess sem að hugað verði að sjálfbærum ofanvatnslausnum og umhverfisvænum lausnum varðandi flokkun og endurvinnslu sorps. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á ef um gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Einnig getur gos í Eyjafjallajökli valdið miklu öskufalli á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að það komi fram í tillögunni hvernig breytingin samrýmist kafla 2.1.1 í Landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbær byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að byggingar eru þegar á svæðinu og og aðkoma og tengingar við veitukerfi eru góðar. Ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að fá þurfi fornleifafræðing til að skrá fornleifar á svæðinu. Í greinargerð breytingarinnar er tekið fram að við deiliskipulag svæðisins verði tekið tillit til fornminja og útlínur þeirra sýndar á uppdrætti.
    Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Að mati skipulagsnenfdar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn en aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags halda sér. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.
  • Skipulagsnefnd - 79 Skipulagsnefnd hafnar erindinu en bendir á að staðsettur er flugvöllur vestan við Hvolsvöll, eða í landi Miðkrika þar sem rekstur þyrluþjónustu gæti samræmst skipulagi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2019. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að búið er að skrá fornleifar á jörðinni Lambalækur. Minjastofnun telur að sýna þurfi staðsetningu og útlínur fornleifa á svæðinu á uppdrætti og taka tillit til þeirra í greinagerð. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Minjastofnunar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði af. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar. Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir rökstuðningi fyrir þörf á stækkun á íbúðarsvæði ÍB-366 þegar þar eru fyrir óbyggðar lóðir á íbúarsvæði skv. gildandi skipulagi. Skipulagsnefnd bendir á að það svæði sem breyta á í íbúðabyggð er nú þegar skipulagt sem frístundabyggð. Ekki er verið að fjölga byggingarreitum eða lóðum og verður þeim í raun fækkað í breyttu deiliskipulagi. Svæðið verður ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélagið þar sem aðkoma er nú þegar mjög góð. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi grein fyrir hvaða mannvirki séu fyrir á svæðinu og hvernig þau samræmist áformum um breytta notkun og hvenær núverandi frístundahúsum skuli breytt í íbúðarhús. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gerð verði grein fyrir núverandi mannvirkjum á deiliskipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd bendir á að til þess að hægt sé að skrá mannvirki sem íbúð eða íbúðarhús þarf það að uppfylla almennar kröfur til íbúða eins og það kemur fram í kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókur skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 79 Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn en aðrir skilmálar gildandi aðalskipulags á svæðinu halda sér. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til yfirferðar staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 79 Að mati skipulagsnefndar er til staðar byggingarréttur á allt að 500 m2 viðbyggingu, skv. kaupsamningi frá árinu 2005. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar en bendir á að ákvörðun um viðbyggingu er háð samþykki sveitarfélagsins.

17.Menningarnefnd - 31

1911004F

Sveitarstjórn staðfestir 31. fund menningarnefndar Rangárþings eystra.
  • Menningarnefnd - 31 Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknir sem bárust.
    Að þessu sinni veitir menningarnefnd styrk að upphæð 350 þúsund kr til verkefnisins Raufarfell undir Eyjafjöllum.
  • Menningarnefnd - 31 Menningarnefnd hafnar umsókninni að þessu sinni en hvetur nemendafélagið Mími til að sækja um styrk aftur og hafa með ítarlegri upplýsingar varðandi kostnaðaráætlun og styrkupphæð.
    Einnig bendir menningarnefnd á að hægt er að finna upplýsingar um styrki úr menningarsjóði og þar til gerð eyðublöð á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Menningarnefnd - 31 Ýmsar hugmyndir varðandi breytingu á dagskrá Kjötsúpuhátíðar 2020 ræddar.

18.15. fundur Ungmennaráðs; 08.11.2019

1911068

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 15. fundar Ungmennaráðs. Sveitarstjórn þakkar fyrir gagnlegar ábendingar sem þar koma fram og felur sveitarstjóra að vinna að úrbótum. Einnig er sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun erindisbréfs skv. ábendingum þar um.

19.Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga; 26.11.2019

1911070

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð stjórnarfundar Héraðsbókasafns Rangæinga.

20.42. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 26.11.2019

1912019

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 42. fundar stjórnar félags- og skólaþjónustu Rangárvallar- og Vestur Skaftafellssýslu.

21.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 61

1911002F

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 61. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýlsu bs.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 61 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2020.
    Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 61 Bygging nýrrar slökkvistöðvar gengur vel. Vinna við útboðsgögn stendur yfir og stefnt er að því að bjóða út seinnihluta framkvæmda um miðjan desember.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 61 Stjórn samþykkir að bjóða Rangárþingi ytra fasteignina til kaups á matsverði.
    Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 61 Leifur Bjarki fer yfir stöðu mála varðandi gerð brunavarnaráætlunar. Vinna er langt komin og stefnt er að því að hún verði tilbúin til staðfestingar um áramót.

22.Héraðsráðsfundur; 25. nóvember 2019

23.288. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 26.11.19

1911072

Lagt fram til kynningar.

24.Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 2019

1912005

Lagt fram til kynningar.

25.Samband íslenskra svetiarfélaga; 876. fundur stjórnar

1912023

Lagt fram til kynningar

26.Bergrisinn; 11. fundur stjórnar; 28.11.2019

1912022

Lagt fram til kynningar.

27.Trúnaðarmál

1910064

Lagt fram til kynningar.

28.Rangárhöllin; aðalfundarboð

1912021

Lagt fram til kynningar.

29.Hestamannafélagið Geysir; ársskýrla

1912020

Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóða og vandaða skýrslu og lýsir ánægju sinni með starfið.
Lagt fram til kynningar.

30.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019

1902326

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.