255. fundur 10. október 2019 kl. 12:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti óskar eftir leyfi fundar að bæta á dagskrá lið 1. Aukafundur sveitarstjórnar 31. október 2019 og lið 25. Aðalfundarboð Bergrisans.
Samþykkt samhljóða.

1.Aukafundur sveitarstjórnar 31. október 2019

1910044

Samþykkt samhljóða.

2.Heilsueflandi samfélag; kynning frá Embætti landlæknis

1910032

Gígja Gunnarsdóttir frá embætti Landlæknis kemur til fundar og kynnir verkefnið heilsueflandi samfélag. Einnig sátu kynninguna forstöðumenn stofnana, fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsnefnd og velferðarnefnd.
Sveitarstjórn þakkar Gígju fyrir greinargóða kynningu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Ungmennaráð Suðurlands; tilnefning fulltrúa

1910030

Ungmennaráð Suðurlands óskar eftir tilnefningu frá Rangárþingi eystra á nýjum fulltrúa í ráðið. Sveitarstjórn felur ungmennaráði að tilnefna nýjan fulltrúa. Samþykkt samhljóða.

4.Leikskólinn Örk; Reglur um styttingu vinnuvikunnar; tilraunaverkefni

1909092

Um er að ræða tilraunaverkefni á Leikskólanum Örk fyrir tímabilið 1. september 2019 til 1. júlí 2020. Utanumhald verkefnisins er á höndum leikskólastjóra. Mikilvægt er að verkefnið skili skýrum niðurstöðum að tilraunatímabili loknu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.

5.Mímir nemendafélag ML; ósk um styrk

1910007

Styrkbeiðni vísað til menningarnefndar Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jón Viðarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

6.Hestmannafélagið Sindri; Ósk um styrk

1910008

Sveitarstjórn samþykkir styrk til æskulýðsstarfs að upphæð 90.000 kr. og reiðvegagerðar í Rangárþingi eystra að upphæð 250.000 kr.
Sveitarstjórn óskar eftir framkvæmdaáætlun fyrir reiðvegagerð og starfsskýrslu æskulýðsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

Guðmundur Jón Viðarsson kemur aftur inn á fund.

7.Svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið; minnisblað

1910016

Sveitarstjórn fagnar því að vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suður hálendið sé hafin og staðfestir hér með þátttöku Rangárþings eystra í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir að SASS gangi til samninga við EFLU vegna verkefnisins.

Aðalmenn í svæðisskipulagsnefnd eru skipaðir eftirfarandi:
Anton Kári Halldórsson
Lilja Einarsdóttir

Varamenn í svæðisskipulagsnefnd eru skipaðir eftirfarandi:
Guðmundur Jón Viðarsson
Rafn Bergsson

Samþykkt samhljóða.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1910028

Viðaukarnir eru upp á kr. 16.250.000 kr og á móti er hagnaður ársins 2019 lækkaður. Samþykkt samhljóða.

9.Fundur forstöðumanna héraðsskjalasafna á Suðurlandi

1910009

Sveitarstjórn vísar erindinu til umræðu í Héraðsnefnd Rangæinga.
Samþykkt samhljóða.

10.Héraðsbókasafn Rangárvallasýslu; bréf frá forstöðumanni

1910026

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

11.Tónsmiðja Suðurlands; Ósk um greiðslu á kennslugjöldum

1910011

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins, þar sem ekki hafa borist umbeðin gögn frá umsækjanda.

12.Tré lífsins; afstaða til Minningargarðs og stofnun hans í Rangárþingi eystra

1910027

Sveitarstjórn vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

13.Byggðarráð - 185

1909004F

Fundargerð byggðarráðs samþykkt samhljóða.

14.Samgöngu- og umferðarnefnd - 12

1909008F

Fundargerð samþykkt samhljóða.
  • 14.1 1909107 Úttekt á vegum í Rangárþingi eystra
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 12 Ólafur Guðmundsson kynnir fyrir nefndinni þá vinnu sem hann hefur unnið varðandi úttekt á vegakefi í Rangárþingi eystra. Nefndin þakkar Ólafi fyrir greinargóða kynningu og óskar eftir frekari samvinnu við hann, við gerð umferðaröryggisáæltunar sveitarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn óskar eftir því að fá kynningu frá Ólafi Guðmundssyni á vegakerfi Rangárþings eystra.
  • 14.2 1811020 Hvolsvöllur; Deiliskipulag
    Samgöngu- og umferðarnefnd - 12 Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir tillögu Mannvits um að ganga út frá tillögu 1 og loka ekki á umferð um Vallarbraut, að nýju íbúðahverfi. Að því gefnu að sá vegkafli Vallarbrautar sem aðgreinir íþrótta og skólasvæði verði breytt í vistgötu.
    Samþykkt samhljóða.

15.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43

1909005F

Fundargerð samþykkt samhlóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd býður Þórunni Jónu nýjan forstöðumann Skólaþjónustunnar velkomna til starfa og þakkar fyrir góða kynningu á námskeiðum komandi vetrar.
    Fræðslunefnd hvetur starfsfólk skólanna sem og aðra til þáttöku á námskeiðum.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd leggur til að reglur og gjaldskrá verði aðskildar fyrir Skólaskjól og lagt aftur fyrir nefnd.
    Fræðslunefnd þykir eðlilegt að gjaldskrár fylgi vísitölu en hækki ekki að öðru leiti.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Birna fer yfir sjálfsmatsskýrslu Hvolsskóla og þakkar nefndin fyrir greinargóða skýrslu.
    Staðfest samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða áætlun og áætlun er samþykkt.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd þakkar fyrir góða skýrslu og samþykkir hana.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með að tilraunaverkefnið um styttingu vinnuvikunnar sé hafið.
    Reglur lagðar fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fundadagatal samþykkt.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Fræðslunefnd tekur undir tillögu Mannvits um að ganga út frá tillögu 1 og loka ekki á umferð um Vallarbraut, að nýju íbúðarhverfi. Að því gefnu að sá vegkafli Vallabrautar sem aðgreinir íþrótta og skólasvæði verði breytt í vistgötu.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Lagt fram til kynningar.
  • 15.10 1909089 Forvarnardagurinn 2019
    Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43 Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 43

16.Skipulagsnefnd - 75

1909007F

Fundargerð samþykkt í heild.
  • 16.1 1811020 Hvolsvöllur; Deiliskipulag
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.2 1906066 Deiliskipulag - Laxhof
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.3 1906112 Deiliskipulag - Kaffi Langbrók
    Skipulagsnefnd - 75 Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Umhverfisstofnun telur að tillagan muni ekki hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, en bendir á að mjög góðu landbúnaðarlandi verði raskað með húsbyggingum og vegagerð. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er ferðaþjónustutengd starfsemi á svæðinu og verður mjög litlum hluta af góðu landbúnaðarlandi svæðisins raskað. Viðkomandi bygging og vegagerð mun eingöngu styrkja stoðir starfseminnar. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að skipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.4 1907004 Deiliskipulag - Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel
    Skipulagsnefnd - 75 Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að vegna hárrar grunnvatnsstöðu þurfi að beita öðrum lausnum en hefðbundnum siturlögnum við fráveitu. Búið er að bregðast við því í greinargerð skipulagsins þar sem tekið er fram að hreinsivirki skuli staðsett á efri hluta lóðar, innan byggingarreits. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að mikilvægt er að forðast röskun á búsvæði Skúms, sem er flokkaður sem tegund í bráðri útrýmingarhættu og á válista Náttúrufræðistofnunar. Skipulagsnefnd tekur undir ábendinguna en bendir á að byggingar eru ekki áætlaðar innan svæðis sem raskar búsvæði Skúms. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að skipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.5 1908014 Deiliskipulag - Steinmóðarbær 4
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.6 1909043 Deiliskipulag; Skiphóll
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 16.7 1909057 Breytt skráning staðfangs; Gularás land
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að staðfangi á Gularási land L216258 verði breytt í Skiphóll. Bókun fundar
    Sveitarstjórn samþykkir nýtt staðfang á Gularás land í Skiphóll.
  • 16.8 1909058 Deiliskipulag - breyting; Borgareyrar
    Skipulagsnefnd - 75 Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu.
  • 16.9 1909062 Deiliskipulag - Ytri Rot
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Sveitarsjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
  • 16.10 1909064 Umsókn um lóð; Langanes 41
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram í lóðamálum á svæðinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • 16.11 1909074 Landskipti; Seljalandssel
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
  • 16.12 1909099 Umsókn um lóð; Gunnarsgerði 4
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd samþykkir lóðaúthlutun. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir lóðarúthlutun á Gunnarsgerði 4 til BT-Mót ehf.
  • 16.13 1909104 Deiliskipulag; Lambafell
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum varðandi áætlaðan gestafjölda, fyrikomulagi sorphirðu og fráveitu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu erindisins.
  • 16.14 1909108 Deiliskipulag - Breyting; Brúnir 1
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisns og óskar eftir frekari upplýsingum um ástæðu á fyrihugaðri breytingu á byggingarmagni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu erindisins.
  • 16.15 1909110 Deiliskipulag; Eyvindarholt
    Skipulagsnefnd - 75 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.206. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

1909072

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu liðar 8 í fundargerð, fjármálastjóra falið að afla gagna.

18.285. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 2.10.2019

1910031

Fundargerð staðfest.

19.199. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

1910012

Fundargerð staðfest.

20.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ; fundargerð

1910015

Fundargerð lögð fram.

21.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019

1902326

Lagt fram til kynningar.

22.Drög að Sóknaráætlun Suðurlands

1910013

Lagt fram til kynningar.

23.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

1910010

Lagt fram til kynningar.

24.Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum 2019

1910029

Lagt fram til kynningar.

25.Bergrisinn; Aðalfunduarboð 23. október 2019

1910043

Sveitarstjórn tilnefnir Anton Kára Halldórsson, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson og Christiane L. Bahner sem fulltrúa Rangárþings eystra á fundinn.

Fundi slitið - kl. 14:00.