2308046
Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.
Skipulagsbreytingin var auglýst og send til umsagnaraðila frá 2. apríl til og með 15. maí 2024. Veðurstofa Íslands gerir engar athugasemdir, ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Náttúrufræðistofnun Íslands ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu, dags. 9. desember 2023, um að skógrækt á svæðinu feli í sér tap og uppbrot á mikilvægum búsvæðum fugla, að skógrækt hafi áhrif á ásýnd svæðisins og að framkvæmdin gangi gegn landskipulagsstefnu og skilmálum sveitarfélagsins fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði. Náttúrufræðistofnun hvetur sveitarfélagið til að íhuga friðlýsingu á samfelldum, óröskuðum svæðum á flóðsléttu Markarfljóts, með því að vernda búsvæði fugla. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er skógrækt landbúnaður og að svæðið sé ákjósanlegt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri, Tómas Birgir Magnússon oddviti, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni og útsendingarmál.