328. fundur 13. júní 2024 kl. 12:00 - 13:44 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti óskar eftir að bæta tveimur málum á dagskrá, mál nr. 29 og 30 sem eru fundargerðir byggðarráðs nr. 256 og 257, aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri, Tómas Birgir Magnússon oddviti, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 13. júní 2024

2406029

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH, LE og TBM.

Lagt fram til kynningar.
Fundarhlé 12:23. Fundur hefst aftur 12:32

2.Kosning í byggðarráð

2406028

Tillaga um skipan í Byggðarráð, sbr 1. mgr 49. gr samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra 810/2022.

Til máls tóku: LE, TBM.
Byggðarráð, kosið til eins árs í senn, 3 aðalmenn. Aðalmenn: Árný Hrund Svavarsdóttir, Bjarki Oddsson og Tómas Birgir Magnússon. Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir í sveitarstjórn þegar aðalmenn forfallast sbr 27. grein samþykkt um stjón Rangárþings eystra.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Kosning oddvita og varaoddvita

2205115

Í samræmi við 7.gr samþykktar um sjtórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra skulu oddviti og varaoddvi kosnir til eins árs í senn.
Tillaga er um að Tómas Birgir Magnússon verði kjörin oddviti og Sigríður Karólína Viðarsdóttir varaoddviti.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2024

2406027

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 8. gr. 3 kafla um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 32. gr. 5. kafla um stjórn Rangárþings eystra. Sumarleyfi er frá 11. júlí til 11. september 2024 og falla því sveitarstjórnarfundir í júlí og ágúst niður. Þess má geta að byggðarráð fundar að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði.
Til máls tóku: LE og AKH.

Sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi 12:41. Fundu hefst aftur: 12:51

5.Erindi til sveitarstjórnar - Upphreinsun skurða

2405049

Lagt fram erindi Búnaðarfélags Austur Landeyja þar sem skorað er á sveitarstjórn Rangárþings eystra að koma upphreinsun skurða í gott lag. Í erindinu kemur fram að undanfarin ár hefur dregið stórlega úr upphreinsun og er kerfið ekki að virka eins og staðan er. Þá bendir fundurinn á það að Stóri-skurður, sem tekur við nær öllu frárennslisvatni sveitarinnar er ekki lengur að virka sem skyldi og er bráð nauðsyn á að hann verði grafinn upp.

Til máls tóku: RB.
Sveitarstjórn þakkar Búnaðarfélagi Austur-Landeyja fyrir erindið. Sveitarstjórn leggur til að skipaður verði starfshópur til að yfirfara málefni varðandi upphreinsun skurða. Hópurinn verði skipaður einum starfsmanni sveitarfélagsins auk tveggja nefndarmanna skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.SASS; Samhæfð svæðisskipuan farsældarráða

2405063

Lagt fram erindi SASS þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um þá hugmynd að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái fjárhagslega stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í tvö ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða og þá í nánu samráði við aðildarsveitarfélögin.

Óskað er eftir umboði sveitarfélagsins til að gera viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna sameiginlegs farsældarráðs.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að veita stjórn SASS umboð til að gera viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Arnardrangur hses; Ósk um samstarf við byggingu búsetuúrræðis

2405056

Á 257. fundi byggðarráðs var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt:

Byggðarráð fagnar ákvörðun Arnardrangs hses um uppbyggingu búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk á Hvolsvelli. Uppbyggingu úrræðisins hefur verið í umræðunni um langt skeið og ljóst er að þörfin er til staðar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði þátttaka í verkefninu og hlutur sveitarfélagsins með stofnframlagi verði samþykktur. Viðauki við fjárhagsáætlun verði unninn þegar ljóst liggur fyrir hver hlutur sveitarfélagsins verður.

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
TIl máls tóku: LE, ÁHS, TBM.
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og fagnar ákvörðun um uppbyggingu búsetuúræðis fyrir fatlað fólk á Hvolsvelli. Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu með stofnframlagi sveitarfélagsins. Stofnframlag verður 12% af heildar byggingarkostnaði og gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun þegar ljóst liggur fyrir hver hlutur sveitarfélagsins verður.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Hlé gert á fundi 13:02. Fundur hefst aftur 13:10.

8.Ásahreppur; Erindi v. sameiningar sveitarfélaga

2402286

Lagt fram erindi sveitarstjórnar Ásahrepps þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra til að hefja formlegar viðræður þessara þriggja sveitarfélaga í Rangárvallasýslu um sameiningu.
Til máls tóku: BO og AKH.
Í ljósi ákvörðunar sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 12. júní 2024, þar sem erindi Ásahrepps um formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í Rangárvallasýslu var hafnað, lítur sveitarstjórn svo á að forsendur séu brostnar og hafnar Rangárþing eystra því erindinu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Sæmundarstofa; Ósk um þátttöku í stofnun

2406017

Lagt fram erindi Oddafélagsins þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í stofnun Sæmundarstofu. Einnig lögð fram drög að skipulagssskrá félagsins og drög að samnings Oddafélagsins við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir fundi með Oddafélaginu þar sem verkefnið verði kynnt nánar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Leikskólinn Aldan; skóladagatal 2024-2025

2406000

Á 19. fundi Fjölskyldunefndar var skóladagatal 2024-2025 Leikskólans Öldunnar tekið fyrir. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Fjölskyldunefnd samþykkir framlagt skóladagatal fyrir leikskólann Ölduna skólaárið 2024-2025 og leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum leikskóladagatal 2024-2025.

11.Skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025

2405037

A 18. fundi fjölskuldurráðs var skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025 tekið fyrir. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025 samþykkt með fimm atkvæðum, SKV, RB, ÁB, ÓÞ og LBL. Á móti tvö atkvæði ÁLS, HÓ.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025.

12.Landskipti - Dímonarvegur, vegsvæði

2406010

Vegagerðin og landeigendur óska eftir landskiptum vegna veghelgunarsvæðis við Dímonarveg. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang, nefndin leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Ósk um breytingu á Kanastaðastaðavegi

2406002

Landeigandi að Kanastöðum, L163872 óskar eftir að Kanastaðavegi verði lokað og komið fyrir umferðamerki. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.
Sveitarstjórn hafnar erindinu og staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Aðalskipulag - breyttir skilmálar í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032

2405065

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptingu framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: BO
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu, óskað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Aðalskipulag - Barkarstaðir

2309076

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L1 og L2) og óbyggt svæði í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 75 gesti.

Aðalskipulagsbreytingin að Barkarstöðum var auglýst frá 27. mars með athugasemdafrest til 9. maí 2024. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að svæði er á náttúruminjaskrá austan og vestan við skipulagssvæðið og því mikilvægt að mannvirki taki mið af umhverfi sínu og verði lítið áberandi. Stofnunin bendir einnig á vistgerðir sem eru með hátt verndargildi og ætti því að forðast að raska innan svæðisins. Veðurstofa Íslands bendir á mögulega ofanflóðahættu en fyrirhugaðir byggingarreitir hafa verið staðsettir þar sem litlar líkur eru á ofanflóðahættu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en Vegagerðin mælir með að helstu vegir í umsjá Vegagerðarinnar verði auðkenndir. Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði sent á landeigenda. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að breytingin verði send til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Barkarstaðir

2306061

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 75 gesti og hins vegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m.

Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu eða frá 27. mars með athugasemdarfrest til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir en bendir á að neysluvatnsöflun og fráveita er starfsleyfisskylt hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Vegagerðin bendir á að málsetja fjarlægðir milli tenginga sem brugðist hefur verið við en vegurinn að B1 er nú innan skipulagssvæðisins. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla skuli um áætlaðan fjölda gesta varðandi fráveitu og hvaða kröfur eigi við. Áætlaður gestafjöldi var 90 en hefur verið lækkaður niður í allt að 75 manns. Stofnunin tekur fram að ásýnd mannvirkja skuli falla vel að svipmóti og einkennum svæðisins en skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun. Stofnunin bendir einnig á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands eru mikilvægar vistgerðir þar sem ábyrgðar fuglar Íslands eiga til að verpa. Gróður raskast við uppbyggingu en áhersla er lögð á að takmarka rask eftir bestu getu og viðhalda náttúrulegu yfirbragði með þeim tilgangi að svæðið grætt upp. Athugasemdir bárust frá landeigendum að Háa-Múla og Fljótsdal, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að meðfylgjandi svarbréf verði send á landeigendur. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar og afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Strönd 1a

2405075

Deiliskipulagstillagan nær til 6 ha svæðis jarðarinnar Strönd 1a, L220959. Heimilt verður að byggja allt að 500 m² íbúðarhús, 150 m² starfsmannahús, 800 m² hesthús ásamt reiðhöll og 400 m² skemmu. Hámarkshæð íbúðarhúsa er allt að 5 m en landbúnaðarbygginga allt að 7 m. Einnig er gert ráð fyrir skeiðvelli á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Austurvegur á Hvolsvelli

2406012

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyir breytingum á Austurvegi í gegnum Hvolsvöll, verið er að stækka beygjuvasa, fækka inn- og útkomuleiðum ásamt því að aðkoma við Hlíðarveg og Suðurlandsveg til austurs færist.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst, kynnt fyrir lóðarhöfum og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: LE, AKH, BO og TMB.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

19.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland, heiði

2406007

Hnaukar ehf. óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar við Ytra-Seljaland, heiði skv. meðfylgjandi umsókn.

Um þessar mundir stendur yfir vinna á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem m.a. er farið fram á áfangaskiptingu á svæðum í uppbyggingu. Um 23 ha frístundarsvæði Ytra-Seljalands, sunnan þjóðvegar 1 er til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun, þar sem gert er ráð fyrir 35 lóðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting verði ekki heimiluð að svo stöddu.
Sveitarstjórn hafnar að heimilt verði að fara í aðal- og deiliskipulagsbreytinug og staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

20.Aðalskipulag - Miðbæjarsvæði Hvolsvallar

2406023

Lýsingin gerir ráð fyrir að miðbæjarsvæði Hvolsvallar, neðan þjóðvegar, stækkar um 2 ha. Miðbæjarsvæði Hvolsvallar ásamt Hlíðar- og Hvolsvegar (M2) fer íbúðafjöldi úr 70 í 140.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að íbúðafjöldi verði að hámarki 120 á svæði M3 og leggur til við sveitarstjórn að leiðrétt lýsing verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: LE, AKH, BO.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu, óskað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

21.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 40 frístundarlóðum, verslunar- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar eru gerðar athugasemdir varðandi skerðingu landbúnaðarlands, í flokki góðs eða úrvals landbúnaðarlands. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar þarf að meta hvert skipulagssvæði fyrir sig og bendir á að hluti af svæðinu er nú þegar undir verslun- og þjónustu og því tekur nefndin jákvætt í að ekki sé verið að afmarka nýtt svæði heldur stækka verslun- og þjónustusvæðið. Nefndin bendir einnig á að farið hefur verið fram á áfangaskiptingu í deiliskipulagstillögu frístundarbyggðar með vísan í skipulagslýsingu þar sem farið er fram á áfangaskiptingu umfangsmikilla framkvæmda. Skipulags- og umhverfisnefnd fer einnig fram á að RML veiti umsögn á breytta landnotkun og að afmörkun svæðisins verði endurmetin eftir auglýstan tíma.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði, frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Aðalskipulag - Fornhagi

2401044

Aðalskipulagslýsingin gerir ráð fyrir að 37 ha landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í íbúðarbyggð (ÍB).

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu, óskað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Aðalskipulagsbreyting - Butra

2308046

Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.

Skipulagsbreytingin var auglýst og send til umsagnaraðila frá 2. apríl til og með 15. maí 2024. Veðurstofa Íslands gerir engar athugasemdir, ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Náttúrufræðistofnun Íslands ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu, dags. 9. desember 2023, um að skógrækt á svæðinu feli í sér tap og uppbrot á mikilvægum búsvæðum fugla, að skógrækt hafi áhrif á ásýnd svæðisins og að framkvæmdin gangi gegn landskipulagsstefnu og skilmálum sveitarfélagsins fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði. Náttúrufræðistofnun hvetur sveitarfélagið til að íhuga friðlýsingu á samfelldum, óröskuðum svæðum á flóðsléttu Markarfljóts, með því að vernda búsvæði fugla. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar er skógrækt landbúnaður og að svæðið sé ákjósanlegt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Aðalskipulag - Bergþórugerði

2311144

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið er óbreytt.

Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 2. apríl sl. með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Veitur gera ekki athugasemd við breytinguna ásamt Vegagerðinni, sem bendir þó á að haga skuli í huga tengingar við vegi í framtíðinni. Rarik leggur til að gert verði ráð fyrir pláss fyrir rofahúsi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Deiliskipulag - Bergþórugerði

2304018

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5 m.

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu, frá 2. apríl með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Umsagnir bárust frá Heilbgrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir ekki athugasemd ásamt Vegagerðinni. Veitur hafa einnig rýnt tillöguna og gera ekki athugasemdir. Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

27.Deiliskipulag - Drangshlíðardalur 3b

2403055

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi að Drangshlíðardal 3b, L228997. Hámarkshæð mannvirkja er tekin út en heildarstærð helst óbreytt.

Deiliskipulags breytingin var grenndarkynnt fyrir Drangshlíðardal 3a (L228996) og Drangshlíðardal (L163652 og L178810) skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust og leggur því skipulags- og umhverfisnefnd til að breytingin verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot Bakki 1

2405066

Óskað er eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir lóðinni Kirkjulækjarkot Bakki 1, L195401.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

29.Byggðarráð - 256

2405004F

Fundargerð staðfest í heild sinni.

30.Byggðarráð - 257

2406002F

Fundargerð staðfest í heild sinni.

31.Orlof húsmæðra; Skýrsla og ársreikningur 2023

2405036

Löðg fram til kynningar skýrsla stjórnar og ársreikningur Orlofsnefndar húsmæðra 2023.
Lagt fram til kynningar.

32.SHÍ; Umsögn vegna breytinga á heilbrigðiseftirliti

2406016

Lögð fram til kynningar umsöng SHÍ vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins vegna breytinga á heilbrigðiseftirliti.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:44.