327. fundur 16. maí 2024 kl. 12:00 - 12:57 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Kolbrá Lóa Ágústsdóttir í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 16. maí 2024

2405039

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2023; Seinni umræða

2405035

Endurskoðaður ársreikningur Rangárþings eystra 2023 lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn. Engar breytingar urðu á ársreikningnum á milli umræðna. Einnig liggur fyrir fundi endurskoðunarskýrsla 2023.
Til máls tóku: AKH, RB, TBM.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 288 m.kr. og niðurstaða A hluta var jákvæð um 243 m.kr. Eigið fé í árslok 2023 nam 3.362 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta og 3.183 m.kr. fyrir A hluta.
Veltufé frá rekstri A og B hluta var 575 m.kr. en 483 m.kr. í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,2 í A og B hluta og 0,8 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 2.392 m.kr. í árslok 2023 en 2.369 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2023 var 74,9% og skuldaviðmið 53,1% sem er þrátt fyrir lántökur á árinu 2023 langt undir 150% hámarki viðmiðunarreglna samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Ársreikningur 2023 samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra; Endurskoðun

2311053

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Til máls tóku: BO.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Ósk um að láta af störfum sem varafulltrúi í Kjördeild II

2405016

Lagt fram bréf þar sem Guðrún Inga Sveinsdóttir óskar eftir lausn frá störfum sem varafulltrúi í Kjördeild II.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni um lausn frá störfum og þakkar Guðrúnu Ingu kærlega fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina.
Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Þorsteinsdóttur sem varamann í kjördeild II.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Vegna Njálusýningar og Kaupfélagssafns

2405017

Lagt fram bréf Ísólfs Gylfa Pálmasonar þar sem sveitarstjórn er hvött til að gengið verði faglega frá þeim sögusýningum staðsettar hafa verið í Njálusetrinu, vegna sölu á Hlíðarvegi 14.
Til máls tóku: AKH, BO, TBM.
Sveitarstjórn þakkar Ísólfi Gylfi fyrir góða hvatningu. Nú þegar hefur sýningarhönnuður beggja sýninga verið fenginn til að ganga faglega frá öllum sýningarmunum og koma þeim áfram til sýningar eða til varðveiðslu. Einnig er hafið samtal við Skógasafn um að hýsa hluta Kaupfélagssýningar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Umferðarmál - Hámarkshraði frá Hvolsvelli að Vindás og Sunnutúni

2404213

Vegagerðin óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra lækkunar á hámarkshraða frá Hvolsvelli að Sunnutúni og Vindás við Fljótshlíðarveg. Hámarkshraði á svæðinu er 90 km/klst en lagt er til að lækka hraðann niður í 70 km/klst.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að lækkaðan hámarkshraða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn.
Til máls tóku: KLÁ og TBM.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og gerir ekki athugasemd við framlagða umsögn. Samþykkt samhljóða.

7.Þórsmörk - Framtíðarmöguleikar

2310103

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið hefji skoðun á fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð skv. lögum um náttúruvernd og að stofnaður verði samstarfshópur ráðuneytis, sveitarfélagsins, Lands- og skógar og annarra hagsmunaaðila um það samtal. Þar sem um þjóðlendu er að ræða þyrfti jafnframt að tryggja aðkomu forsætisráðuneytis að hópnum. Meginhlutverk hópsins yrði að meta kosti og galla þess að stofnaður verði þjóðgarður á Þórsmerkursvæðinu og þar sem verði m.a. metin samfélagsleg áhrif, áhrif á þróun ferðaþjónustunnar, umhverfi, og efnahagsleg áhrif.
Til máls tóku: BO, AKH, SKV, TBM.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur

2404212

Ríki efh. óskar eftir heimild til aðalskipulagsbreytinga en fyrirhugað er að breyta 150 ha. landbúnaðarlandi(L1) úr Miðeyjarhólma, L163408 í skógræktarsvæði(S). Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 50 frístundarlóðum, verslunar- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti. Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Á frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Deiliskipulag - Austurvegur 14

2401005

Deiliskipulags breytinging gerir ráð fyrir 1-3 hæða hótelbyggingu með 282 gistiherbergjum ásamt sýningar- og ráðstefnusal. Hámarks byggingarmagn fer úr 6.000 m² úr 14.000 m², nýtingarhlutfall fer úr 0.19 í 0.46 og fjöldi bílastæða fer úr 158 í 220.

Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar 2024 til og með 28. febrúar 2024. Brunavarnir Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun gera ekki athugasemd við tillöguna ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Veitur leggja áherslu á að deiliskipulagið verði unnið í góðu samráði við Veitur. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

12.Deiliskipulag - Öldugarður

2304002

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 200 m² íbúðarhús, 100 m² bílskúr, 450 m² skemmu og tvö gestahús sem verða 60-80 m². Mænishæð verður frá 5 til 7 m.

Deiliskipulagstillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. janúar til og með 28. febrúar 2024. Brunavarnir Rangárvallasýslu og Umhverfisstofnun gera ekki athugasemd við tillöguna ásamt Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Veitur leggja áherslu á að deiliskipulagið verði unnið í góðu samráði við Veitur. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Hvolsvegur og Hlíðarvegur

2211022

Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af Hlíðarvegi, Hvolsvegi og gerir ráð fyrir hringtorgi við gatnamótin á svæðinu.

Með deiliskipulaginu verður hluti af mannvirkjum víkjandi en gert er ráð fyrir 8-12 íbúðum á tveimur hæðum með risi. Hámarkshæð verður 7,5 og heildarbyggingarmagn verður 1728 m². Á þegar byggðum lóðum er gert ráð fyrir byggingarreitum, nýtingarhlutfalli en einnig verður heimilt að byggja bílskúr eða auka hús allt að 50 m².

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst, kynnt fyrir lóðarhöfum og send til umsagnaraðila skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: BO og AKH.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til umsagnaraðila og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Álftavatn

2402172

Tillagan var auglýst og send til lögbundinna umsagnaraðila frá 27. mars til og með 9. maí 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir engar athugasemdir við tillöguna, Vegagerðin bendir á að málsetja skuli veghelgunarsvæði og að tengingar við þjóðveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar. Umhverfisstofnun bendir á að svæðið er á náttúruminjaskrá og svæðið er skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði sem hefur verið bætt við í greinargerð en fyrirhuguð uppbygging nær ekki til votlendis og hefur því síður áhrif. Umhverfisstofnun bendir einnig á að skógrækt getur haft neikvæð áhrif á fuglalíf fyrir fugla sem nýta sér flatlendi. Að mati nefndarinnar er fyrirhugað skógræktarsvæði er á ákjósanlegum stað innan landareignar að mati nefndarinnar. Umsagnir bárust ekki frá öðrum umsagnaraðilum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði yfirfarin og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Deiliskipulag - Göngubrú yfir Markarfljót

2404181

Sannir landvættir ehf. óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir áningarstað norðan göngubrúar yfir Markarfljót.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði að þar sem vinna að þjóðlendumálum í sveitarfélaginu stendur yfir um þessar mundir, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að beiðninni verði hafnað að svo stöddu.
Til máls tók: AKH, BO.
Sveitarstjón staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Tillagan gerir ráð fyrir frístundarlóðum að Dímonarflöt 1-2 og 6-7. Heimilt verður að byggja frístundarhús, gróður- og gestahús ásamt geymslu eða skemmu. Hámarksbyggingarmagn verður allt að 300 m². Hámarkshæð og húsgerð eru að öðru leyti frjáls.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til umsagnaraðila og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7 ha og hin 4,29 ha. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt verður að byggja 30-80 m2 gestahús með hámarks mænishæð verður allt að 4, 0 m frá gólfkóta.

Tillagan var send til Skipulagsstofnunar en stofnunin bendir á að bregðast þurfi við athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hvað varðar neysluvatn en þar sem lögn HS Veitna liggur í gegnum landið er gert ráð fyrir að tengt verði við lögnina. Einnig hefur verið bætt úr athugasemd Veðurstofunnar, lágmarks gólfkvóti skal vera allt að 1 metri og ekki verður heimilt að byggja kjallara. Vegagerðin benti á tilgang varnagarðanna sem nú hefur verið bætt við í greinargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórum frístundalóðum og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verða 15 m² með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m² íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m² garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m² og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m² á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámarks mænishæð getur verið allt að 4 m.

Tillagan var send til yfirferðar Skipulagsstofnunar sem gerði athugasemd fyrir afgreiðslu vegna fjarlægðar frá vatni. Lækurinn sem liggur um landið fellur ekki undir ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægðir frá vötnum, ám eða sjó sem er 50 m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekki verður heimilt að hafa kjallara og gólfkóti skuli vera allt að 1 m frá jarðvegsyfirborði vegna mögulegrar flóðahættu og nefndin bendir einnig á að rýmingaráætlun er til fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Deiliskipulag - Eystra Seljaland, F2 og F3

2205073

Deiliskipulagsbreytingin tekur til þriggja landeigna við Eystra-Seljaland, F1, F2 og F3. Á F1 verður heimilt að byggja gestahús ásamt þjónustu- og starfsmannaaðstöðu, hámarksbyggingarmagn verður 600 m² með 6 m hámarks mænishæð. Á F2 verður heimilt að byggja allt að 2.000 m² gisti- og þjónustuhús með 50 herbergjum og allt að 9 m. mænishæð. Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 15. febrúar 2024, kemur fram að sýna þurfi deiliskipulagsuppdrátt sem samþykktur var af sveitarstjórn 14. febrúar 2013, skilgreina skuli vatnsból sem er sýnt á uppdrætti og gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum í samræmi við 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Deiliskipulagshönnuður hefur einnig sent inn tilkynningu um ákvörðun um matsskyldu sem er í ferli.

Í greinargerð kemur fram að vatnsverndarsvæði sé í 5 m radísu komi til að bora eftir vatni innan landeignar. Fjallað hefur verið ítarlegar um umhverfisáhrif á svæðinu og

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir einnig á að skipulagsmörk hafa verið leiðrétt og eru nú skv. eignarhaldi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Deiliskipulag - Eystra Seljaland

2205068

Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 150 herbergja hóteli og starfsmannahúsnæði á sitt hvorum byggingarreitum. Heimilt verður að byggja 6.000 m2 hótel á einni til tveimur hæðum og hámarkshæð byggingar er allt að 11 m. frá gólfkóta. Á öðrum byggingarreitum verður hámarksbyggingarmagn 900 m2 á einni hæð.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar kemur fram að afmörkun deiliskipulagsins skarist á við gildandi deiliskipulag aðliggjandi lóðar. Skipulagsafmörkun fyrir Eystra-Seljaland F1-F3 er verið að breyta skv. eignarhaldi og því veður afmörkun fyrir Eystra-Seljaland F7 ekki breytt. Þinglýst kvöð liggur þegar fyrir um aðkomu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

21.Deiliskipulag - Ytra-Seljaland

2205094

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 35 frístundahúsualóðum. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar kom ábending um að afmörkun deiliskipulagssvæðisins bæri ekki saman við skipulagssvæðið sem nú er í vinnslu. Lóðafjöldi hefur verið leiðréttur, gerð hefur verið grein fyrir umhverfisáhrifum ásamt þegar byggðu mannvirki. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands telur að gerðar lagfæringar varðandi veitur og sorphirðu í greinargerð séu fullnægjandi skv. tölvupósti dags. 22. janúar 2024. Brugðist hefur verið við athugasemd Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu og slóðar hafa verið fjarlægðir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Brunavarna Rangárvallasýslu og að samkomulag um aðkomu liggi fyrir.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Umsögn um mat á umhverfisáhrifum - Eystra-Seljaland F7

2404216

Fyrirhuguð er uppbygging 150 herbergja hótels, auk starfsmannahúsnæðis á jörðinni Eystra Seljalandi, L231719 í Rangárþingi eystra.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbygginu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsögnina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Seljalandsfoss

2404182

Fyrirspurn barst til skipulags- og byggingarembættisins um framkvæmdarleyfi fyrir stækkun á núverandi bílastæði við Seljalandsfoss. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

24.Landskipti - Bergþórshvoll 2

2404219

Landeigandi óskar eftir landskiptum úr upprunalandinu Bergþórshvoll 2, L163931. Verið er að stofna 55,8 ha landeign sem fær staðfangið Bergþóruflöt.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

25.Byggðarráð - 254

2404023F

Fundargerð 254. fundar byggðarráðs lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Fundargerð staðfest í heild.

Fundi slitið - kl. 12:57.