2305075
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórum frístundalóðum og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verða 15 m² með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m² íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m² garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m² og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m² á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámarks mænishæð getur verið allt að 4 m.
Tillagan var send til yfirferðar Skipulagsstofnunar sem gerði athugasemd fyrir afgreiðslu vegna fjarlægðar frá vatni. Lækurinn sem liggur um landið fellur ekki undir ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægðir frá vötnum, ám eða sjó sem er 50 m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekki verður heimilt að hafa kjallara og gólfkóti skuli vera allt að 1 m frá jarðvegsyfirborði vegna mögulegrar flóðahættu og nefndin bendir einnig á að rýmingaráætlun er til fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Kolbrá Lóa Ágústsdóttir í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um upptöku og útsendingarmál.