326. fundur 02. maí 2024 kl. 09:40 - 10:02 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál númer 1 fundargerð 255. fundar byggðarráðs, aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Í fundarsalnum sitja Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, oddviti Tómas Birgir Magnússon og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson.
Einnig situr fundinn Anton Kári Halldórsson í fjarfundi.

1.Byggðarráð - 255

2404028F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 255. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 1.1: LE og TBM.
Til máls tóku undir lið 1.5: BO, TBM, AKH, LE.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2023; Fyrri umræða

2404229

Byggðarráð hefur vísað ársreikningi Rangárþings eystra, til fyrri umræði í sveitarstjórn.
Til máls tóku: LE, TBM.
Lilja Einarsdóttir tekur til máls og leggur til að Oddviti fylgi drögum að ársreikningi eftir fyrir sveitarstjórn nú í fyrri umræðu og fari yfir þær lykiltölur sem liggja fyrir fundinum, bæði sveitarstjórnarfulltrúum og íbúum til upplýsinga.

Lagt til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Nýbýlavegur 44; Kauptilboð og söluferli

2404145

Byggðarráð hefur samþykkt kauptilboð í Nýbýlaveg 44.
Sveitarstjórn staðfestir kauptilboð i eignina að Nýbýlavegi 44. Einnig er sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignarinnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

4.Hlíðarvegur 14 Gistiheimili Íslands ehf; Kauptilboð og söluferli

2403140

Byggðarráð hefur samþykkt kauptilboð í Hlíðarveg 14.
Sveitarstjórn staðfestir kauptilboð í eignina að Hlíðarvegi 14. Einnig er sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignarinnar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar.

Fundi slitið - kl. 10:02.