254. fundur 12. september 2019 kl. 12:00 - 14:55 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Benedikt Benediktsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir varamaður
  • Arnar Gauti Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti óskar eftir því að færa lið 13 í fundarboði Skipulagsnefndar fremst í dagskrá fundarins.
Einnig óskar oddviti eftir að fá að bæta máli á dagskrá fundarins:
Lið 7, Ársreikningur Kirkjuhvols 2018.
Samþykkt samhljóða.

1.Ósk um styrk; Dagur sauðkindarinnar

1909018

Sveitarstjórn samþykkir styrk til dags sauðkindarinnar um 50.000 kr.
Sveitarstjórn bendir á að framvegis er farvegur fyrir umsóknir um menningartengda styrki í gegnum menningarnefnd sem auglýsir styrki til úthlutunar tvisar sinnum á ári.

2.Forvarnir; Tilraunaverkefni; Tilnefning fulltrúa

1909028

Sveitarstjórn tekur vel í erindi félagsmálastjóra. Mikilvægt er að öflugt forvarnarstarf sé unnið í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tilnefnir Birnu Sigurðardóttur fyrir sína hönd í starfshópinn.
Samþykkt samhljóða.

3.Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

1909019

Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstiltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímis á sviði loflagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftlagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í þvi aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um lofltagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Samþykkt samhljóða.

4.Krafa um úrbætur á varnargarði í Markarfljóti

1908054

Árið 2010 var gefið út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins vegna endurbyggingar á flóðvarnargarði við Þórólfsfell sem varð fyrir skemmdum af flóðum í Markarfljóti í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. Endurbyggingu varnargarðsins lauk í nóvember 2010.

Árið 2016 felldi Hæstiréttur Íslands framkvæmdaleyfið úr gildi þar sem málið hefði ekki verið nægjanlega upplýst. Fyrir liggur að framkvæmdaaðilar hafa um langt skeið unnið að nýrri umsókn um framkvæmdaleyfi en sú vinna hefur hingað til engu skilað. Sveitarstjórn ítrekar fyrri áskoranir sínar til framkvæmdaaðila að flýta þeirri vinnu. Sveitarstjórn mun boða framkvæmdaaðila til fundar og óska eftir útskýringum á þeim alvarlega drætti sem orðið hefur á viðbrögðum þeirra. Jafnframt er skorað á framkvæmdaaðila að taka tillit til skoðana hlutaðeigandi landeigenda og vinna málið í sem mestu samráði við þá.

Varðandi kröfu landeigenda um skaðabætur, þá telur sveitarstjórn að landeigendur hafi ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna endurbyggingar varnargarðsins árið 2010. Meðal annars á þeim grunni er framkominni kröfu um skaðabætur úr hendi sveitarfélagsins hafnað.
Samþykkt samhljóða.

5.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga

1909031

Sveitarstjórn tekur undir bókun Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, sem er eftirfarandi.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.
Samþykkt samhljóða.


6.Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

1909022

Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélag til að fjármagna stuðning við sameiningu sveitarfélaga. Auk þess að styrkirnir séu nægilega háir til að standa straum af raunverulegum kostnaði við sameiningar sem og mögulegum auknum rekstrarkostnaði fyrstu ár eftir sameiningu.

7.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2018

1909041

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Kirkjuhvols 2018.

8.Ársþing SASS 24.-25. okt. 2019; Kjörbréf

1909032

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi fulltrúa til þátttöku á ársþingi SASS og aðalfundi HES.

Aðalmenn
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir
Benedikt Benediktsson
Lilja Einarsdóttir

Varamenn
Rafn Bergsson
Guðmundur Viðarsson
Guri Hilstad Ólason
Christiane L. Bahner

Aðrir fulltrúar
Christiane L. Bahner
Rafn Bergsson


9.Umsókn um tækifærisleyfi; Ladie circle 16

1909029

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

10.Byggðarráð - 182

1906004F

Fundargerð staðfest.
  • Byggðarráð - 182 Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 186.000 krónur til verkefnisins. Byggðarráð mælist til þess að haft verði samráð við Kötlu Jarðvangs varðandi hönnun og uppsetningu skiltisins til að gæta samræmis við önnur skilti í sveitarfélaginu.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 182 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 182 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 182 Funargerð samþykkt í heild.
  • Byggðarráð - 182 Almenn mál liður 1. Byggðarráð samþykkir hækkun gjaldskrár til sumardvalarforeldra skv. tillögu félagsmálastjóra.
    Fundargerð samþykkt í heild.
  • Byggðarráð - 182 Fundargerð staðfest í heild.
    Liður g.
    Byggðarráð tekur undir bókun Stjórnar SASS varðandi opinber störf á landsbyggðinni og fjölgun starfa án staðsetningar, enda felast í þeim mikil tækifæri fyrir íbúa á landsbyggðinni.
    "Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að ríkið og opinberar stofnanir standi vörð um störf á landsbyggðunum.
    Nauðsynlegt er að auka fjárframlög til sýslumannsembættanna þannig að þau geti sinnt hlutverki sínu. Bág fjárhagsstaða embættanna undanfarin ár hefur haft í för með sér fækkun starfa á landsbyggðunum.
    Varðandi ný störf áréttar stjórn SASS að í nýsamþykktri þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun til ársins 2024, um störf án staðsetningar, kemur fram að stefnt sé að því að árið 2024 verði 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra án staðsetningar. Eigi þetta markmið að ná fram að ganga þarf viðhorfsbreytingu en fjöldi vel menntaðra einstaklinga um land allt er þegar tilbúinn að takast á við krefjandi störf sem hægt er í rauninni að vinna hvar sem er á landinu. Ljóst er að fjórða iðnbyltingin mun stórauka framboð á störfum án staðsetningar."

    Liður i.
    Byggðarráð tekur einnig heilshugar undir ályktun stjórnar SASS tengt jöfnun raforkuverðs milli þéttbýlis og dreifbýlis.
    "Stjórn SASS beinir því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað. Frá því að skipulagsbreytingar voru gerðar á raforkukerfinu árið 2005 hafa fyrirtæki sem annast dreifingu á raforku í þéttbýli og dreifbýli haft tvær mismunandi gjaldskrár, aðra fyrir dreifingu raforku í þéttbýli og hina fyrir dreifingu raforku í dreifbýli. Þrátt fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu, með svonefndu dreifbýlisframlagi, er raforkuverð í dreifbýli enn hærra en raforkuverð í þéttbýli. Frá árinu 2015 hefur dreifbýlisframlagið verið fjármagnað með svonefndu jöfnunargjaldi, sem er lagt á alla almenna raforkunotkun.
    Til að ná fullri jöfnun raforkuverðs fyrir alla landsmenn er áætlað að þurfi viðbótarframlag sem nemur um 900 m.kr. á ári. Stjórn SASS telur að nýta megi hluta af arði af rekstri Landsvirkjunar sem framlag til niðurgreiðslu raforkuverðs. Bent er á að í gegnum tíðina hefur verið rætt um að þegar skuldir Landsvirkjunar hafi verið greiddar niður muni arður af henni nýtast í þágu landsmanna. Það liggur beinast við að sá arður verði nýttur á sviði raforkumála og beinlínis í þágu landsbyggðarinnar, þar sem allar virkjanir Landsvirkjunar standa. Tímabært er að íbúar hinna dreifðu byggða sitji við sama borð og íbúar í þéttbýli hvað varðar raforkuverð og í raun hálfhjákátlegt að þeir sem búa næst uppsprettu raforkunnar, nærri virkjununum eða undir raflínum sem flytja orkuna á suðvesturhornið, skuli greiða hærra verð fyrir orkuna en þeir sem fjær búa."
  • Byggðarráð - 182 Fundargerð staðfest í heild.
  • Byggðarráð - 182 Lagt fram.
  • Byggðarráð - 182 Lagt fram.
  • Byggðarráð - 182 Lagt fram.
  • Byggðarráð - 182 Lagt fram til kynningar.
    Byggðarráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðuna um að horfið sé frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. Ljóst er að samstaða sveitarfélaga á landsvísu hefur skilað árangri í málinu.

11.Byggðarráð - 183

1907002F

Fundargerð staðfest.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð þakkar starfsnefnd fyrir vel unnin störf og samþykkir fyrir sitt leyti drög að móttökuáætlun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að þeim úrbótum sem áætlunin skilgreinir.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð fagnar uppsetningu skiltisins. Örnefni eru mikilvæg arflegð sem okkur ber skylda að halda við og forðast að glatist í tímanna rás. Byggðarráð óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir verkið svo hægt sé að taka afstöðu til styrkjarins.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Rangárþing eystra hefur áður lagt fram umsagnir vegna þeirra fyriætlana að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Byggðarráð stendur við fyrri bókanir og felur sveitarstjóra að fylgja þeim eftir.
    Fyrri bókun Byggðarráðs:
    Rangárþing eystra gerir ekki efnislegar athugasemdir við textadrög varðandi helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á verndun ósnortinar náttúru og almenna nýtingu hálendis við skipulagsgerð. Nú þegar hafa sveitarfélög á Suðurlandi hafið vinnu við að kanna möguleika á að vinna svæðisskipulag fyrir Suður hálendið. Ljóst er að mikil vinna er framundan á því sviði, en sú vinna er unnin í réttri röð og af réttum aðilum þ.e. sveitarfélögunum. Út úr þeirri vinnu gæti mögulega komið sú niðurstaða að sveitarfélög á Suðurlandi séu tilbúin að leggja hluta af hálendinu í þjóðgarð, en það er þá út frá forsendum sveitarfélaganna. Rangárþing eystra gerir því talsverðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra á vordögum 2018 hefur verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt. Svo virðist sem að gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð. Talsvert mikið af spurningum er enn ósvarað varðandi þann mikilvæga þátt. Vissulega hefur ágætis samráð átt sér stað á milli nefndarinnar og sveitarfélaga, en þar hefur líka talsvert borið á því að sveitarfélög eru frekar neikvæð í umræðunni og með varann á. Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar að þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga t.d. með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningastaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna. Að mati Rangárþings eystra er mikilvægt að spólað verði aðeins til baka og umræðan um hvort eigi að stofna þjóðgarð verði tekin við sveitarfélögin.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð fagnar því að fram séu komin drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Úrgangsmál eru stór málaflokkur innan hvers sveitarfélags og því mikilvægt að stefnan sé skýr á landsvísu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundi.
  • Byggðarráð - 183 Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Í umboðsgjöf sveitarfélaganna kemur m.a. eftirfarandi fram "Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerð. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins."
    Sveitarfélaginu er því með öllu óheimilt að hlutast til í máli þessu og getur því ekki orðið við beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra í samstarfshópinn. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð samþykkir sameiginlega ályktun sveitarfélaga á Suðurlandi varðandi heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Eftirfarandi er ályktun sveitarfélaganna.

    Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.
    Greinargerð.
    Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við þær fyrirætlanir að stofnað verði til lögbýlis að Arngeirsstöðum 2.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti stærð og afmörkun lóðarinnar Brú ln.163748.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti stærð og afmörkun lóðarinnar Eystri-Skógar 2 ln.163738.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn. Samþykkt samhljóða.
  • 11.17 1907001F Skipulagsnefnd - 72
    Byggðarráð - 183 Fundargerð samþykkt í heild.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar og ársreikning 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð nefndarinnar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð nefndarinnar.
    Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skipuleggja og auglýsa hreinsunarátak í iðnaðar- og hesthúsahverfi.
    Byggðarráð felur markaðs- og kynningarfulltrúa í samvinnu við áhaldahús að skipuleggja og auglýsa átak vegna lausagöngu gæludýra í þéttbýli.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar og ársreikning 2018.
    Byggðarráð þakkar Eddu Guðlaugu Antonsdóttur fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð staðfestir fundargerð stjórnar.
  • Byggðarráð - 183 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 183 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 183 Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja samráðsfund. Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 183 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 183 Lagt fram til kynningar.
    Byggðarráð þakka Helga Jóhannessyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

12.Byggðarráð - 184

1908001F

Fundargerð staðfest.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að gamli bærinn í Hamragörðum verði byggður upp með sóma. Nú þegar er unnið að stofnun félags landeigenda og sveitarfélagsins varðandi svæðið umhverfis Seljalandsfoss. Skv. samþykktum verður uppbygging Hamragarða bæjarins hluti af verkefnum þess félags.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð tekur vel í framkomin samningsdrög og vísar samningnum til umfjöllunar í heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð samþykkir að styrkja gerð skiltisins um 515.932 kr. Byggðarráð þakkar fyrir gott framtak og ýtarleg gagnaskil.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ljúka málinu.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð fagnar famkomnun tillögum sem stuðla að styrkingu húsnæðismarkaðar á landsbyggðinni.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Nú þegar hefur verið stofnaður starfshópur á vegum SASS varðandi húsnæðisúrræði fyrir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Starfshópinn skipa Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra, Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps, Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Nói Mar Jónsson frá ungmennaráði Suðurlands. Starfshópurinn stóð fyrir því að sveitarfélög á Suðurlandi hafa öll skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að starfrækt verði heimavist við skólann til þess að jafna stöðu allra nemenda á svæðinu. Áætlaður er fundur starfsópsins með skólanefnd um miðjan september og áætlaður er fundur hópsins með mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun október.
    Um mikilvægt mál er að ræða og hvetur byggðarráð starfshópinn til góðra verka.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis fyrir Steinmóðabæ 4.
  • 12.8 1908035 Trúnaðarmál
    Byggðarráð - 184 Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Mikilvægt er að huga vel að umhverfismálum á breiðum grunni. Einn af máttarstólpum atvinnulífs og búsetu í Rangárþingi eystra er öflugur og blómlegur landbúnaður. Sveitarfélagið vinnur að innleiðingu heilsueflandi samfélags. Skólarnir starfa undir merkjum heilsueflandi grunn- og leikskóla. Stefnt er að því að öll matreiðsla taki mið af þeim markmiðum t.d. með því að notast við hreinar íslenskar afurðir eldaðar frá grunni. Unnið verði skv. handbókum Landlæknis varðandi næringargildi fæðu. Hugað skal sérstaklega að aðgerðum til að minnka kolefnisspor og matarsóun.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 184 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 184 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 184 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 184 Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð staðfestir fundargerð.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð staðfestir fundargerð.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð staðfestir fundargerð.
    Samþykkt samhljóða.
  • 12.18 1908002F Skipulagsnefnd - 73
    Byggðarráð - 184 Byggðarráð samþykkir bókun skipulagsnefndar um að fresta afgreiðslu deiliskipulagstillögu og að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Byggðarráð - 184 Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 184 Málinu vísað til sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 184 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
    Samþykkt samhljóða.

13.Skipulagsnefnd - 74

1909001F

Fundargerð samþykkt í heild sinni.
  • Skipulagsnefnd - 74 Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Málinu frestað og vísað til umfjöllunar hjá samgöngu- og umferðarnefnd og einnig hjá fræðslunefnd. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu og visa því til umfjöllunar hjá annars vegar samgöngu- og umferðarnefnd og hins vegar hjá fræðslunefnd.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir drög að umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar við lagningu rafstrengs úr Húsadal yfir í Langadal og Bása. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir drög að umsögn um mat á umhverfisáhrifum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu. Málinu var frestað á sínum tíma vegna athugasemdar Umhverfisstofnunar varðandi votlendi. Að mati nefndarinnar er búið er að bregðast við þeim athugasemdum á fullnægjandi hátt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 74 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Lýsingin hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa, 3. desember 2018. Málinu var frestað á sínum tíma vegna umsagnar Umhverfisstofnunar er varðaði röskun á votlendi. Að mati skipulagsnefndar hefur nú verið brugðist við þeim athugasemdum á fullnægjandi hátt. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skiplagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar verði tillagan auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 13.5 1907096 Landskipti; Miðey
    Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 31.5.2020. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til 31.5.2020.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir breytt staðfang á Kirkjulæk 3 lóð L198622 í Kúmen. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir breytt staðfang á Kirkjulæk 3 lóð L198622 í Kúmen.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
  • Skipulagsnefnd - 74 Stöðuleyfi var framlengt um 12 mánuði fyrir ári síðan með þeim skilyrðum að skilað yrði inn teikningum af fyrirhuguðu sumarhúsi, ásamt umsókn um byggingarleyfi, innan tiltekins tíma stöðuleyfis. Ekki hafa borist nein hönnunargögn né umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsnefnd hafnar því veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða en veitir umsækjanda stöðuleyfi til þriggja mánaða, ntt. til 5. desember 2019, gegn þeim skilyrðum að hönnunargögn og umsókn um byggingarleyfi berist innan tiltekins tíma. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að veita stöðuleyfi til 5. desember 2019.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir landskiptin og heitin á nýju spildunum.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir að heimila uppsetningu umrædds skiltis við Seljalandsmúla. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að heimila uppsetningu skiltis við Seljalandsmúla.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnenfd samþykkir breytt staðföng á Steinmóðarbæ 4 L228221 í Hólmabakki og Steinmóðarbæ 3 L228220 í Hólmatún. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir breytt staðföng á Steinmóðarbæ 4 L228221 í Hólmabakki og Steinmóðarbæ 3 L228220 í Hólmatún.
  • Skipulagsnefnd - 74 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og samþykkir að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

14.Félagsmálanefnd; 68. fundur; 22.08.2019

1909026

Fundargerð staðfest.

15.Fjallskilanefnd Vestur Eyjafjalla; fundargerð; 12.08.2019

1909024

Fundargerð staðfest.

16.Bergrisinn; 8. fundur stjórnar; 26.8.2019

1909023

Fundargerð staðfest.

17.548. fundur stjórnar SASS; 16.08.2019

1909025

Fundargerð staðfest.

18.Samband íslenskra svetiarfélaga; 873. fundur stjórnar

1909020

Fundargerð staðfest.

19.Afsteypa af höggmynd Nínu Sæmundsson Waldorf Astoria.

1707061

Friðrik Erlingsson, fyrir hönd Menningarnefndar, kemur og kynnir stöðu mála fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar Friðriki fyrir góða yfirferð um stöðu verkefnisins og enn fremur fyrir óþreytandi áhuga og elju í þágu menningar og lista.

20.Jafnlaunavottun sveitarfélaga; minnisblað

1909021

Skrifstofustjóri fer yfir stöðu verkefnisins hjá sveitarfélaginu. Vinna við gerð jafnlaunavottunar er í fullum gangi.

Fundi slitið - kl. 14:55.