313. fundur 27. apríl 2023 kl. 10:00 - 10:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál númr 1 fundargerð 231. fundar byggðarráðs, aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, Guri Hilstad Ólason, og oddviti Tómas Birgir Magnússon, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi sem sér um útsendinguna og Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

1.Byggðarráð - 231

2304007F

Fundargerð staðfesti í heild.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2022; Fyrri umræða

2304073

Byggðarráð hefur vísað ársreikningi Rangárþings eystra, til fyrri umræði í sveitarstjórn.
Lagt til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Iðnaðarsvæði á Hvolsvelli

2304026

Á 8. fundi Markaðs og menningarnefndar var tekið fyrir málið Iðnarðarsvæði á Hvolsvelli. Nefndin bókaði eftirfarandi um málið:
Erindi frá Guðna Ragnarssyni um mikilvægi þess að klára að staðsetja iðnaðarsvæði og koma því í framkvæmd.
Markaðs- og menningarnefnd hvetur sveitarstjórn til að setja kraft í að finna hentugt landsvæði fyrir iðnað í Rangárþingi eystra sem allra fyrst. Það er brýn nauðsyn að slíkt svæði sé til staðar fyrir atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða
Til máls tók: AKH.
Sveitarstjórn tekur undir bókun markaðs- og menningarnefndar. Sveitarstjórn felur Skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við skipulag nýs iðnaðarsvæðis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Fyrirspurn um stöðu viðræðna um alþjóðaflugvöll

2304025

Á 8. fundi Markaðs og menningarnefndar var tekið fyrir málið Fyrirspurn um stöðu viðræðna um alþjóðaflugvöll. Nefndin bókaði eftirfarandi um málið:
Erindi frá Guðna Ragnarssyni þar sem hann spyr um stöðu viðræðna á milli sveitarfélaga um alþjóðaflugvöll á Suðurlandi.
Eftir áskorun frá Markaðs- og menningarnefnd var eftirfarandi bókun gerð á 301. fundi sveitarstjórnar þann 8. september 2022:

"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir samtal við nágrannasveitarfélögin um möguleika á uppbyggingu alþjóðaflugvallar á Suðurlandi.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum."

Markaðs- og menningarnefnd vill ítreka þessa áskorun og óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins.

Samþykkt samhljóða

Til máls tók: AKH.
Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra hafa einungis óformlegar viðræður við nágrannasveitarfélög átt sér stað. Góður sameiginlegur fundur þar sem flugvallamál m.a. í sýslunni voru ræddar var haldinn sl haust.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Leiktæki - ,,Aparólan,

2304006

Á 30. fundi Ungmennaráðs var tekið fyrir málið Leiktæki, Aparólan. Ungmennaráð bókaði eftirfarandi um málið:
Fyrir um ári síðan var keypt svokölluð aparóla, leiktækti fyrir börn og unglinga. Leiktækið var keypt eftir að niðurstöður úr Barna- og ungmennaþingi Rangárþings eystra voru skoðaðar. Ekki er ennþá búið að setja róluna upp.
Ungmennaráð skorar á sveitarstjórn að koma Aparólunni upp sem fyrst og ungmennaráð leggur til að hún verði sett niður norðan við Hvolsskóla þ.e. á milli yngsta stigs og Gíslahóls. Ungmennaráð telur að þessi staðsetning nýtist börnum og ungmennum Rangárþings eystra best, bæði er það nálægð við Hvolsskóla og engar stórar umferðagötur nálægt.
Til máls tóku: BO og AKH.
Sveitarstjórn þakkar fyrir bókun ungmennaráðs og samþykkir að aparólan verði sett upp sem allra fyrst skv. tillögum ungmennaráðs.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Kirkjuhvoll; heimsókn hjúkrunarforstjóra

2304055

Á 8. fundi Fjölskyldunefndar var málið tekið fyrir. Eftirfarandi bókun var samþykkt af nefndinni:
Fjölskyldunefnd telur afar brýnt að tímabundnu rýmin 5 sem nú er leyfi fyrir til næstu áramóta verði fest í sessi. Nefndin skorar á sveitarstjórn að hefja samtalið við Heilbrigðisráðherra um þessi rými sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: AKH, SKV.
Sveitarstjóra ásamt hjúkrunarforstjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að tryggja varanlega nýtingu rýmanna.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; ársreikningur 2022

2304090

Lagður fram til umræðu og samþykktar ársreikningur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2022.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; ársreikningur 2022

2304089

Lagður fram til umræðu og samþykktar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ársreikning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2022.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Tónlistarskóli Rangæinga; Ársreikningur 2022

2304088

Lagður fram til umræðu og samþykktar ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga 2022.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2022.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd - 8

2304005F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 8. fundar Markaðs- og menningarnefndar.
Til máls tók: GHÓ.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 8 Markaðs- og menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að halda utan um 17. júní hátíðarhöldin á Hvolsvelli.

    Samþykkt samhljóða.
  • Markaðs- og menningarnefnd - 8 Markaðs- og menningarnefnd hvetur sveitarstjórn til að setja kraft í að finna hentugt landsvæði fyrir iðnað í Rangárþingi eystra sem allra fyrst. Það er brýn nauðsyn að slíkt svæði sé til staðar fyrir atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða
  • Markaðs- og menningarnefnd - 8 Eftir áskorun frá Markaðs- og menningarnefnd var eftirfarandi bókun gerð á 301. fundi sveitarstjórnar þann 8. september 2022:

    "Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir samtal við nágrannasveitarfélögin um möguleika á uppbyggingu alþjóðaflugvallar á Suðurlandi.
    Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum."

    Markaðs- og menningarnefnd vill ítreka þessa áskorun og óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins.

    Samþykkt samhljóða

11.Fjölskyldunefnd - 8

2304006F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 8. fundar Fjölskyldunefndar.
Til máls tóku: GHÓ, SKV og BO.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Fjölskyldunefnd - 8 Fjölskyldunefnd þakkar Sjöfn Dagmar kærlega fyrir þessa góðu kynningu á starfsemi Kirkjuhvols.

    Fjölskyldunefnd telur afar brýnt að tímabundnu rýmin 5 sem nú er leyfi fyrir til næstu áramóta verði fest í sessi. Nefndin skorar á sveitarstjórn að hefja samtalið við Heilbrigðisráðherra um þessi rými sem allra fyrst.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 8 Fjölskyldunefnd þakkar B-lista fyrir gott erindi og felur formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjölskyldunefnd - 8 Fjölskyldunefnd hefur móttekið erindi frá Samtökunum 22. Hjá Rangárþingi eystra er enginn samstarfssamningur við Samtökin 78.

    Rangárþing eystra fagnar fjölbreytileikanum og í öllu starfi sveitarfélagsins er réttur alls fólks jafn.

    Öll eigum við tilkall til mannréttinda óháð kynvitund, kynhneigð, litarhætti, kynþætti, kynferði, trúar, skoðana, tungu, þjóðernis, uppruna, ætternis, eigna eða annarra aðstæðna.
    Því telur sveitarfélagið sig ekki eiga samleið með þeim gildum sem Samtökin 22 hefur sett sér.

    Vísar nefndin að lokum í 3. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem er svo hljóðandi: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgis.

    Samþykkt með 4 atkvæðum ÁB, SKV, LBL og ÓÞ. HÓ situr hjá.

  • Fjölskyldunefnd - 8 Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldunefnd - 8 Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldunefnd - 8 Lagt fram til kynningar

12.Ungmennaráð - 30

2302002F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 30. fundar Ungmennaráðs.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Ungmennaráð - 30 Ungmennaráð mun standa fyrir páskaeggja leit. Viðburðurinn verður auglýstur á Instagram síðu ungmennaráðs og Facebook síðu sveitarfélagsins.
  • Ungmennaráð - 30 Ungmennaráð skorar á sveitarstjórn að kmoa Aparólunni upp sem fyrst og ungmennaráð leggur til að hún verði sett niður norðan við Hvolsskóla þ.e. á milli yngsta stigs og Gíslahóls. Ungmennaráð telur að þessi staðsetning nýist börnum og ungmennum Rangárþings eystra best, bæði er það nálægð við Hvolsskóla og engar stórar umferðagötur nálægt.
  • Ungmennaráð - 30 Nefndarmenn ræddu ýmsar hugmyndir og töldu upplagt að hafa þrautahjólabraut á svæðinu og fá BMX brós til að koma. Einnig mætti nýta núverandi félagsmiðstöð undir einhverja starfssemi.
  • Ungmennaráð - 30
  • Ungmennaráð - 30 Barnvænt samfélag:
    Nefndarmenn Ungmennaráðs eru boðaðir á alla fundi Barnvæns samfélags. Þeir fundir eru þó á skóla- og/eða vinnutíma og eiga ekki allir meðlimir ungmennaráðs ekki kost á því að fá frí frá vinnu eða skóla. Óskar Ungmennaráð Rangárþings eystra því eftir því að fundir Barnvæns samfélags séu eftir að skóla og vinnu lýkur.

    Erasmus verkefni:
    Nefndarmenn óskuðu eftir því við Íþrótta og æskulýðsfulltrúa á að skoða möguleika á Erasmus verkefni.

    Námskeið fyrir starfsmenn vinnuskólans:
    Ungmennaráð leggur til og óskar eftir því að starfsmenn vinnuskóla Rangárþings eystra sumarið 2023 fái fjölbreytt námskeið á meðan á vinnutímabili stendur. Þetta geta verið námskeið tengd fjármálalæsi, launaseðli, réttindum, almenn samskipti, fordóma o.fl. Lagt er til að yfirmaður vinnuskólans skipuleggi og festi dagsetningar fyrir námskeið í samræmi við verkstjóra vinnuskólans.

    Barnapíunámskeið:
    Ungmennaráð óskað eftir því að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi skoða möguleika á því að fá Rauðakrossinn til að vera með námskeið í skyndihjálp fyrir barnapíur á svæðinu.

13.Tónlistarskóli Rangæinga; 26. stjórnarfundur 4.apríl 2023

2304087

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 26. fundar Tónlistarskóla Rangæinga.
Fundargerð lögð fram.

14.SASS; 594. fundur stjórnar

2304029

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 594. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:40.