308. fundur 29. desember 2022 kl. 12:00 - 12:11 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir varamaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Árný Lára Karvelsdóttir yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

2212077

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarálagningar. Breytingin muni ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur í sveitarfélaginu muni hækka heldur er um að ræða tilfærlsu á milli ríkis og sveitarfélaga.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:11.